Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2021, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 09.09.2021, Qupperneq 18
Hin fornfræga kvenfataverslun Bernharð Laxdal er nú 83 ára og hefur í allan þann árafjölda staðið fyrir sínu sem ein glæsilegasta kvenfataverslun Íslands. „Í gegnum árin hefur áherslan alltaf verið á að bjóða upp á hágæða fatnað sem stenst tímans tönn. Við höldum okkur við þau fatamerki sem standa fyrir sínu og konur vita að hverju þær ganga þegar þær koma til okkar. Það þýðir þó ekki að við hræð- umst tískuna enda bættum við nýverið við tveimur glæsilegum fatamerkjum, Bariloche og Tinta, sem koma frá Spáni. Um er að ræða einstaklega dömulegan og fallegan fatnað fyrir þær sem vilja vera flottar við öll tækifæri. Áherslan er á kvenleg snið, aðskorna jakka, skyrtur og blússur með pífum og alls konar fallegum smáatriðum. Við hjá Bernharð Laxdal bjóðum upp á fallegan og sígildan kven- fatnað á breiðu verðbili og því ættu allar konur að geta fundið eitthvað hér,“ segir Guðbjörg Hjálmars- dóttir, rekstrarstjóri Bernharðs Laxdal. Kápubúð Íslands með meiru „Aðaláhersla kvenfataverslunar- innar Bernharð Laxdal hefur verið á að bjóða íslenskum konum upp á hágæða yfirhafnir. Við höfum verið að selja konum yfirhafnir í yfir 80 ár og höfum stimplað okkur rækilega inn sem kápubúð Íslands. Í dag erum við að selja mikið af dúnúlpum í ýmsum útgáfum, með eða án skinna. Dúnúlpurnar eru enda guðsgjöf þegar fer að hausta. Við erum með allar síddir, stuttar, millisíðar og svo alveg síðar. Dún- kápurnar eru að koma einstak- lega sterkar inn, enda virkilega fallegar og notalegar á köldum vetrardögum. Þar bjóða Junge og Fuchs Schmitt, Saki og fleiri upp á gott úrval af ýmsum síddum og gerðum. Ásamt dúnúlpum erum við einnig með fallega rykfrakka, regnjakka og ullarkápur frá Fuchs Schmitt. Svo erum við með hágæða ítalsk- ar ullarkápur frá Cinzia Rocca, sem eru flaggskipið okkar og fallegar á öllum konum. Kápurnar eru úr eðalull, sumar með kasmír eða dýrindis alpakaull. Kápurnar eru fisléttar, stílhreinar og sérlega klæðilegar. Þá eru margar konur að taka skinnkraga með, úr ýmist refaskinni eða af þvottabirni.“ Glæsilegur kvenfatnaður Kápur og yfirhafnir eru ekki það eina sem Bernharð Laxdal er með fyrir kvenþjóðina. „Stærsta fata- merkið okkar er Gerry Weber og höfum við boðið upp á það í tugi ára. Þetta er þýskt gæðamerki og við eigum marga fastakúnna sem líkar við tískusniðin frá Gerry Weber. Þessar flíkur og snið henta enda sérstaklega vel konum sem búa á norðlægum slóðum. Einnig erum við með Taifun-merkið sem er yngri línan frá Gerry Weber. Hver kona þarf að eiga að minnsta kosti eina fallega svarta eða dökka dragt í fataskápnum. Við bjóðum upp á glæsilegar og sígildar svartar og dökkbláar dragtir frá Gerry Weber sem við köllum „basic“ dragtir. Þessar er afar einfalt að klæða upp eða niður með pinnahælum eða smart strigaskóm, allt eftir því hvert til- efnið er. Þá er hægt að kaupa jakka, buxur eða pils í ýmsum sniðum sem passar allt saman. Þessar hafa verið mjög vinsælar hjá konunum í Oddfellow og Frímúrurunum. Gardeur er svo besta fatamerkið þegar kemur að buxum. Þeir sér- hæfa sig í að hanna buxur sem henta kvenlíkamanum einstaklega vel. Gardeur býður upp á gífurlega breidd í buxnasniðum og efna- vali og er með allt frá hversdags- legum þröngum gallabuxum og leðurlíkisbuxum upp í sparilegar dragtarbuxur og jafnvel útvíðar. Betty Barclay-merkið býður upp á æðislegar kvenlegar flíkur á hag- stæðu verði. Meðal þess sem hefur verið hvað vinsælast eru þykkar dúnkápur sem munu halda okkur funheitum í allan vetur. Það má ekki gleyma glæsi- kjólunum frá kanadíska merkinu Frank Lyman. Eftir samkomutak- markanir eru konur margar farnar að hlakka til að punta sig upp að nýju fyrir viðburði haustsins og þá eru Frank Lyman-kjólarnir þeir alflottustu. Þetta eru sérlega fallegir og grand eðalkjólar sem gaman er að klæðast við hin ýmsu tilefni. Fylgihlutirnir eru svo ekki síður mikilvægir þegar kemur að því að klæða sig upp. Þá erum við hjá Bernharð Laxdal með gott úrval af veskjum og beltum, silkislæðum og klútum sem setja punktinn yfir i-ið,“ segir Guðbjörg. Netverslun Í vefverslun Bernharðs Laxdal er hægt að nálgast margar af flík- unum sem finna má í versluninni. „Margar nýta sér það að skoða á netinu fyrst og koma svo og máta í búðinni enda njóta þær þá okkar persónulegu þjónustu sem við í Bernharð Laxdal erum fyrir löngu orðin fræg fyrir. Að sjálfsögðu er svo hægt að versla við okkur beint af netinu. Þá bjóðum við ýmist upp á að fólk sæki til okkar í verslun samdægurs eða nýti sér fría heim- sendingarþjónustu innanlands.“ Bernharð Laxdal er að Skipholti 29b. Nánari upplýsingar í vef- verslun, laxdal.is. Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Klossuð stígvél eru frábær leið til að klæða þennan Bari- loche-kjól aðeins niður fyrir hversdagslegri tilefni. Mynstrið á þessari skyrtu er bæði fallegt og svolítið gæjalegt. Bariloche er spænskt merki og kemur með lit í tilveruna. Skyrturnar frá Bariloche eru skemmtilegar og einstakar. Þessi rauði Bariloche-jakki er fullkominn í haust. Þessi bleiki, köflótti jakki verður flottur í haust og vetur. Jakkarnir frá Bariloche eru fallegir og einstaklega klæði- legir. Köflótt er líka alltaf klassískt. Reiðfatalúkkið kemur sterkt inn í haust og þessi jakki smellpassar. Bariloche og Tinta koma frá Spáni. Um er að ræða einstak- lega dömulegan og fallegan fatnað fyrir þær sem vilja vera flottar við öll tækifæri. F.v. Brynja, Anna, Lilja, Guðrún, Hjördís og Guðbjörg starfa allar í versluninni. 2 kynningarblað A L LT 9. september 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.