Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2021, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 09.09.2021, Qupperneq 23
Nýtt snjallapótek Lyfju er sérsniðið að notendum. Þar sjá þeir sínar lyfjaávísanir og verð, byggt á því hvar þeir standa í greiðslu- þrepakerfi Sjúkratrygg- inga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju, segir að samhliða breyttri aldurssamsetningu þjóðar- innar ríði á að gera nauð- synlegar breytingar í heil- brigðisþjónustu. Í því muni nýsköpun og einkafram- takið gegna lykilhlutverki. „Við lítum á okkur sem hluta af heilbrigðisþjónustu Íslendinga. Lyf eru engin venjuleg söluvara,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju. Fyrir­ tækið var stofnað árið 1996, þegar sérleyfin voru afnumin í apóteks­ rekstri. Í upphafi var Lyfja eitt apótek í Lágmúla en apótekin telja nú 46. Lyfsalan er aðeins hluti af rekstrin­ um því Sigríður segir Lyfju eiga að vera stað sem þú leitar til þegar þú vilt finna vörur til þess að lifa heil­ brigðum lífsstíl og auka vellíðan. Hjá Lyfju starfa um 350 starfsmenn og af þeim er þriðjungur með sér­ menntun á sviði heilbrigðismála. Ári áður en heimsfaraldurinn hófst var undirbúningur að nýju snjall­ apóteki hafinn og því hleypt af stokkunum í október í fyrra. Sérsniðið snjallapótek er framtíðin „Þegar við lítum á heilbrigðis­ þjónustu og vörusölu og þjónustu á heilbrigðissviðinu þá sjáum við það fyrir að hún á eftir að verða persónulegri, byggja á tækninni, verða sjálfstýrðari og heildrænni. Það sem við höfðum verið að undirbúa smellpassaði inn í þetta umhverfi og er eins konar per­ sónusniðið snjallapótek. Ég geri greinarmun á því sem Lyfjuappið er og hefðbundinni vefverslun vegna þess að þegar ég opna appið sé ég bara mín gögn. Ég kemst ekki inn öðruvísi en með raf­ rænum skilríkjum og sé þá mínar lyfjaávísanir og mín verð byggð á því hvar ég stend í greiðsluþrepa­ kerfi Sjúkratrygginga – sérsniðið að notandanum.“ Sigríður segir að þegar komi að heilbrigðisútgjöldum sé ekkert mikilvægara en að líta til nýsköp­ unar annars vegar og samvinnu einkageirans og hins opinbera hins vegar. „Í fyrsta lagi erum við að horfa fram á það að á næstu fimm­ tíu árum mun fólki eldri en fimm­ tíu ára fjölga um fimmtíu prósent. Í öðru lagi hafa útgjöld hins opinbera og einkaaðila til heilbrigðismála verið að vaxa að meðaltali um 8 til 9 prósent síðustu 20 ár á ári stað­ virt. Það segir sig sjálft að þetta er ekki sjálfbært,“ útskýrir Sigríður og bætir við að það verði að finna nýjar leiðir til þess að leysa úr því hvernig við ætlum að stuðla að heil­ brigði og vellíðan. „Þarna skiptir miklu máli að nýta einkaframtakið í því að búa til lausnir sem stuðla að því að við getum fengið betri og persónu­ sniðnari heilbrigðisþjónustu. Þar þarf til samvinnu milli opinbera geirans og einkaframtaksins.“ Heilbrigðiskerfið mun brjóta hagkerfið verði ekkert að gert Sigríður Margrét segir heilbrigðis­ þjónustu í eðli sínu mjög íhalds­ sama grein. „Þetta er sú grein þar sem þér líður mjög vel vitandi að sá sem er að þjónusta þig hafi verið í greininni í tuttugu eða þrjátíu ár. Það þarf alltaf að vera góð samvinna og samtal, en ég held að það skipti höfuðmáli núna að horfa á það hvað einkaframtakið er að gera í þessari grein og hvaða árangri hefur verið náð þar. Því ef við horfum á útgjöldin í einhverri heildarmynd þá sjáum við til að mynda að lyfjakostnaður hefur ekki verið að vaxa í sama hlutfalli og önnur heilbrigðisútgjöld.“ Fyrir tíu árum hafi lyfja­ kostnaður verið 13 prósent af heilbrigðis útgjöldum en í dag sé hann 9 prósent. „Þarna eru einka­ rekin apótek sem eru að keppa á hverjum degi og eru í gríðarlegri samkeppni á markaðnum. Þar er verið að veita mjög góða þjónustu, við erum til dæmis hér á landi með fleiri starfandi lyfjafræðinga en á hinum Norðurlöndunum og búum flest í innan við fimm mínútna fjarlægð frá apóteki. Hvernig getum við nýtt módelið sem þarna er inni í öðrum geirum heilbrigðis­ þjónustu?“ Hún vísar til þess að sérfræði­ læknar hafi verið samningslausir um árabil. „Maður fær stundum á tilfinn­ inguna að því miður sé unnið öllum árum að því að færa okkur í áttina frá einkarekstri. Þar eru tækifæri og það er nauðsynlegt að líta til aukins einkarekstrar í heil­ brigðisþjónustu almennt.“ Um þetta hefur verið rætt lengi, klassíska dæmið eru liðskipta­ aðgerðir sem við virðumst tilbúin að greiða fyrir þreföldu verði í útlöndum svo það sé ekki gert af lækni á einkarekinni stofu á Íslandi. Dæmin eru mun f leiri. Hvernig er hægt að leysa það? Verður að skipa heilbrigðis­ og nýsköpunarráðherra? Sigríður Margrét hlær. „Það væri frábært að hafa slíkan ráðherra. Þetta er einn stærsti útgjaldaliður ríkisins og við sjáum það að ef við gerum ekkert mun heilbrigðiskerf­ ið brjóta hagkerfið. Við þurfum að finna lausnir. Við eigum að nýta krafta einkaframtaksins og stunda nýsköpun í heilbrigðisþjónustu en þó aldrei á kostnað fagmennsk­ unnar og öryggisins.“ ■ Nýsköpun og einkaframtakið verði að fá að blómstra Sigríður Margrét segir lífsnauð- synlegt að gera breytingar á heilbrigðiskerf- inu. Heilbrigðis- kerfið muni annars ein- faldlega brjóta hagkerfið. MYND/ BIG Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Lyfju sem í upphafi var eitt apótek í Lágmúla en telur nú 46 apótek víðs vegar um landið. MYND/BIG Maður fær stund- um á tilfinninguna að því miður sé unnið öllum árum að því að færa okkur í áttina frá einkarekstri. 3FIMMTUDAGUR 9. september 2021 SAMTÖK ATVINNULÍFSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.