Fréttablaðið - 09.09.2021, Page 44

Fréttablaðið - 09.09.2021, Page 44
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Það er svo æðislegt með lífsstíl að hann snertir á flestum flöt- um. Í gegnum síðustu tvær þáttaraðir finnst mér alltaf svo yndislegt að hitta skapandi fólk. 28 Lífið 9. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ Í kvöld á Hringbraut ÉG ELSKA ÁSKORANIR Fylgstu með! Liv Bergþórsdóttir, forstjóri ORF líftækni hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi um árabil og fer þar sínar eigin leiðir, svo eftir er tekið, enda elskar hún áskoranir. Í Mannamáli í kvöld segir hún sögu sína, allt frá hjartauppskurðinum fyrir 50 árum og til markaðssetningar á einu mest verðlaunaða andlitskremi sem framleitt hefur verið. Ekki missa af Mannamáli í kvöld kl. 20.00, bara á Hringbraut. Nú getur þú einnig hlustað á Mannamál sem hlaðvarp á Spotify og Apple podcasts. Í kvöld verður fyrsti þáttur- inn af þriðju seríu af þátt- unum Sir Arnar Gauti sýndur á Hringbraut. Honum þykir afar vænt um að fá að hitta allt það skapandi fólk sem orðið hefur á vegi hans við gerð þáttanna. steingerdur@frettabladid.is Smek k maðurinn Arnar Gauti Sverrisson ætti að vera f lestum landsmönnum kunnur, en hann stjórnaði um tíma hinum vinsælu þáttum Innlit/útlit og er nú með lífsstílsþættina Sir Arnar Gauti, sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Fyrsti þáttur þriðju seríu verður frumsýndur í kvöld „Þessir þættir eru kannski eðlilegt framhald þess að ég stýrði á sínum tíma einum vinsælasta þætti lands- ins, Innlit/útlit, í þrjú ár. Svo er ég náttúrulega búinn að vera í tísku í þrjátíu ár og fer síðan meira yfir í hönnun. En þetta lífsstílstengda líf mitt færðist yfir í að það væri gaman að deila því með áhorfendum,“ segir hann. Í þáttunum Sir Arnar Gauti fer hann yfir víðari völl þegar kemur að hönnun en hann gerði í Innliti/ útliti. „Það er svo æðislegt með lífsstíl að hann snertir á f lestum flötum. Í gegnum síðustu tvær þáttaraðir, finnst mér alltaf svo yndislegt að hitta skapandi fólk. Forréttindin við þetta starf eru allt þetta fólk sem maður hittir. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að hitta áhuga- verða listamenn. Þetta er bara ótrúlegt líf og gaman að sjá þessa sköpun. Svo er náttúrulega matur stór partur af lífsstíl, tíska og föt.“ Elskar að gera góð kaup Arnar segir að honum þyki því skemmtilegt að fylgjast með þessu. „Við eigum náttúrulega svo stór- kostlega veitingastaði, í þeim geira eru líka f lottar týpur og karakt- erar sem eru með sína sýn sem mér finnst gaman að ná fram. Svo er náttúrulega hönnunin bara númer eitt tvö og þrjú. Að fá að fjalla um hugsjónir hönnuðanna. Tala um það sem kannski er að koma í tísku eða jafnvel góð verð. Ég elska að gera góð kaup,“ segir hann. Hann segir nýju seríuna vera örlítið öðruvísi. „Ég er náttúrulega hönnuður sjálfur, þá fyrst og fremst innan- hússhönnuður. Ég hef hannað nokkra veitingastaði og skrifstofur. Ég var að klára núna höfuðstöðvar SaltPay. Það var alveg geggjað verk- efni. Þar fá áhorfendur að sjá hvern- ig húsnæðið leit út fyrir og eftir.“ Jaðarinn í sókn Arnar nefnir hve áhugavert það er hve fjölbreytt f lóra er af veitinga- stöðum. „Það var til dæmis að opna nýr veitingastaður með suður-amer- ískum mat sem heiti Selva. Ég er svo núna að fara í það að hanna 26 nýjar íbúðir. Það er pínu nýtt og fólk fær að fylgjast með því. Þær eru í nýju hverfi sem er að byggjast upp í Vogum við Vatnsleysuströnd. Núna eru útjaðrarnir, eins og Selfoss og Hveragerði, orðnir sífellt vinsælli. En það er auðvitað út af lóðaskorti.“ Hann segir núna vera að koma nýtt skipulag í Vogum. „Við vinnum með fyrirtæki sem heitir Smartbyggð. Ég ætla að gera það svolítið bara í Sir Arnars Gauta-stíl, þær verða mjög flottar. En númer eitt, tvö og þrjú hjá mér er að hitta skemmtilegt fólk og sýna áhorfendum hvað er þarna úti.“ Geggjuð breyting Arnar er spenntur að sýna áhorf- endum þættina. „Það er eitt mjög spennandi verk- efni sem ég sýni frá. Ég endurhann- aði þrjá stigaganga í fallegu fjöl- býli. Flestir stigagangar eru frekar leiðinlegir. Oftast bara hvítir veggir og plexíglerpóstkassar og teppa- lögð gólf. Þannig að ég setti viðar- klæðningu í anddyrið og svarta járnpóstkassa. Og lét svo mála allt í París-mood-gráum lit, setti plöntur og svarta kastara. Þetta er sturluð breyting og við sýnum frá því í þátt- unum. Fyrir og eftir,“ segir hann. Arnar segir fólk oft líta fram hjá mikilvægi þess að hafa fallegan stigagang. „Þetta er smá svona „f irst impression“ þegar þú færð fólk til dæmis í matarboð eða bara heim- sókn. Þetta er geggjuð breyting. Ég hlakka virkilega mikið til að sýna fólki þetta.“ Einstakir viðmælendur Margir viðmælendur hafa auðgað líf Arnars, að hans sögn. „Svona af því sem er fram undan, þá er erfitt að gera upp á milli. Ég er að tala frábæra hönnuði. Ég fjallaði til dæmis mikið um Austurhöfn í síðustu seríu. Alveg ótrúlegar íbúðir sem byrja í 150 milljónum upp í 500 milljónir. Þar var hún Hildur Árna- dóttir innanhússarkitekt hjá Studio Homestead að vinna þær íbúðir með þeim sem kaupa þær. Það var mjög gaman að spjalla við hana. Ótrúlega flott pæling,“ segir Arnar. Hann segir viðtal sem hann tók við Óskar Finnsson fyrir síðustu seríu algjörlega standa upp úr. „Hann var að opna Finnsson Bistro í Kringlunni á meðan hann hefur verið að glíma við gríðarlega erfitt krabbamein. Það viðtal stóð algjörlega upp úr. Það var mjög persónulegt. Þetta æðruleysi hans var svo einstakt, sýn hans á lífið og þetta stóra verkefni að stofna þenn- an veitingastað fyrir börnin sín. Það hélt honum svolítið á tánum. Svo átti ég frábært viðtal við Eyjólf í Epal, ég ber alltaf mikla virðingu fyrir hans karakter. En svo eru líka frábær viðtöl í nýju seríunni sem ég er mjög spenntur að sýna.“ n Þykir vænt um að fá að ræða við einstakt fólk Þriðja sería af þáttunum Sir Arnar Gauti hefst í kvöld á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. MYND PÉTUR FELDSTED

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.