Fréttablaðið - 04.09.2021, Síða 16

Fréttablaðið - 04.09.2021, Síða 16
Hin fræga ástarsaga Shakespeares, Rómeó og Júlía, lifnar í kvöld við í Þjóðleikhúsinu með nýrri nálgun. MYND/AÐSEND Leikhúsin lifna við Eitt merki um það að lífið færist smátt og smátt í sitt eðlilega horf eru opnar dyr leik- húsanna. Sýningar sem legið hafa í dvala lifna ljóslifandi við á sviði, auk þess sem nýjar bætast við og menningarvitar fagna. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Mæður Síðustu sýningar á gesta- sýningu Borgarleikhússins Mæður verða í kvöld og annað kvöld. Mæður fagna vandamálunum og sigrunum sem fylgja móðurhlutverk- inu, því sagða og öllu sem okkur er ekki sagt, klisjunum, mýtunum, því fáránlega og því frábærlega óvænta. Er ég mamma mín? Samstarfssýningin Er ég mamma mín? verður aftur sýnd í Borgarleikhúsinu 10. september, þar sem Krist- björg Kjeld og Sólveig Guð- mundsdóttir fara á kostum. Þétting hryggðar Nýtt verk verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í septem- ber. Verkið fjallar um fjóra Reykvíkinga sem eru læstir inni í fundarherbergi í Borgar- túni af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Domino’s og hverjum sé raunverulega hægt að kenna um allt sem er að. Kjarval Fjölskyldusýningin Kjarval verður frumsýnd í Borgar- leikhúsinu í september. Hún fjallar um myndlistarmann- inn Jóhannes Kjarval, sem batt bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn en kenndi okkur að líta um- hverfið nýjum augum og sjá listina í hinu stórbrotna jafnt sem hinu hversdagslega – í hrikalegu hrauni en líka í mygluðum flatkökum. Ekkert er sorglegra en manneskjan Nú fer hver að verða síðastur að sjá nýóperuna sem hlaut Grímuverðlaun fyrir tónlist og söngkonu ársins, en loka- sýning verksins er á morgun sunnudag í Tjarnarbíói. Verkið fjallar um fálmkennda leit mannsins að hamingj- unni, þar sem fígúrur ráfa um sviðið í leit að merkingu en fátt virðist virka, enda mann- eskjan breysk og gjarnan ómeðvituð um hvað sé henni fyrir bestu. Enda er ekkert sorglegra en manneskjan. VHS krefst virðingar Fyrsta frumsýn ing leikársins í Tjarnarbíói er í flutningi grínkvartettsins VHS. Að sögn meðlimanna hefur þeim ekki verið sýnd tilhlýðileg virðing á þessum miklu óvissu- tímum, enda margoft gert að breyta sýn ing aráætlunum og sýna fyrir hálffullum húsum. Nú sé komið nóg og krefst hóp urinn virðingar, með uppistandssýningu sem fara mun í sögubækurnar. Fimm ár Þann 11. september verður söngleikurinn Fimm ár sýndur í Tjarnarbíói, en leik- hús- og söngleikjaunnendur ættu að kannast við verkið af Broadway og West End, undir heitinu The Last Five Years. Fimm ár er hugljúf ástarsaga sem fjallar um samband ungrar konu og manns, hann er rithöfundur og hún er leik- kona. Alla veðra von Sirkushópurinn Hringleikur snýr aftur í Tjarnarbíó um miðjan mánuðinn með sýningunni Allra veðra von, sem gert hefur víðreist um landið í sumar. Sýningin, sem er nýsirkussýning, hlaut Grímuverðlaun í ár fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins, en í henni er sirkuslistin notuð til að skoða tengsl mannsins við veðrið. Benedikt búálfur Vinsæli fjölskyldusöng- leikurinn snýr aftur í Sam- komuhúsið á Akureyri nú um helgina. Um er að ræða einn allra þekktasta barnasöngleik þjóðarinnar, en töfrandi saga og grípandi tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar hefur unnið hug og hjörtu íslenskra barna á öllum aldri. Fullorðin Gamanleikurinn Fullorðin hefur snúið aftur í Hof, Akur- eyri. Um er að ræða gaman- leik um það skelfilega hlut- skipti okkar allra að verða fullorðin og misheppnaðar tilraunir okkar til að sannfæra aðra um að við séum það. Rómeó og Júlía Þetta klassíska verk í nýrri útgáfu undir stjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þessi mikla örlaga- saga birtist hér með glænýrri tónlist og nýrri nálgun, sem líkleg er til að höfða ekki síst til ungs fólks. Vertu úlfur Sýning ársins á Grímuverð- laununum 2021 snýr aftur, en hún hreyfði svo sannarlega við áhorfendum á síðasta leikári og var sýnd yfir 50 sinnum fyrir fullu Þjóðleik- húsi. Nashyrningarnir Verkið eftir Ionesco vakti verðskuldaða athygli á síðasta leikári og verður boðið upp á nokkrar sýningar í september í Þjóðleikhúsinu. Kardemommubærinn Hin ástsæla saga Thorbjörns Egner sló í gegn á síðasta leikári og geta enn fleiri börn fengið að njóta nú, þegar það lifnar aftur við á fjölum Þjóð- leikhússins. 16 Helgin 4. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ 4. september 2021 LAUGARDAGURHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.