Fréttablaðið - 04.09.2021, Síða 18

Fréttablaðið - 04.09.2021, Síða 18
Þær Selma Björnsdóttir, Björk Jakobsdóttir og Salka Sól Eyfeld stíga innan skamms á svið með sýningu sem þær byggja mikið til á eigin reynsluheimi. Allar þrjár leika þær sjálfar sig í verkinu Bíddu bara en titill verksins vísar í setningu sem þær hafa allar heyrt og jafnvel sagt, fulloft. Við hittumst í Gaf lara-leik húsinu þar sem verkið verður að öllu óbrey t t u f r u m sý nt eftir viku en frumsýn- ingarbiðin hefur verið löng eins og í öðrum leikhúsum. Þríeykið var leitt saman fyrir ári síðan af engri annarri en Eddu Björgvins. Björk Jakobs, einn eigenda Gaflaraleik- hússins, hugðist gera nýja sýningu og mælti Edda með að hún fengi þær Selmu og Sölku með sér og úr varð Bíddu bara sem þær kynna sem drepfyndið verk um raunveruleika íslenskra kvenna. Þegar þrjár listakonur úr ólíkum reynsluheimum, á fertugs-, fimm- tugs- og sextugsaldri, koma saman til að skapa gleðileik um eigið líf er úr nægu að moða og er stutt í hlátur- inn og kaldhæðnina þegar sest er að spjalli með þeim. Björk: Þegar við hittumst smull- um við alveg svakalega enda erum við fulltrúar þriggja kynslóða. Ég er svona seinnihelmingskynslóðin. Ég er komin á breytingaskeiðið og börnin farin að heiman. Ég skoða því hvaða áhrif það hefur á mann. Selma er einstæð ofurkona með unglinga og sjö aukavinnur og speglar því allt sem því tengist. Svo er það Salka sem er að byrja á þessu öllu saman. Bíddu bara-sérfræðingarnir Salka á von á sínu öðru barni með stuttu millibili og er sú sem kom með heitið á verkinu, Bíddu bara. Björk: Við Selma erum svo hokn- ar af reynslu að við vorum alltaf að segja við hana: „Bíddu bara, Salka mín,“ við hinu og þessu. Svo fór að hún stakk upp á að verkið héti þessu nafni enda umkringd „bíddu bara- sérfræðingum“. Selma: Maður er alltaf að segja þetta. Hún kannski segir: „Mér líður vel núna á meðgöngunni,“ og maður svarar: „Já, bíddu bara þangað til þú færð grindargliðnun. Þetta á bara eftir að versna.“ Þetta er svo mikil lenska í okkar þjóðfélagi og þá ekk- ert bara hjá konum. Við segjum þetta öll og þegar við ákváðum að þetta yrði titill verksins fór ég að taka enn meira eftir þessu. Salka: Maður heyrir þetta mikið alla meðgönguna og líka þegar barnið er komið í heiminn. Ég veit að þetta kemur frá góðum stað en fyrir ákveðnar týpur getur þetta verið mjög kvíðavaldandi,“ segir Salka og tekur enn eitt dæmið: „Bíddu þar til barnið fer að taka tennur, þá ertu ekki að fara að sofa neitt!“ Selma: Þetta er líka svona ef maður skilur. Þá fær maður að heyra: „Þetta er kannski í góðu núna en bíddu bara, hann á eftir að yngja upp.“ Og: „Bíddu bara þar til stjúp- mamman kemur og ætlar að fara að ala upp þín börn. Bíddu bara þar til þau eignast börn!“ Það er alltaf verið að margfalda áhrifin. Salka: Svo er það: „Bíddu bara þangað til þú ferð á breytingaskeið- ið.“ Svo þegar maður er búinn á því, þá er það: „Bíddu bara þangað til þú ferð á elliheimili,“ og þegar þangað er komið er það: „Bíddu bara þangað til þú deyrð.“ Selma: Maður á alltaf að vera að bíða eftir því að hlutirnir versni. Salka: Ef maður færi nú að temja sér að segja: „Bíddu bara, þetta verður betra.“ Spegla sig hver í annarri Björk: Við erum svolítið að gera grín að þessu. Ég myndi ekki segja að við séum að grafa neitt voðalega djúpt þó að á bak við sögurnar séu Selma, Salka og Björk smullu strax saman og eru í verkinu hver fulltrúi sinnar kyn- slóðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Leika sjálfar sig Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is oft djúpar og sárar tilfinningar. Við viljum bara hlæja og hafa gaman og spegla okkur hver í annarri. Við reynum að dvelja ekki mikið í sárum skilnaði en við erum með mjög hresst skilnaðarlag og texta.“ Salka: Um leið og maður segir eitthvað upphátt þá áttar maður sig á því strax að maður er ekki einn. Nærtækasta dæmið mitt er tækni- frjóvganirnar sem ég þurfti að undirgangast þegar ég átti dóttur mína og nú aftur. Um leið og ég hef farið að tala um þá reynslu þekkja allir einhvern sem hefur gengið í gegnum svipað. Þegar þær stöllur fóru að vinna að verkinu var Salka í tæknifrjóvg- unarferli sem hún segir hafa gengið upp og ofan en nú þegar frumsýning er fram undan er meðgangan rúm- lega hálfnuð. Salka: Það er auðvitað krefjandi að vera í svona ferli og dæla í sig hormónum. Ég tala mjög opinskátt um þetta allt og finn að fólk dýrkar að heyra það. Stundum finn ég að fólki af eldri kynslóðum bregður þegar ég tala um þetta og það er allt í lagi, við erum bara að læra og lifa. Björk: Við tölum líka um það. Ég tala til að mynda um að mér finnist ákveðið tabú að ræða svona lagað því það er svolítið kynslóðin mín. Fólk segir til dæmis oft: „Bíddu bara þar til þú eignast börn,“ en það er bara fullt af fólki sem getur ekki átt börn. Við þurftum að tala um alls konar hluti við vinnslu verksins. Ég tala til dæmis um það hvernig það er að vera með uppkomin börn, mér finnst ég oft voða ósýnileg og óþörf í samfélaginu og því fylgir ákveðinn einmanaleiki. Við komumst einnig að því að við erum allar með bullandi kvíða eins og kannski meirihluti íslensku þjóðarinnar. Allar með bullandi kvíða Þegar þær eru spurðar út í það hvernig kvíðinn lýsi sér hjá hverri og einni bresta þær í söng, það er Kvíðalagið sem þær sömdu fyrir verkið og hefst á orðunum: Ég er með kvíða fyrir f lestu. Björk: Ég er með ríðukvíða. Það eru allir á Íslandi að gera það svo mikið og mér finnst við hjónin bara ekki vera að standa okkur nægilega vel á því sviði. Svo er ég líka hesta- manneskja og er alltaf með kvíða yfir því að ríða ekki nægilega mikið út. Svo þetta er tvíþættur ríðukvíði. Selma: Ég er með afkomukvíða, frammistöðukvíða, félagskvíða- röskun, aðskilnaðarkvíða, löggu- kvíða og bara alls konar kvíða. En þú, Salka? Björk: Þú ert meira að segja greind með kvíða! Salka: Ég er bara algjör kvíðabolti og það þarf lítið til að koma mér þangað. En ég er alltaf að ná betri stjórn á honum og læra inn á hann. Hann getur poppað upp á órök- réttum tímum og þá býst maður við því versta. 18 Helgin 4. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.