Fréttablaðið - 04.09.2021, Síða 21

Fréttablaðið - 04.09.2021, Síða 21
Skil ekki að fólk nenni að skilja Björk: Ég skil ekki fólk sem nennir að skilja. Selma skilur ekki hvernig ég hef nennt að hanga með sama karlinum í hundrað ár og svo erum við báðar að segja Sölku að það séu mjög litlar líkur á því að hennar hjónaband haldi. Selma: Samk væmt Hagstofu Íslands endar þriðja hvert hjóna­ band í skilnaði svo það er ekkert víst að hennar haldi. Björk: Selma vill bara að hún drífi í því að skilja á meðan ég segi henni frekar að halda sig við gömlu sófa klessuna. Salka: Ég er bara föst á milli tveggja elda. Þær skella upp úr enda samtalið auðvitað á gamansömu nótunum þó svo að tölur Hagstofunnar séu ekki upplognar. Selma: Þó þetta sé það sem við erum að ganga í gegnum þá er margt af því sammannlegt. Björk: Ég hef alla tíð verið óhrædd við að heimfæra djóka upp á sjálfa mig. Ég er ekkert að segja að allt eigi við mig eða mitt hjónaband en þetta er margt sem mín kynslóð er að ganga í gegnum. Þá er gott að heimfæra það upp á sjálfan sig, ýkja svo hressilega og þá fer fólk kannski að hlæja. Salka: Það er líka þægilegt að bresta í söng þegar maður á erfitt með að tjá sig. Við stóðum hér margoft við píanóið með Karli Olgeirssyni og úr urðu heil sex lög. Björk: Það er nú næstum því söngleikur. Hamingjupressan ógurlega Talið berst aftur að hamingjupress- unni sem rædd var stuttlega áður. Björk: Ég er komin á þann aldur að lífið er bara ekkert ógeðslega skemmtilegt alltaf. Ég fór á eitthvert núvitundarnámskeið þar sem ég átti að liggja og slaka á og leiðbein­ andinn sagði: „Rifjaðu nú upp þrjár hamingjustundir yfir daginn.“ Og ég bara: „Það er mánudagur!“ Eru þrjár hamingjustundir yfir daginn ekki dálítið mikið? Svo hugsaði ég, Jú, Fréttablaðið kom í dag eftir langa bið og það var hamingju­ stund og svo mundi ég ekki eftir f leiru. Við grínumst með þetta en þetta er alls staðar svona. Selma: Svo les maður fréttamiðla og það er bara dauði og djöfull alls staðar og maður lokaður inni. Svo skoðar maður Instagram hjá fólki sem er að gera miklu skemmtilegri hluti. Björk: Ég er nýbyrjuð á Insta­ gram og skil alveg að ungt fólk sé kvíðið. Þetta er rosa mikið að upp­ fylla, þú ert kannski ekki orðinn tvítugur og það eru allir að meika það. Um leið og þú opnar símann eru allir með stórkostlegt líf. Ég væri svoleiðis hágrátandi heima hjá mér ef ég væri unglingsstúlka. Selma : Svo er það þessi læk­ eltingaleikur. Ef þú ert ekki með marga fylgjendur þá póstarðu ekki neinu því þú vilt ekki fá bara fimm­ tán læk á meðan vinur þinn fær 400. Þetta er hræðilegt því þú ferð þá í felur af lækhræðslu. Björk: Má þetta ekki bara vera eins og í gamla daga? Þegar fólk talaði bara illa um mann þegar maður heyrði ekki til? Nú er þetta orðið opinbert og beint í andlitið á manni. Salka: Við erum líka af mismun­ andi kynslóðum með þetta allt. Ég er búin að læra inn á þetta, ég unfoll owa og passa upp á algóritm­ ann minn svo ég verði síður fyrir slæmum áhrifum. En ég fæ vissan kvíða yfir því að ala upp barn í þessum aðstæðum. Ég skil leikregl­ urnar núna en mun örugglega ekki gera það eftir einhvern tíma. Við lifum í svo hröðum heimi þar sem allt er alltaf að breytast. Yngri kynslóðir stokka upp En ætli pressan sé almennt meiri á konum í samfélaginu? Salka: Mér finnst umræðan um „mental load“ vera jákvæð, hún er Ég er með ríðukvíða. Það eru allir á Íslandi að gera það svo mikið og mér finnst við hjónin bara ekki vera að standa okkur nægi- lega vel á því sviði. Björk. alveg ný. Mér finnst líka yngri kyn­ slóðir vera að stokka svo rosalega upp í hlutunum að ég er spennt fyrir framtíðinni. Við getum ekki sagt hvernig önnur kyn upplifa hlutina en ég settist niður með manninum mínum um daginn og ræddum þetta mental load sem oft vill lenda meira á konum. Björk: Hvað er mental load? Salka: Þetta er stundum líka kallað þriðja vaktin. Þegar konan kemur heim og veit hvað er til í ísskápnum, hvað á að læra fyrir morgundaginn, hvaða íþróttaföt eru hrein og að það er afmæli á föstudaginn. Ég stóð mig að því að vera þreytt á að gera fullt af svona litlum hlutum svo við hjónin sett­ umst niður og ræddum þetta og ætlum að passa upp á að deila þessu. Um leið hugsaði ég bara til mömmu og hugsaði: Fokk! Hvað hún hafi þurft að fara í gegnum og manni fannst það alltaf eðlilegt. Ég er svo spennt að sjá hvert mín kyn­ slóð og næstu eru að fara. Ég er líka oft að útskýra hluti fyrir Björk og Selmu, eins og að hán sé kynsegin og svo framvegis. Björk: Við tókum einmitt um­ ræðuna um pólitískan rétttrúnað, en ég er skíthrædd og þori varla að umgangast ungt fólk lengur. Salka: En það er einmitt svo fal­ legt að hlusta. Þær hlusta og ég hlusta. Þær hafa eitthvað að kenna mér en ég hef líka margt að kenna þeim. Það væri óskandi að við tækj­ um það meira til okkar almennt. Manni er alltaf kennt að bera virð­ ingu fyrir þeim sem eldri eru og að þeir eldri viti best en stundum er líka allt í lagi að hlusta á þá sem yngri eru. Selma: Það er nauðsynlegt að yngri kynslóðirnar hristi upp í hlutunum. Salka: Við lærum hver af annarri og ég held að það sé markmiðið og það er fallegt. n Afsláttur í dag Tilboðsbæklingurinn okkar er kominn út. Hann er fullur af gæðatækjum á sérstöku tilboðsverði sem gildir í september. Í tilefni þess bjóðum við afslátt af öllum vörum í dag, laugardaginn 4. september, sem eru ekki nú þegar á tilboði. Opið frá 11-16. Afsláttarkóði í vefverslun: sminor Athugið að þessi kjör gilda aðeins um heimilistækjahlutann í vefversluninni. Skoðaðu nýja tilboðsbæklinginn á síðunni okkar, sminor.is! Hjá okkur f ærðu þýsk u gæðatæ kin frá Siemens, B osch og Ga ggenau. Stór og sm á heimilist æki, ljós, p allahitarar, rakatæki o g fleira í m iklu úrvali. Margar vör ur á sérstö ku tilboðsv erði sem g ildir út septembe r 2021 eða á meðan b irgðir enda st. Tilboð í se pt em be r Helgin 21LAUGARDAGUR 4. september 2021 FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.