Fréttablaðið - 04.09.2021, Page 23

Fréttablaðið - 04.09.2021, Page 23
Í bænum Torre­ vieja er eiginleg Íslendinga­ nýlenda. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY og þegar ég horfi aftur á sjálfan mig árið 2017, sé ég allt aðra manneskju. Mér líður vel og starfsemin í ræðis­ mannsskrifstofunni er traust.“ Börn í myrkrinu Í störfum sínum hefur Manuel oft haft milligöngu um að koma fólki heim, bæði lifandi og látnu. Á Ali­ cante sem ferðamannastað hefur skapast mikil reynsla við að koma látnu fólki til síns heima og ræðis­ mannsskrifstofur hafa milligöngu um það. Í sumum tilvikum þarf að bera kennsl á látið fólk og hafa uppi á nánustu ættingjum eða vinum heima á Íslandi, sem er ekki endi­ lega einfalt mál ef um er að ræða einstæðinga. Aðspurður segist Manuel oft þurfa að tilkynna ættingjum um andlát. „Trúðu mér. Það eru miklu erfiðari hlutir sem við gerum en það,“ segir hann. Á svæðinu býr alls konar fólk, þar á meðal fólk sem er í mikilli áfeng­ is­ og eða fíkniefnaneyslu. Ekki er langt síðan íslenskur karlmaður, grunaður um barnaníð, var hand­ tekinn í litlum bæ nálægt Alicante. Berst talið að þeim hluta starfs­ ins sem hefur fengið hvað mest á Manuel. Að koma börnum úr erf­ iðum aðstæðum, sumum sex eða sjö ára gömlum. „Stundum höfum við þurft að koma að börnum í mjög slæmum aðstæðum. Þá störfum við með félagsþjónustunni og lögregl­ unni, bæði á Spáni og Íslandi, við að koma þeim heim,“ segir Manuel en börnum hefur til dæmis verið komið heim til afa og ömmu sinnar á Íslandi. „Fólkið í félagsþjónustunni er þjálfað í því að taka á svona málum en ég er það ekki. Það er ákaflega erfitt að sjá börn í þessum aðstæð­ um,“ segir hann. Það venjist ekki svo glatt. „Í þessu myrkri vill maður gera allt sem maður getur til þess að hjálpa þeim út.“ Samkvæmt Manuel hafa í þrjú skipti komið upp mál þar sem virki­ lega var óttast um heilsu barns. Teyminu hefur hins vegar tekist að leysa þau mál farsællega. „Endur­ gjöfin í þessum málum hefur verið ótrúleg og hvetur okkur til þess að halda áfram,“ segir hann. „Ég mun aldrei gleyma þessum börnum. Mig langar oft til þess að taka upp tólið og athuga hvernig þeim gengur og hvernig þeim líður. Þessi mál snertu mig djúpt.“ Stríðsástand Víkur nú samtalinu að heims­ faraldrinum og þeim áhrifum sem hann hefur haft á Íslendingasam­ félagið ytra. En ásamt Ítalíu var Spánn það land sem lenti hvað verst í faraldrinum vorið 2020 og algert neyðarástand ríkti. „Það ríkti stríðsástand. Ég á ekki annað orð til að lýsa því,“ segir Það ríkti stríðs- ástand. Ég á ekki annað orð til að lýsa því. Manuel um þennan tíma þegar faraldurinn var að hellast yfir Spán. „Herinn og heimavarnarliðið tóku völdin og nutu aðstoðar lögregl­ unnar á staðnum. Það var sett á strangara útgöngubann en í nokkru öðru landi. Þú gast ekki keyrt frá einum stað til annars nema hafa mjög góða ástæðu og geta sannað hana,“ segir hann. Í mars var ákveðið að f lytja eins marga Íslendinga heim og hægt var og vann Manuel með sendiherr­ anum Kristjáni Andra Stefánssyni, staðsettum í París, að því. Utanrík­ isráðuneytið tryggði auka flugferðir til þess að koma sem flestum heim á sem skemmtum tíma. „Spítalarnir yfirfylltust og hættu að geta tekið við fólki. Það voru heldur ekki nógu margir sjúkra­ bílar til þess að sækja fólk,“ segir Manuel. „Margir Íslendingarnir eru á áttræðis­ og níræðisaldri og okkar hlutverk var að reyna að róa þá niður.“ Skynjaði hann það vel að fólk var hrætt og síminn hringdi stanslaust. Skrifstofan hringi einnig í fólk til að athuga með líðanina. „Ég þakka guði fyrir það að við höfum ekki misst neinn en það hefði vel getað gerst,“ segir Manuel. „Fólk sagði mér að það væri veikt en enginn sjúkrabíll á leiðinni. Við gátum ekki hjálpað því á neinn hátt nema með því að tala við það.“ Í maímánuði og júní árið 2020 lagaðist ástandið töluvert á Spáni og landið var opnað á ný. Annað neyðarstig gilti frá nóvember fram í maí á þessu ári. „Ástandið hefur lagast mikið og ekki hægt að bera það saman við þessa hræðilegu mánuði í fyrra,“ segir Manuel. „Stundum birtast fréttir um að faraldurinn sé á mik­ illi uppleið og það hljómar eins og fólk sé að deyja á götum úti. Ein kona hringdi í mig frá Íslandi og sagðist hafa hætt við að f ljúga til Alicante eftir að hafa lesið slíka frétt. En ástandið er gott hérna núna og fólk er eins öruggt og hvar annars staðar. Jú, það eru sumir á spítala en heilbrigðiskerfið er ekki í lamasessi.“ Fékk fálkaorðuna Manuel dvelur nú hjá vinafólki sínu í Garðinum. Í vikunni veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum fálkaorðuna fyrir þjónustu hans við íslenska samfélagið í Ali­ cante og Murcia. Manuel segist bæði þakklátur og hrærður en einnig svo­ lítið feiminn með heiðurinn því að margir aðrir starfi við það sama og sinni sömu verkefnum og hann. „Ég er ekki búinn til úr stáli. Ég er bara manneskja og þetta er mesti heiður sem mér hefur hlotn­ ast,“ segir Manuel. „Ég er ákaflega stoltur. En mér finnst Svanhvít Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður ræðisskrifstofanna í utanríkisráðu­ neytinu, eiga hluta af þessu. Hún er ótrúleg manneskja og fagmaður fram í fingurgóma. Hún þjálfaði mig vel í þetta hlutverk, hafði mikla þolinmæði og hefur komið að mörgum erfiðum málum með mér. Að hafa hana sem bakhjarl er eitt það besta sem hefur komið fyrir mig.“ Trúir á íslensk fyrirtæki Þó að þjónusta við Íslendinga á erfiðum stundum sé það sem gefi Manuel mest leggur hann einnig mikið upp úr rótum ræðismanns­ hlutverksins, það er að ef la við­ skiptasambönd, enda menntaður til þess. Ráðuneytið hvetur ræðismenn sína einmitt til þess að beita sér á þessu sviði sem Manuel segir gott. „Það hefur lítið upp á sig að reyna að koma íslenskum þorski á markað í Alicante, það er ekki svæðið fyrir hann eins og Barcelona og Bilbao eru. En ýmis sprotafyrirtæki geta átt sér framtíð á staðnum sé haldið rétt á spöðunum,“ segir hann. Manuel nefnir fyrirtækið Mulier Fortis, sem stofnað var fyrir sex árum, og framleiðir heilsu­ og hreinlætisvörur undir vörumerk­ inu Númer eitt. Þetta fyrirtæki hefur stefnt á að hasla sér völl á Spáni og leitaði til Manuels. „Ég trúi því að þetta fyrirtæki geti notið velgengni á svæðinu og geri mitt til að reyna að koma því á framfæri,“ segir Manuel. „Ég hvet líka önnur lítil fyrirtæki og sprota­ fyrirtæki til þess að koma yfir hafið og reyna fyrir sér hérna. Internetið er ágætt en ef maður vill koma vör­ unni á markað jafnast ekkert á við að mæta á staðinn.“ n Helgin 23LAUGARDAGUR 4. september 2021 FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.