Fréttablaðið - 04.09.2021, Side 26

Fréttablaðið - 04.09.2021, Side 26
„Ég var mjög óörugg með mig þegar ég var yngri. Það var ekki fyrr en árið 2019 að ég ákvað fyrir sjálfa mig að ég er nóg. Ég er falleg, f lott og frábær, sama hvernig líkami minn lítur út. Líkamar eru eins ólíkir og þeir eru margir, og við eigum að fagna þeim. Þeir hafa það hlutverk að halda okkur á lífi og hvernig er ekki hægt að elska það, fagna því og sýna það? Ég er eins og ég er og kem til dyranna eins og ég er klædd; við erum öll mennsk og ég hef ekki tíma í að stressa mig yfir einhverju sem skiptir jafnlitlu máli.“ Þetta segir Klara Sif Magnús­ dóttir, 23 ára Akureyrarmær og tekjuhæsti íslenski áhrifavaldur­ inn, samkvæmt nýjum tekju­ blöðum DV og Frjálsrar verslunar; með 1,1 milljón á mánuði. Tekjurnar fær hún fyrir að selja áskrifendum aðgang að erótísku efni á vefsíðunni OnlyFans. „Er ég klámstjarna? Ég bý til „klám“ svo þannig séð er hægt að segja að ég sé klámstjarna, en ég lít ekki á sjálfa mig sem klámstjörnu. Ég er bara ung kona að búa til eró­ tískt efni. Klámstjörnur eru yfir­ leitt vel þekkt fólk sem vinnur fyrir klámiðnaðinn. Ég vinn fyrir sjálfa mig. Sá er munurinn,“ útskýrir Klara Sif. Fer sínar eigin leiðir Klara Sif ólst upp í Árbænum þangað til hún flutti norður yfir heiðar, þá níu ára. „Ég hef alltaf verið rosalega sjálf­ stæð. Ég er miðjubarn og fannst ég ung þurfa að hugsa um sjálfa mig. Mamma getur vottað að ég hef alltaf verið frekar uppreisnar­ gjörn og farið mínar leiðir. Ég get af öryggi sagt að ég verði alltaf þann­ ig,“ lýsir Klara sjálfri sér. Hún var óráðin um nám og framtíðarstörf í uppvextinum. „Á tímabili langaði mig að verða sálfræðingur eða kennari, en þegar ég óx meira úr grasi þótti mér slíkar hugmyndir um framtíðina fremur óspennandi,“ segir Klara Sif af hreinskilni. Hún þarf ekki að stunda hefð­ bundna atvinnu frekar en hún vill sökum þess hve hún gerir það gott á OnlyFans. „Ég gæti léttilega lifað á Only­ Fans einu og sér, en ég kýs að gera það ekki. Ég vinn á veitingastað hér á Akureyri og geri það aðallega fyrir félagsskapinn. Ég elska fólkið sem ég vinn með, þau eru frábær hvert og eitt, og við erum eins og lítil fjölskylda.“ Nýtur stuðnings kærastans Klara Sif hefur sýnt ráðdeild eftir að hagur hennar vænkaðist með æ fleiri áskrifendum á OnlyFans. „Frá upphafi hef ég lagt peninga til hliðar til að borga skatt. Fyrst Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Klara Sif segist ung kona sem býr til erótískt efni í vinnu fyrir sjálfa sig. Stór munur sé á því og að vinna fyrir klámiðnaðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ AUÐUNN eyddi ég alveg slatta. Ég var spennt yfir nýfengnu fé og það var óraun­ verulegt að vera allt í einu komin með svona mikinn pening á milli handanna. Í dag er ég orðin spar­ samari og ætla að nota tekjurnar til að flytja til útlanda,“ segir Klara Sif, sem á kærasta sem býr í Lund­ únum á Englandi. „Kærastinn er fullur stuðnings og ég er mjög heppin með hann. Ég ætlaði mér ekkert í samband og var búin að sætta mig við að vera á lausu, en eins og langflestir vita birtist ástin yfirleitt þegar maður vill ekkert með hana hafa,“ segir Klara Sif, sæl og ástfangin. „Ég vil bara eitt í framtíðinni, það er að vera hamingjusöm. Ég er ekki með eitthvert svaka master­ plan yfir það sem ég vil fá út úr líf­ inu, annað en að vera sátt við sjálfa mig og mína nánustu. Hamingjan fyrir mínum hugskotssjónum er einmitt ég og fólkið sem ég elska, saman á fagurri eyju að njóta sam­ verunnar og lifa lífinu.“ Elskar þetta starf Sem stendur er Klara Sif með um 600 áskrifendur á OnlyFans. „Í hreinskilni veit ég ekki af hverju vinsældir mínar stafa, en vilji maður halda í áskrifendahóp sinn þarf að sinna þessu af heilum hug. OnlyFans er alls ekki auð­ fengið fé, þrátt fyrir að vinnan sé spennandi og skemmtileg,“ segir Klara, sem setur inn nýtt efni í hverri viku en líka ljósmyndir og styttri myndbönd á hverjum degi. „Efni mitt á OnlyFans er allt frá undirfatamyndum og mynd­ böndum, nektarmyndum og nektarmyndböndum. Ég tek upp myndbönd af sjálfri mér með kynlífstæki og einstaka sinnum er ég með einhverjum öðrum og tek okkur upp að stunda kynlíf,“ greinir Klara Sif frá. „Ég geri þetta því það hentar mér. Mér finnst þetta skemmti­ legt starf og það er svo gott að geta unnið á sínum eigin forsendum. Ég elska þetta starf þótt það geti verið mjög krefjandi á sama tíma,“ segir Klara Sif og óttast ekki áhrif gjörða sinna á OnlyFans í framtíðinni. „Mín kynslóð er opnari, skiln­ ingsríkari og umburðarlyndari fyrir málaflokknum kynlífi en eldri kynslóðirnar, kannski vegna þess að það er búið að normalísera þessa hluti meira á undanförnum árum. Mér finnst það geggjað. Þetta á ekki að vera feimnismál. Við erum öll okkar eigin mann­ eskjur og eigum að fá að lifa á okkar eigin forsendum, svo lengi sem við særum ekki aðra. Þegar ég byrjaði á OnlyFans hugsaði ég vita­ skuld út í alla möguleika á hvað gæti gerst; hvaða áhrif þetta hefði á framtíð mína, en ég er hvergi smeyk, enda tók ég þessa ákvörðun sjálf og mun alltaf þurfa að lifa með það.“ Hættulegur klámiðnaður Klara Sif er meðvituð um gagn­ rýnisraddir þeirra sem segja klám vera of beldi og sölu á líkama kvenna. „Klámiðnaðurinn getur verið mjög hættulegur konum og það er mikið um mansal og nauðg­ anir á vettvangi klámiðnaðarins og klámsíðna, eins og PornHub. Því hvet ég alla til að kaupa klám frá fólki eins og mér, í stað þess að styðja frítt klám og í leiðinni mansal, nauðganir og misnotkun á stelpum undir lögaldri. Það er mjög mikilvægt að vita hvaðan klám kemur. Sjálf er ég mjög gagnrýnin þegar kemur að þessum hlutum og veit vel að betri kosturinn er alltaf að styðja kyn­ lífsverkafólk eins og mig,“ segir Klara Sif ákveðin. Á OnlyFans hefur hún lent í slæmum samskiptum. „En það er ekkert sem situr í mér. Ég bjóst alveg við því að þar yrðu ekki allir næs eða skilnings­ ríkir. Ég hef lent bæði í græðgi og dónaskap, en þegar slíkt gerist loka ég einfaldlega á viðkomandi. Ég fæ langoftast fyrirspurnir um kynlífs­ myndbönd og það er ekkert mál fyrir mig að verða við því, en sé ég beðin um að gera eitthvað sem ég kæri mig ekki um, þá einfaldlega geri ég það ekki.“ Vill styrkja sjálfsmynd stelpna Helstu fylgjendur Klöru Sifjar á samfélagsmiðlum eru yngri stelpur og konur á hennar aldri. „Á OnlyFans eru það yfirleitt karlmenn. Hversu gamlir þeir eru get ég ekki sagt til um, þar sem langflestir eru þar undir fölsku nafni og engri mynd. Samt sem áður veit ég að margir eru á mínum aldri og eldri. Ég tek eftir því að fólk horfir á mig en hugsa lítið út í hvort það gæti verið áskrifandi eða frá OnlyFans. Ég fæ hins vegar skilaboð þess efnis að menn þekki mig en vilji ekki gefa nánari deili á sér. Það getur verið smá óþægilegt, en eins lengi og ég fæ greitt fyrir mína vinnu er mér slétt sama hver kaupir efnið mitt,“ segir Klara Sif, alveg slök. „Á samfélagsmiðlum langar mig að ná til stelpna og kvenna sem fylgja mér. Unglingar þurfa að díla við ýmsa standarda í dag, sérstak­ lega líkamsímyndina og ég vil láta þær vita að þær séu fallegar eins og þær eru. Við erum allar systur og verðum að standa saman í gegnum allt. Ég vil að þær viti að þær eru sterkar og geti allt sem þær langar að gera, sama hvað öðrum finnst. Fólk mun alltaf hafa skoðun á því hvað maður gerir, en ef við veltum okkur endalaust upp úr áliti annarra munum við aldrei verða hamingjusöm.“ Ber höfuðið hátt Í litlum bæ sem Akureyri þekkja margir mann og annan, en Klara segist lítið finna fyrir því að fólk horfi á hana á götum úti. „Það talar enginn um þetta við mig upp úr þurru, nema nánustu vinir og fjölskylda og þar eru allir fullir stuðnings. Ég er svo heppin með fólkið mitt. Mamma og maðurinn hennar djóka aðallega um að vera umboðsmennirnir mínir, og pabbi og konan hans eru stolt af mér og því hver ég er, sem ung kona í dag. Ég verð ævinlega þakklát fyrir vini mína og ætt­ ingja,“ segir Klara Sif, sátt í sál og sinni. „Mér finnst ekkert óþægilegt að vera þekkt fyrir þetta. Ég er þvert á móti mjög stolt af sjálfri mér og finnst ég standa mig vel í lífinu. Það sem fólk segir um mig, eða finnst um mig, kemur mér ekki við og hefur ekkert með mig að gera. Ég ber höfuðið hátt og geri allt með stolti og af sjálfsöryggi. Það er allt sem ég þarf.“ Ætlar að njóta hverrar mínútu Þegar Klara Sif er ekki að vinna nýtur hún þess að vera ein heima, eða hún fer og ver tíma með fjöl­ skyldu og vinum. „Ég er afar heimakær og elska ekkert meira en að liggja uppi í sófa með kisunum mínum, með gott snarl og horfa á Netflix eða vel valda bíómynd,“ segir hæst launaða OnlyFans­kona landsins. „Að vera áberandi á sam­ félagsmiðlum snýst auðvitað um einhvers konar athyglisþrá. Ekki alltaf á slæman hátt, en það getur skaðað fólk andlega að nota þessa miðla á rangan hátt. Ég játa fúslega að vilja athygli, en allt sem ég set á mína miðla geri ég fyrir sjálfa mig og engan annan. Ég hugsa ekki um viðurkenningu annarra þar sem ég viðurkenni sjálfa mig alveg nógu vel,“ segir Klara Sif, staðráðin í að halda áfram á OnlyFans. „Lífið er rússíbani svo allt getur gerst, en eins og staðan er núna mun ég halda mínu striki og njóta hverrar sekúndu af því.“ Fylgstu með Klöru Sif á Insta­ gram. Aðgangurinn hennar þar heitir Klarasif. n Ég veit að betri kosturinn er alltaf að styðja við kynlífs- verkafólk eins og mig. 2 kynningarblað A L LT 4. september 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.