Fréttablaðið - 04.09.2021, Síða 28

Fréttablaðið - 04.09.2021, Síða 28
Hlaupin hafa gefið mér svo mikið og verið í raun ómissandi þáttur í lífi mínu síðan ég hóf að hlaupa. Ingunn Sighvatsdóttir. Berlín er nánast fullkomin hlaupaborg, að sögn Ingunn- ar Sighvatsdóttur sem hefur búið þar síðan 2011. Hlaup eru hennar helsta áhugamál en borgin býður upp á ótal skemmtilegar hlaupaleiðir. starri@frettabladid.is Ingunn Sighvatsdóttir hóf að hlaupa eftir kúm og kindum í sveitinni heima í Biskupstungum, en hefur undanfarin ár hlaupið um stræti og garða Berlínarborgar í Þýskalandi þar sem hún hefur búið síðan 2011 ásamt fjölskyldu sinni. Hún tók fram hlaupaskóna árið 2012 og hefur síðan þá tekið þátt í nokkrum maraþonhlaupum og styttri hlaupum í borginni og víðar. Hlaupin eru fyrir löngu orðin að lífsstíl hjá henni og eru að hennar sögn ómissandi mótvægi við annan eril í lífinu, auk þess að vera besta og ódýrasta sjúkratrygging sem hægt er að hugsa sér. Hún segir Berlín vera nánast full- komna hlaupaborg. „Hér eru götur og gangstéttir breiðar, umferðin er viðráðanleg og mikið af görðum, skógum og síkjum sem hægt er að hlaupa í og með fram, jafnvel í mið- borginni. Möguleikarnir eru ótelj- andi og því auðvelt að hafa mikla fjölbreytni í hlaupunum. Áður en ég flutti hingað bjó ég á Ítalíu og segja má að tilraunir mínar til að hefja hlaup þar hafi alltaf endað illa sökum hita, mikillar umferðar og þröngra gangstétta.“ Frábær borg Eftir að hafa stundað söngnám og lokið námi í þýsku við Háskóla Íslands flutti hún til Þýskalands árið 1992. Eftir nokkur ár í Ham- borg og München færði hún sig um set til Ítalíu þar sem hún kynntist manninum sínum, en saman eiga þau tvö börn. „Ég hef alla tíð unnið í heimi klassískrar tónlistar og 2011 fluttum við til Þýskalands, þar sem ég hef unnið síðustu tíu árin sem umboðsmaður óperusöngvara, hljómsveitarstjóra og leikstjóra hér í Berlín. Ég kann mjög vel við mig í Berlín því borgin hefur allt það sem stórborg býður upp á, en er um leið líka mjög græn og róleg í samanburði við aðrar evrópskar stórborgir. Borgin býður líka upp á mikla möguleika varðandi úti- vist, en hér eru skógar og mörg vötn, bæði í borginni sjálfri og í nágrenni hennar.“ Margar skemmtilegar hlaupaleiðir Það var árið 2012, eða 20 vinnuár- um og tveimur börnum síðar, eins og hún orðar það, sem hún byrjaði að hlaupa. „Ég rakst á innlegg á Facebook-grúppunni „Íslend- ingar í Berlín“ þar sem nokkrar íslenskar stelpur voru að setja á fót hlaupahóp og skráði mig til leiks. Keppnisskapið vaknaði aftur til lífsins og skömmu síðar skráði ég mig í fyrsta 10 km hlaupið. Næst var það fyrsta hálfmara- þonið og árið 2014 vann ég í Ómissandi mótvægi við eril lífsins Fjölskyldan saman á góðri stundu í sumarfríi á Ítalíu í sumar. Frá vinstri eru Nora Líf, Natan Arnór, Cosimo og Ingunn. Ingunn Sighvatsdóttir, fyrir miðri mynd, tók þátt í maraþonhlaupi í Berlín síðasta vor. MYNDIR/AÐSENDAR Þreföld virkni Firming línan frá Lavera er með þrefalda virkni af Hyaluronic sýrum sem binda mikinn raka í húðinni ásamt því að stinna hana. Húðin mýkist og fær fallegan ljóma. Firming línan stuðlar að heilbrigðri húð og minnkar myndun fínna lína. Vegan vottuð. 100 % certified natural personal care lotteríinu og fékk pláss í Berlínar- maraþoninu. Á sama tíma byrjaði ég að hlaupa með hlaupahópi hjá íþróttafélaginu SCC, sem meðal annars skipuleggur Berlínar- maraþonið og fleiri hlaup í Berlín. Það er mjög mikið úrval af skemmtilegum hlaupaleiðum í Berlín og lítið mál að velja nýja leið á hverjum degi,“ segir Ingunn. „Ég bý rétt hjá Teltow síkinu og hleyp oft með fram því, stundum snemma morguns fyrir vinnu. Hlaupahópurinn minn hleypur alltaf í Grunewald, sem er stór skógur í útjaðri borgarinnar sem inniheldur nokkur stöðuvötn. Auk þess notum við hlaupabraut í Mommsenstadium fyrir „inter- val“-hlaup einu sinni i viku. Þar sem ég vinn í miðborginni, nálægt Brandenborgarhliðinu, hleyp ég borgarhlaup einu sinni í viku með vinkonum mínum eftir vinnu. Það er sérstaklega skemmtilegt að hlaupa í miðborginni yfir veturinn þegar borgin er ljósum prýdd á kvöldin.“ Covid sett strik í reikninginn Frá því Ingunn hóf að hlaupa árið 2012 hefur hún tekið þátt í fjölda hlaupa í borginni og meðal annars hlaupið tvisvar í Berlínar-mara- þoninu. „Í Berlín eru tvö öflug félög sem skipuleggja mörg hlaup í borginni, SCC og Berlin läuft. Ég er með öruggt pláss í öllum hlaupum sem SCC skipuleggur, en það er innifalið í árgjaldinu. Auk þess hef ég líka hlaupið flest hlaupin sem Berlin läuft skipuleggur. Covid hefur náttúrulega sett stórt strik í reikninginn hvað varðar skipulögð hlaup síðastliðið ár og nánast öllum hlaupum verið aflýst. Hlaupahópurinn minn hefur þó verið duglegur að hlaupa, hvort sem við hlaupum ein eða saman eftir æfingaplani. Svo skráði ég mig í lok síðasta árs í Abbott Global Run Club sem er hlaupaklúbbur á netinu. Boðið er upp á ýmis hlaup, stutt og löng, sem þátttakendur skrá sig í. Ég hljóp til dæmis maraþonhlaup 1. maí og þá færðist tíminn af úrinu inn á síðu klúbbsins. Fólk hljóp um allan heim maraþonhlaup þennan dag, en sigurvegarinn hljóp í Kanada.“ Stefnir á sex stóru Ýmis skemmtileg hlaup eru fyrir- huguð í haust og í vetur. „Næst á dagskrá er Berlínar-maraþonið 26. september og svo átti ég alltaf pláss í Tókýó-maraþonhlaupinu 2020 sem búið er að fresta til ársins 2022. Annars hef ég sett mér það langtímamarkmið að hlaupa öll sex Abbott hlaupin, en það eru maraþonhlaup sem eru haldin í Berlín, Tókýó, Boston, New York, London og Chicago. Ég hef lokið Berlín, New York og Chicago og ef ég næ Tókýó á næsta ári þarf bara að klára Boston og London. Við sjáum til hvort það gangi upp. En hvort sem það tekst eða ekki þá er aðalatriðið að hlaupin hafa gefið mér svo mikið og verið í raun ómissandi þáttur í lífi mínu síðan ég hóf að hlaupa.“ n 4 kynningarblað A L LT 4. september 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.