Fréttablaðið - 04.09.2021, Side 35

Fréttablaðið - 04.09.2021, Side 35
Sækið um og finnið nánari upplýsingar á starf.or.is. Umsóknarfrestur er 30. september 2021. Fjármálasérfræðingur rannsóknarverkefna Sérfræðingur í rannsóknarverkefnum Hefur þú alla þræði í hendi þér? Við leitum að fjármálasérfræðingi til að skipuleggja og bera ábyrgð á fjárhagslegu utanumhaldi rannsóknar- verkefna. Starfið felur í sér mikil samskipti við styrkveitendur og samstarfsaðila innanlands sem utan, uppgjör verkefna, þróun og mótun ferla, og upplýsingamiðlun. Hefur þú brennandi áhuga á nýsköpun í auðlinda- nýtingu, orku- og veitumálum? Við leitum að sérfræðingi til að stýra og taka þátt í nýsköpunarverkefnum. Þetta er skapandi vinna, þvert á fyrirtæki OR samstæðunnar, við að koma auga á tækifæri og breyta þeim í verðmæti. Taktu þátt í að skapa sjálfbæra framtíð Nýsköpun í orku- og veitumálum er lykill að sjálfbærri framtíð. OR er í fararbroddi í sjálfbærri nýtingu auðlinda. Við viljum vera þar áfram og óskum eftir lausnamiðuðu fólki í skapandi og sterkt teymi. Sækið um og finnið nánari upplýsingar á starf.or.is. Umsóknarfrestur er 30. september 2021. Yfirverkefnastjóri Coda Viltu leiða stóraukna kolefnisförgun á heimsvísu? Verkefnastjóri kolefnisförgunarverkefna Coda, móttöku- og förgunarstöð fyrir CO2, leggur grunninn að nýrri loftslagsvænni atvinnugrein en þar mun Carbfix-tækninni verða beitt til að farga CO2 á stærri skala en áður. Við leitum að drífandi og reynslumiklum leiðtoga til að hafa yfirumsjón með uppbyggingu stöðvarinnar, m.a. hvað varðar leyfisferla, undirbúning og hönnun, framkvæmdir, alþjóðleg viðskiptasambönd, fjármögnun, o.fl. Verkefnastjóri þarf að hafa góða yfirsýn og ástríðu fyrir lausn loftslagsvandans. Hlutverk hans er að leiða frumkvöðlaverkefni á sviði kolefnisförgunar frá undirbúningsstigum, gegnum hönnun og framkvæmd, gera kostnaðaráætlanir og verksamninga, sjá um samskipti við hagsmunaaðila, o.fl. Carbfix leitar að metnaðarfullu fólki sem vill leggja sitt af mörkum í loftslagsbaráttunni og stórauka kolefnisförgun á heimsvísu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.