Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2021, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 04.09.2021, Qupperneq 66
Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararstjóri Í dag telur söfnuður Fríkirkjunnar um ellefu þúsund meðlimi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fríkirkjan í Reykjavík hefur vaxið hratt á undanförnum árum og er loksins orðið tímabært að prestar kirkjunnar verði fleiri en einn. arnartomas@frettabladid.is Fríkirkjan í Reykjavík stendur frammi fyrir tímamótum á sunnudaginn 5. sept- ember, þegar dr. Sigurvin Lárus Jónsson verður settur prestur við kirkjuna. Það verður í fyrsta skipti í sögu Fríkirkjunnar þar sem prestar hennar verða fleiri en einn í fullu starfi, en kirkjan hefur vaxið mikið síðan Sr. Hjörtur Magni Jóhanns- son tók við fyrir 23 árum síðan. „Við vorum tæplega fimm þúsund þegar ég tók við en í dag telur söfnuður- inn um 11 þúsund, svo við hljótum að vera að gera eitthvað rétt,“ segir Hjörtur. „Þessi ráðning á að fela í sér aukna þjón- ustu, sem veitir ekki af, því það er mikið leitað til okkar bæði í gleði og sorg.“ Hjörtur telur að vinsældir Fríkirkj- unnar megi meðal annars rekja til þeirrar víðu sýnar sem hún leitast við að temja sér. „Við leggjum áherslu á víð- sýni, umburðarlyndi og frjálslyndi, og leggjum mikla áherslu á að mannrétt- indi séu ofar trúarlegum kreddum,“ segir hann. „Kristur sjálfur setti manngildið ofar trúarstofnunum og trúarboðum lögmálshyggju, hvað þá bókstafshyggju.“ Þar að auki segir Hjörtur að tilraunir í messuhaldi laði einnig fólk að. „Við bjóðum til að mynda upp á djasstónlist í messunum okkar, sem hefur vakið mikla lukku. Tónlistin er einn af okkar styrk- leikum.“ Frelsi frá veraldlegu valdi Þá segir Hjörtur að merk saga Fríkirkj- unnar hafi ekki fengið að njóta sín sem skyldi. „Við höfum starfað á þremur öldum og það vita það kannski ekki allir, en Fríkirkjan var hluti af sjálfstæðis- baráttu Íslendinga,“ segir hann. „Að við fengum sjálfstæði, ekki bara trúar- legt, heldur frelsi undan öllu veraldlegu auðvaldi. Trúfélög eiga ekki að vera háð ríkisvaldi, hvorki dönsku né íslensku, lýðræði og jafnræði á að ríkja.“ Aðspurður um hvernig það hafi verið að sinna jafnstórum söfnuði einn, segir Hjörtur: „Ef við myndum miða út frá þjóðkirkjunni eða eitthvað slíkt, ættu líklega að vera hérna allavega þrjú stöðu- gildi, en við greiðum sjálf laun okkar presta, ólíkt því sem er í söfnuðum þjóð- kirkjunnar “ segir hann. „Álagið er búið að vera mikið í gegnum árin, svo það er kærkomið að fá jafnhæfan og færan mann og Sigurvin er. Hann er einn af okkar færustu guðfræðingum, bæði hámenntaður og snillingur í mann- legum samskiptum.“ Trúverðugt trúfélag Sigurvin hefur sjálfur starfað við Frí- kirkjuna í Hafnarfirði undanfarin tvö ár, auk þess sem hann er með kennslustöðu í Þýskalandi, þar sem hann sinnir kennslu í nýja-testamentisfræðum. Hann tekur undir með Hirti um hve mikilvæg víðsýni Fríkirkjunnar sé velgengni hennar. „Fríkirkjan er trúverðugt trúfélag. Þetta er lítil kirkja með látlausa umgjörð en skýra sýn,“ segir hann. „Í mínum huga er engin tilviljun að það höfði til fólks að hún sé látlaus og gagnsæ. Síðan er hug- sjón kirkjunnar ótrúlega nútímaleg, eins og ég mun fara yfir í prédikun minni á sunnudaginn. Kirkjan hefur verið áber- andi í umræðunni um trúfrelsi, lýðræði, kynjajafnrétti og hugmyndinni um jafn- ræði stétta.“ Sigurvin segir að ofangreind stef rími mjög vel við upphaf 21. aldarinnar. „Fólk hefur verið að kalla eftir trúverðugri kirkju og Fríkirkjan hefur mætt þeirri þörf á undanförnum árum,“ segir hann. „Það hefur birst með afgerandi hætti, til dæmis í afstöðunni í garð mann- réttindabaráttu hinsegin fólks. Það er engin spurning í mínum huga að hluti af aðdráttarafli Fríkirkjunnar sé afgerandi afstaða Fríkirkjunnar með mannrétt- indum og kærleikanum.“ Einn af þeim hlutum sem Sigurvin mun fjalla um í predikun sinni á sunnu- dag er aukin fjölmenning sem hluti af raunveruleika okkar. „Aukin fjölmenning kallar á aukið menningarlæsi og aukið umburðarlyndi,“ segir hann. „Fríkirkjan hefur sýnt í verki að hún er tilbúin að vinna í samstarfi með öðrum trúfélög- um og trúarbrögðum og umburðarlyndi gagnvart öðrum lífsskoðunum eins og húmanisma. Eitt mest afgerandi verkefni 21. aldarinnar er að snúa ekki til baka í það samfélag að allir hugsi eins, heldur einblína frekar á það sem sameinar okkur en það sem sundrar okkur.“ ■ Fríkirkjan í Reykjavík fær kærkominn liðsauka Þetta er lítil kirkja með látlausa umgjörð en skýra sýn. Sigurvin Lárus Jónsson. 1882 New York er raflýst, fyrst allra borga í heiminum, að tilstuðlan uppfinningamannsins Edisons. 1943 Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness kemur út. 1949 Kirkja er vígð í Möðrudal á Fjöllum. 1954 Þverárvirkjun í Steingrímsfirði er vígð. 1969 Björgvin Halldórsson, 18 ára, er kosinn poppstjarna ársins á popphátíð í Laugardalshöll í Reykjavík. 1984 Níunda hrina Kröfluelda hefst. 1989 Mótmæli hefjast í Leipzig í Þýskalandi. 1994 Kansai-flugvöllur er opnaður í Ósaka í Japan. 1995 Fjórða heimsráðstefna kvenna er sett í Peking í Kína. 1998 Google er stofnað af Larry Page og Sergey Brin, nemendum við Stanfordháskóla. 2004 Endurgerða víkingaskipið Havhingsten frá Glen- dalough er sjósett í Hróarskeldu. Merkisatburðir Sigurvin og Hjörtur eru sammála um mikilvægi víðsýni í starfi. MYND/EGGERT GUNNARSSON 26 Tímamót 4. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐTÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 4. september 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.