Fréttablaðið - 17.07.2021, Síða 2

Fréttablaðið - 17.07.2021, Síða 2
Í fréttunum var viðtal við gamla konu sem líkti eyðileggingunni við ástandið í seinni heimsstyrjöldinni. Kristín Hall- dórsdóttir í Königswinter Oberpleis. Flækjustig á flugvellinum „Þessi smit sem eru að dreifast núna frá landa mærunum eru aðal lega frá Ís lendingum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem boðar tillögu um hertar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Enn hefur ekki verið opnað fyrir sjálfsinnritun á Keflavíkurflugvelli. Allir farþegar þurfa að sýna PCR-próf eða bólusetningarvottorð. Miklar raðir myndast því farþegar geta heldur ekki fengið rafrænan flugmiða í símann og farið beint í öryggisleit. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KRÍT 23. JÚLÍ - 03. ÁGÚST FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ: 95.900 KR. *Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 1 BARN. FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA. FLUG, SKATTUR OG HANDFARANGUR FLUG EINGÖNGU VERÐ FRÁ: 69.900 KR. * WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS svavamarin@frettabladid.is FERÐAMENN „Ferðamönnum hefur fjölgað og við finnum gríðarlegan mun þar sem stanslaust streymi er í kirkjuna,“ segir Sigríður Hjálmars- dóttir, framkvæmdastjóri Hall- grímskirkju. Hallgrímskirkjusókn varð fyrir miklu tekjufalli í heimsfaraldr- inum, einna helst vegna hruns í ferðamannastraumi til landsins. Tekjur af aðgangseyri, sem gestir sem fara upp í Hallgrímskirkjuturn eru rukkaðir um, hafa verið helsta tekjulind kirkjunnar undanfarin ár. Námu tekjur þessar um það bil 200 milljónum króna árið 2016, að því er fram kom í frétt í Frétta- blaðinu það ár. Eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrrasumar var Hallgrímskirkju- sókn eina kirkjusóknin á lista Vinnumálastofnunar yfir fyrirtæki með f leiri en sex starfsmenn, sem nýttu hlutabótaleið stjórnvalda. Sigríður segir að f jölgað hafi verið í starfsliði kirkjunnar á ný. „Við héldum eftir tveimur kirkju- vörðum sem voru á hlutabótaleið, en þau eru komin í hundrað pró- sent vinnu aftur, sem og tveir nýir starfsmenn sem voru ráðnir.“ n Stanslaus straumur upp turninn á ný og Hallgrímskirkja réttir úr kútnum Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmda- stjóri Hallgríms- kirkju. ingunnlara@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Íbúi í Mývatnssveit segir aðstæður á vegum þar  stór- hættulegar. Tvær fjölskyldur lentu í árekstri austan við Námaskarð í gær. Ítali var lagður inn á sjúkrahús með áverka á bringu og fótlegg. „Þetta var harkalegur árekstur en ég hef séð verri slys á þessu svæði,“ segir Marcin Kozaczek, slökkviliðs- maður og íbúi á Mývatni. Marcin segir nær alla vegi á Norðurlandi eystra bjóða hætt- unni heim. „Vegirnir eru holóttir og ferðamenn keyra um þessi vegi á fullri ferð og eru margir teknir fyrir hraðakstur. Ég fer kannski tíu sinnum á dag til að hreinsa vegina og á meðan við reynum að hægja á umferð koma ferðamennirnir á fleygiferð og gefa manni puttann.“ Aðspurður segir Marcin veginn frá Mývatni að Jökulsá á Fjöllum vera sá hættulegasti á Íslandi. „Fjöl- skyldurnar sluppu til allrar lukku ómeiddar eftir slysið í gær. En ef þessir vegir eru ekki teknir í gegn þá getum við átt von á banaslysi.“ n Styttist í banaslys Bílarnir voru stórskemmdir. MYND/MARCIN KOZACZEK „Fólk veit ekki hvort vinir og vandamenn hafi verið í hús- unum sem eyðilögðust,“ segir Kristín Halldórsdóttir, sem býr á flóðasvæðunum í Þýska- landi. Minnst 120 eru látnir eftir hamfarirnar í vestan- verðri Evrópu. Í héraðinu Ahrweiler eru allt að þrettán hundruð manns ófundnir. gar@frettabladid.is thorgrimur@frettabladid.is HAMFARIR „Það eru allir mjög slegnir og mikið óvissuástand. Heilu þorpin hafa verið rýmd,“ segir Kristín Hall- dórsdóttir, sem býr í Königswinter Oberpleis nærri Bonn og ekki langt frá Ahrweiler, Euskirchen, Erftstadt og Schuld, sem urðu einna verst úti í hamfaraflóðunum sem kostað hafa yfir eitt hundrað manns lífið í Þýska- landi. „Fólk veit ekki hvort vinir og vandamenn hafi verið í húsunum sem eyðilögðust og fólkið sé látið þar eða í fríi í útlöndum. Enginn veit í rauninni enn þá hvað margir létust,“ segir Kristín. Að því er Kristín segir er rafmagn og símasamband ýmist ekki gott eða algjörlega farið. „Þar sem straumur fór af öllu þurfti að f lytja alla sjúklinga úr sjúkrahúsi á annað sjúkrahús. Það þurfti að bera sjúklingana í rúm- unum niður stiga því lyftur virkuðu ekki. Í fréttunum var viðtal við gamla konu sem líkti eyðilegging- unni við ástandið í seinni heims- styrjöldinni,“ segir Kristín, sem segir úrkomuna hafa verið gífurlega. „Ég er búin að búa hér síðan 1993 og aldrei upplifað aðra eins rigningu. Það varð allt á floti hér á augabragði.“ Að minnsta kosti 120 manns hafa látist í Vestur-Evrópu vegna hamfaraflóðanna, þar af hundrað í Þýskalandi og tuttugu í Belgíu. Flóð- in hafa einnig náð til Lúxemborgar og Hollands. Rín og fleiri stórfljót hafa f lætt yfir bakka sína vegna mestu úrhellisrigningar síðustu öldina og hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu. Yfirvöld í þýska sam- bandsríkinu Rínarlandi-Pfalz segja að allt að 1.300 manns séu ófundnir eftir hamfarir í héraðinu Ahrweiler. Filippus Belgakonungur fór í heimsókn til bæjarins Chaudfonta- ine, sem hefur orðið fyrir gríðarlegu tjóni vegna flóðanna, á fimmtudag- inn til að votta hinum látnu virðingu sína ásamt Matthildi Belgadrottn- ingu. „Við erum enn að bíða eftir endanlegu mati en þessi flóð kunna að vera þau verstu sem landið okkar hefur nokkurn tímann orðið fyrir,“ sagði forsætisráðherrann, Alexander De Croo. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, taldi að f lóðin væru loftslagsbreytingum um að kenna. „Við getum aðeins haldið böndum á atburðum sem þessum þegar við ráðumst í aðgerðir gegn loftslags- breytingum.“ Loftslagsvísindamenn eru á sama máli um að aukinn hiti geti leitt til aukinnar og ofsafengnari úrkomu. n Enginn veit hversu margir eru dánir eftir hamfarirnar Byggingar og bílar í bænum Schuld í Þýskalandi illa leikin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2 Fréttir 17. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.