Fréttablaðið - 17.07.2021, Síða 4

Fréttablaðið - 17.07.2021, Síða 4
BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK. 9.202.300 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 fanndis@frettabladid.is COVID-19 Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir hefur ekki sérstakar áhyggjur af þátttöku Íslands í Ólympíuleikunum í Japan, sem hefjast næsta föstudag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir víða í Japan vegna stöðu farald- ursins í landinu. Nýlega var tilkynnt um fleiri smit þar á einum degi en greinst hafa í landinu í sex mánuði. Ólympíuleikar geti dreift miklu smiti eins og EM Þórólfur Guðna- son sóttvarna- læknir. „Þetta eru bara keppendur og fólk í kringum þá sem er að fara. Þetta er ekki stór hópur og allir bólusettir. Þannig að ég hef engar sérstakar áhyggjur af því fyrir okkur, en auð- vitað eru margar þjóðir sem hafa áhyggjur af því,“ segir Þórólfur. Aðspurður um hættuna sem af því stafar að stefna fólki alls staðar að á einn stað, nefnir Þórólfur nýlokið Evrópumót í knattspyrnu sem dæmi. „Það var mikil smitupp- spretta þar. Það var til dæmis mikill fjöldi Finna sem fór til Sankti Péturs- borgar á völlinn og smitaðist þar og kom til baka með smit,“ segir hann. Ísland hafi heldur ekki farið var- hluta af þessu. „Nú höfum við séð að fólk sem fór héðan á úrslitaleikinn í Lundúnum, helgina sem úrslitaleikurinn var, kom til baka með smit. Allar svona samkomur geta verið uppspretta fyrir mikla dreifingu.“ n Þrátt fyrir að notkun rafmagns sem orkugjafa sé ákjósanleg- ust, er það ekki alltaf raunhæft eða tæknilega mögulegt. Ráð- gjafarfyrirtækið Ice Fuel hefur unnið skýrslu sem snýr að fýsileika framleiðslu rafelds- neytis hér á landi. thg@frettabladid.is ORKUMÁL Eina leiðin til að uppfylla markmið og skyldur Íslands í lofts- lagsmálum, felst í orkuskiptum í samgöngum. Mikilvægt er að hefja strax framleiðslu eldsneytis með rafgreiningu, sama hvort það heitir vetni, metan, metanól eða hefð- bundin hráolía. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýlegri skýrslu Ice Fuel, sem unnin var fyrir hönd Þróunarfélags Grundartanga. Í skýrslunni kemur fram að raf- magn sé ávallt besti valmöguleik- inn sem orkugjafi samgöngu- og farartækja. Hins vegar sé það ekki alltaf raunhæft og því sé nauðsyn- legt að byggja upp framleiðslu á raf- eldsneyti hér á landi. Í skýrslunni er rafeldsneyti skil- greint sem „kolefnishlutlaus orku- gjafi sem nýtist til samgangna eða þar sem ekki er fýsilegt að nota rafmagn beint“, en þar er vísað til metanóls, metans, vetnis eða jafnvel bensíns sem unnið er með rafgrein- ingu, knúinni af endurnýjanlegri orku. Til þess er Fischer Tropsch- efnahvarfið notað. Sú tækni sem nýtt er til að fram- kalla Fischer Tropsch-efnahvarfið er ekki ný af nálinni. Til að mynda nýttu Þjóðverjar sömu aðferð til að búa til hráolíu úr kolum í síðari heimsstyrjöldinni. Á Íslandi yrði hins vegar hrein orka nýtt til að búa til bensín, dísilolíu og einna helst f lugvélaeldsneyti úr vetni og kolmónoxíði, sem að sögn Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmda- stjóra Ice Fuel, yrði kolefnishlutlaus framleiðsla. „Það er ekki einhver ein tegund rafeldsneytis sem passar fyrir allar samgöngur á sjó, landi og í lofti. Það þarf mismunandi lausnir fyrir mis- munandi samgöngumáta. Það er til að mynda óraunhæft að skipta út fiskiskipum og f lugvélum til skemmri tíma,“ segir Bjarni. Amm- oníak mætti til dæmis nota sem orkugjafa fraktskipa. „Fiskiskipin eru hins vegar full af græjum og mannskap. Sem stendur myndi ammoníak ekki ganga á fiskiskip, rúmmál þess er tvöfalt meira en olíu sem notuð er á skip í dag.“ Bjarni bendir á að öll teikn séu á lofti um það að jarðefnaeldsneyti verði bannað í Evrópu fyrir 2050. „Fyrir okkur Íslendinga er mjög mikilvægt að hefja þessa vegferð í orkuskiptum fyrr en síðar. Ekki síst til að tryggja orkuöryggi, sem er undirstaða annarra mikilvægra þátta, eins og matvælaöryggis. Vetnið er þó grunnurinn að þessu öllu, vegna þess mikla aðgengis að endurnýjanlegri orku sem við búum yfir á Íslandi,“ segir Bjarni. Í ljósi þess að almenn rafmagns- notkun á Íslandi hefur um langa hríð verið knúin af hreinni orku, hefur Ísland í raun enga aðra kosti en að leggja mikla áherslu á orku- skipti í samgöngum, til að ná þeim markmiðum sem liggja fyrir í Parísar sáttmálanum. „Framleiðsla rafeldsneytis hér á landi er eina leiðin til að ná mark- miðum okkar í kolefnishlutleysi. Vegna þess að við erum svo óhepp- in, ef svo má að orði komast, að fyrri orkuskipti við kyndingu og annað slíkt geta ekki farið fram, við getum því ekki dregið úr losun þar. Sam- göngur eru það eina þar sem við getum bætt okkur í raun og veru.“ n Ísland þarf að framleiða rafeldsneyti Þróunarfélag Grundartanga lét vinna skýrslu um framleiðslu rafeldsneytis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR thorgrimur@frettabladid.is SAMGÖNGUR Stærstur hluti Íslend- inga ferðast til vinnu eða skóla á einkabíl, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í gær. Alls nýta um þrír fjórðungar lands- manna sér þennan ferðamáta, en aðrir fara fótgangandi, á reiðhjóli eða með almenningssamgöngum. Niðurstöðurnar eru í takti við það sem mældist í sams konar könnun fyrir þrettán árum. Konur virðast ólíklegri en karlar til að ferðast til vinnu eða skóla á reiðhjóli. Einnig er talsverður munur eftir aldurshópum, en fólk yfir fimmtugu er líklegra en hið yngra til að fara fótgangandi og fólk undir fertugu líklegra til þess að nýta sér aðra ferðamáta. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að keyra en landsbyggðarfólkið, en íbúar miðbæjarins nota þó bíla í mun minna mæli en aðrir borgar- búar. n Flestir keyra enn í vinnuna Fyrir okkur Íslendinga er mjög mikilvægt að hefja þessa vegferð í orkuskiptum fyrr en síðar. Ekki síst til að tryggja orkuöryggi. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmda- stjóri Ice Fuel. adalheidur@frettabladid.is NÁTTÚRUVERND Umhverfisstofnun mun framlengja lokun Gróttu í Sel- tjarnarnesbæ fyrir umferð gesta til 31. júlí og biður fólk að virða við- kvæmt  fuglavarp á svæðinu um þessar mundir. Um skyndilokun á svæðinu er að ræða, að því er segir á vef Umhverfis stofnunar. Svæðið í Gróttu er skilgreint sem friðland  og samkvæmt auglýs- ingu er umferð óviðkomandi bönn- uð frá 1. maí til 15. júlí. Umhverfis- stofnun hefur hins vegar ákveðið að framlengja þá lokun um hálfan mánuð, vegna hættu á  verulegri röskun á fuglalífi ella. n Lokun í Gróttu framlengd út júlí Mikið fuglavarp er í Gróttu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 4 Fréttir 17. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.