Fréttablaðið - 17.07.2021, Síða 8

Fréttablaðið - 17.07.2021, Síða 8
Götur miðborg- arinnar hafa tekið stakka- skiptum á aðeins örfáum vikum og eru nú óðum að fyllast af erlendum ferða- mönnum og gagg- andi hjóla- töskum. Í ljós kom að þótt fylgst væri með fólki svindlaði það ekkert síður. Jón Þórisson jon@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar Það er lyginni líkast að Ísland skuli vera komið á þann stað að hafa nær lokið bólusetningu allra þeirra sem til stóð að bólusetja. Öll sú framkvæmd er þeim sem að henni komu til sóma. Það skal viðurkennt að ekki leit vel út með aðgang að bóluefni framan af, en margt lagðist okkur til. Samflot með Evrópuríkjum reyndist farsælt og ákvarðanir ríkja í grenndinni um að nota ekki hin og þessi bóluefni urðu til þess að meira kom í okkar hlut. Það er sömuleiðis lygilegt hversu öflug viðspyrna efnahagslífsins ætlar að reynast, aðeins örfáum mán- uðum eftir að tugþúsundir manna gengu um atvinnu- lausir og fyrirtæki sem áður stóðu í fullum blóma, felldu lauf og lognuðust út af í dvala. Þó enn séu allt of margir atvinnulausir gátu fáir séð þetta fyrir. Götur miðborgarinnar hafa tekið stakkaskiptum á aðeins örfáum vikum og eru nú óðum að fyllast af erlendum ferðamönnum og gaggandi hjólatöskum. Forsvarsmenn bílaleiga vitna um góða bókunarstöðu og sums staðar í dagatalinu er uppselt. Þessir erlendu gestir fara nú um allt land og glæða efnahag gististaða, veitingahúsa og ferðamannastaða lífi á ný eftir fimbul- vetur. Fólk streymir af atvinnuleysisskrá og nýverið kom fram að hlutfall atvinnulausra hafi fallið úr 9,1 prósenti í maí, niður í 7,4 prósent í júní. Atvinnulausum hafi því fækkað um rúmlega þrjú þúsund á einum mánuði. Í frétt Fréttablaðsins í vikunni kom fram að Ferða- málastofa geri ráð fyrir að ferðamannafjöldinn á Íslandi verði svipaður í ágústmánuði og var fyrir faraldurinn. Þær áætlanir ganga út á að 200 þúsund erlendir ferðamenn heimsæki Ísland í ágúst. Þá sé ráð fyrir því gert að 890 þúsund erlendir ferðamenn sam- tals sæki landið heim á árinu og verði um tvær milljónir á því næsta. Þær verða varla öflugri viðspyrnurnar, verði sú raunin. En þetta er ekki vandalaust. Ásberg Jónsson, forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Nordic Visitor, sagði í viðtali í Markaðinum í vikunni að ýmis vand- kvæði fylgi því að ferðaþjónustan hrökkvi svo snögg- lega í gang. „Það má segja að það sé umframeftirspurn eftir því að ferðast til Íslands, sem virðiskeðjan nær ekki að anna. Það vantar bílaleigubíla, erfiðlega gengur að ráða starfsfólk og ekki er hægt að skipuleggja stórar hópferðir með skömmum fyrirvara. Mörg fyrirtæki eru löskuð og eiga erfitt með að koma sér í gang,“ segir Ásberg. Hann segir að nú berist bókanir með stuttum fyrirvara. „Allt tekur lengri tíma. Það er töf á svörum frá birgjum, flug frestast, og fólk er pínu ryðgað eftir langt tímabil í dvala. Það er gríðarlegt álag á starfsfólki í greininni þessa dagana.“ Þetta eru ljúfsárar fréttir. En mitt í öllu þessu er hollt að minnast þess sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn benti á í skýrslu sinni í vor um stöðu landsins, að of mikil áhersla á ferðaþjónustu hafi verið einn helsti veikleikinn þegar faraldurinn brast á. Fleiri hafa tekið í sama streng. Þótt við fögnum komu erlendra ferðamanna á ný, þá ber brýna nauðsyn til að við finnum fleiri körfur til að setja eggin okkar í. Þekking og færni íslensks vinnu- afls er mikil, en þau verðmæti sem sköpuð eru í öðrum greinum en ferðaþjónustu eru ekki samsvarandi. Að því þarf að huga. n Viðspyrnan Slúður hefur á sér illt orð. Árið 2019 fór bæjarstjóri á Filippseyjum í herferð gegn lausmælgi í umdæmi sínu. Ramon Guico III gerði sér lítið fyrir og bannaði slúður í bænum Binalonan. Þeir sem gerðust sekir um að skiptast á sögum um nágrannann – hver var skuldum vafinn, hver átti í framhjáhaldi með hverjum – fengu sekt og urðu að sópa götur bæjarins eitt eftirmiðdegi. Bæjarstjórinn er ekki eini krossfarinn sem hefur ásett sér að fægja almennan orðróm. Við Íslendingar eigum okkar eigin Ramon Guico III. Lögmaðurinn Vilhjálmur Vil- hjálmsson II er ötull baráttumaður fyrir ómþýðri orðræðu. Hann hefur nú tekið upp á sína arma tónlistarmanninn Ingó Veðurguð sem „leitar réttar síns gagnvart þeim sem hafa farið óvarlegum orðum um hann á inter- netinu undanfarnar vikur“, eins og segir í frétt um málið. Þeir Ramon og Vilhjálmur ganga vafalaust hrekklausir fram í hreinsunum sínum. En þótt baráttan gegn slúðri kunni við fyrstu sýn að virðast barátta góðs gegn hinu illa kemur annað í ljós ef betur er að gáð. Ljón í leyni Fyrir 100.000 árum byggðu jörðina að minnsta kosti sex mismunandi afbrigði manna. Nú lifir þar aðeins eitt. Homo sapi- ens. Fyrir 70.000 árum átti sér stað stökkbreyt- ing í heila Homo sapiens, sem gerði honum kleift að tjá sig með mun víðfeðmari hætti en aðrar dýrategundir. Með tungumálinu gat maðurinn skipst á upplýsingum um aðsteðj- andi hættur, sem hjálpuðu honum að lifa af: Hvar lá ljón í leyni? Hvaða sveppategundir voru eitraðar? Svo kann þó að vera að það hafi verið annars konar upplýsingagjöf sem olli því að maðurinn lifði ekki aðeins af, heldur varð að endingu drottnari jarðar. Sagnfræðingurinn og metsöluhöfundurinn Yuval Noah Harari heldur því fram í met- sölubók sinni, Sapiens, að lykillinn að yfir- burðum mannkynsins hafi verið geta hans til að mynda stór samfélög, þorp, bæi og borgir. Í veröld þar sem samfélagið lá til grundvallar því að einstaklingurinn lifði af, var mikil- vægara að vita hver í bænum átti í deilum við hvern og hver var heiðarlegur og hver ekki, en upplýsingar um hvar ljónið vappaði þá stundina. Styrkur hins viti borna manns fólst í hæfileika hans til að slúðra. Harari er ekki einn um þá skoðun að slúður sé undirstaða mannlegs samfélags. Þróunar- sálfræðingurinn Robin Dunbar hefur gert víðtækar rannsóknir á slúðri. Hann telur slúður hafa haft mikilvægu hlutverki að gegna þegar fámennir hópar veiðimanna og safnara urðu að stórum samfélögum fólks sem þekktist ekki innbyrðis. Ekki aðeins var slúður gagnlegt fyrir einstaklinginn sem fékk upplýsingar um hverjum var treystandi og hvern bar að varast, án þess að þurfa að hafa persónuleg kynni af viðkomandi. Slúður setti samfélaginu einnig leikreglur, svo að öllum var ljóst hverslags hegðun þótti ásættanleg og hvað þótti ekki í lagi. Þar með er gagnsemi slúðurs þó ekki talin. Bianca Beersma, félagssálfræðingur við háskóla í Amsterdam, segir slúður veita aðhald. Hún stóð að rannsókn þar sem þátt- takendur köstuðu teningi og unnu fé. Því hærri tölu sem þeir sögðust hafa fengið því hærri upphæð unnu þeir. Aðstæður voru með þrennu móti: 1) Ekki var fylgst með teninga- kastinu svo þátttakandi gat svindlað að vild. 2) Fylgst var með en trúnaði heitið. 3) Fylgst var með og þátttakanda sagt að upplýsingum um framferði hans gæti verið deilt með öðrum. Í ljós kom að þótt fylgst væri með fólki svindlaði það ekkert síður. Þegar þátttakend- ur áttu hins vegar á hættu að framferði þeirra yrði á milli tannanna á fólki, snarminnkaði svindlið. Slúður þykir ekki fínt. Staðreyndin er hins vegar sú að barátta gegn slúðri er barátta gegn siðmenningunni. n Óvarleg orð www.steypustodin.is Sími: 4 400 400 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 17. júlí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.