Fréttablaðið - 17.07.2021, Side 28
bmvalla.is
Smellpassar þú í hópinn?
Verk-eða tæknifræðingur
Húseiningadeild
Umsóknir óskast rafrænt í gegnum Alfreð og er umsóknarfrestur til og með 21. júlí 2021.
Frekari upplýsingar veitir Bergþór Helgason í tölvupósti, beggi@bmvalla.is
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.
Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. á og rekur þrjú dótturfélög sem starfa við
öflun hráefna, framleiðslu, sölu og þjónustu á byggingarmarkaði og við
mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin eru Björgun ehf., BM Vallá ehf. og
Sementsverksmiðjan ehf., og hafa þessi félög rótgróna sögu á Íslandi sem rekja
má allt aftur til fyrri hluta síðustu aldar. Hjá fyrirtækjunum starfa um 200 manns
á starfsstöðvum víða um land en skrifstofa Hornsteins ehf. er á Bíldshöfða 7.
BM Vallá leitar að reyndum bygginga-,tækni-eða verkfræðingi í hönnunardeild
fyrirtækisins, Smellinn. Starfsstöð starfsmanns getur verið að Breiðhöfða 3,
110 Reykjavík eða á starfsstöð BM Vallá á Akranesi.
Jöfn tækifæri
Með jafnréttisstefnunni okkar tryggjum við að starfsfólk hafi
jafna möguleika óháð kyni, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð,
aldurs og fleiri þátta.
Um er að ræða 100% framtíðarstarf en skilgreindur vinnutími er frá kl. 8-16
eða samkvæmt samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Verkefnastjórnun einingaverkefna og
samskipti við viðskiptavini
• Vinna við hönnun forsteyptra eininga og
gerð verkteikninga fyrir framleiðsludeild
• Þátttaka í gerð burðavirkisteikninga
• Önnur tilfallandi verkefni í tækni- og
hönnunardeild
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun í byggingafræði, verkfræði, tæknifræði eða
sambærileg menntun
• Kunnátta og reynsla af tölvuteikningu í Autocad og Revit
ásamt því að geta tileinkað sér hæfni í Impact hönnunarkerfi
er nauðsynleg
• Reynsla af gerð verkteikninga og byggingavinnu er mikill kostur
• Mjög góð tölvukunnátta
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi
Mannauðsstefna
Mikil áhersla er á faglega vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru
hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið
af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis og við viljum gera starfsfólki okkar
kleift að samhæfa vinnu og ölskylduábyrgð.
Aðstoðarmaður
byggingarfulltrúa
Rangárþing eystra auglýsir laust til umsóknar starf að-
stoðarmanns byggingarfulltrúa hjá embætti skipulags- og
byggingarfulltrúa Rangárþings eystra. Aðstoðarmaður
starfar með byggingarfulltrúa við alla almenna meðferð
byggingarmála samkvæmt lögum um mannvirki svo sem
við móttöku og yfirferð séruppdrátta, úttektir, samskipti
við umsækjendur, hönnuði, stofnanir og fleira. Um er að
ræða 100% starf. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er
tilbúinn til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.
Rangárþing eystra hvetur jafnt konur sem karla til að sækja
um starfið. Ráðið er í stöðuna frá og með 1. september 2021.
Helstu verkefni:
• Úttektir og eftirlit með byggingum og framkvæmdum
• Yfirferð sérteikninga
• Skráning mannvirkja, fasteigna og landeigna í skráningar-
forriti Þjóðskrár
• Umsagnir vegna rekstrar- og starfsleyfa
• Skráningar í Mannvirkjagátt
• Samskipti við hönnuði, byggingaraðila, stofnanir og íbúa
• Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Menntun, reynslu og hæfniskröfur:
• B.S/M.s próf svo sem í verkfræði, tæknifræði, byggingar-
fræði, arkitektúr
• Meistararéttindi í iðngrein æskileg
• Reynsla á sviði byggingarmála skilyrði
• Þekking á teikniforritinu Autocad eða sambærilegum
forritum æskileg
• Þekking á lagaumhverfi málaflokksins æskileg
• Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
• Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
• Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð
• Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Jákvæðni í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt því
að eiga auðvelt með að vinna í hópi
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Úlfar Gísla-
son, skipulags- og byggingarfulltrúi á netfanginu ulfar@
hvolsvollur.is.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkom-
andi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar
sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur
fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skulu sendar á
netfangið ulfar@hvolsvollur.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst 2021.
Lögmaður
Embætti borgarlögmanns
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum
og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Starf lögmanns hjá embætti borgarlögmanns er laust til umsóknar.
Í boði er krefjandi og fjölbreytt starf í starfsumhverfi þar sem reynir á góða alhliða þekkingu á flestum réttarsviðum lögfræð-
innar. Áhersla er lögð á símenntun og miðlun þekkingar milli starfsfólks. Hjá embætti borgarlögmanns, sem er með aðsetur í
Ráðhúsi Reykjavíkur, starfa átta lögmenn auk skrifstofustjóra.
Um er að ræða fullt starf og greiðast laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Stéttarfélags lögfræðinga.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ebba Schram borgarlögmaður í gegnum netfangið ebba.schram@reykjavik.is.
Umsóknarfrestur er til 9. ágúst nk.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að
gegna starfinu. Umsóknum skal skila rafrænt á vefsíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is.
Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættispróf eða meistarapróf í lögfræði
• Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi
• Reynsla af málflutningi æskileg
• Þekking á stjórnsýslurétti æskileg
• Þekking á opinberum innkaupum og/eða útboðs- og verk-
takarétti er kostur
• Góð færni til framsetningar máls í ræðu og riti
• Skipuleg og fagleg vinnubrögð
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Lipurð og færni í samskiptum
Helstu verkefni:
• Lögfræðilegar álitsgerðir og ráðgjöf til borgarstjórnar,
borgarráðs, innkaupa- og framkvæmdaráðs, borgarstjóra,
stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar
• Undirbúningur dómsmála og málflutningur
• Meðferð stjórnsýslumála
• Meðferð innkaupamála
• Samningagerð
• Fyrirsvar vegna skaðabótakrafna sem beint er gegn Reykja-
víkurborg
• Uppgjör slysabóta á grundvelli kjarasamninga
Þjónustumaður
Fullt starf Iðnaðarmenn
Viðgerðarmenn óskast í verkefni á Akureyri
sem og í erlend verkefni. Umsóknarfrestur til 6. ágúst.
Sjá nánar á Job
Húsasmiður
Fullt starf Iðnaðarmenn
Húsasmiður eða húsgagnasmiður óskast til starfa.
Næg verkefni framundan. Umsóknarfrestur til 8. ágúst.
Sjá nánar á Job
2 ATVINNUBLAÐIÐ