Fréttablaðið - 17.07.2021, Side 30
Helstu verkefni og ábyrgð
• Umsjón með móttöku og skráningu erinda og skjala
• Samræmir og hefur með höndum skipulag, ábyrgð og umsjón með skjalamálum bæjarins
• Umsjón og eftirlit með skjalastefnu og þróun hennar
• Umsjón með skjalamálum og skjalasafni, málaskrá, málalykli, geymsluskrá
• Eftirfylgni með skjalaskráningu
• Skipulagning og framkvæmd með fræðslu og kennslu í skjalamálum
• Ráðgjöf, stuðningur og þjónusta við stjórnendur og starfsmenn um skjalamál
• Þátttaka í þróun rafrænna skila til Þjóðskjalasafns
• Almenn skrifstofustörf og þjónusta við íbúa og aðra viðskiptavini
• Ýmiss sérverkefni sem upp kunna að koma og starfsmanni eru falin
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem bókasafns- og upplýsingafræði, opinber stjórnsýsla o.fl.
• Góð þekking og reynsla af skjalamálum er skilyrði
• Góð þekking eða reynsla á opinberri stjórnsýslu og málefnum sveitarfélaga er mikilvæg
• Þekking og reynsla af skjalavistunarkerfinu GoPro er mikill kostur
• Góð tölvuþekking og skilningur á öryggis- og upplýsingatækni er nauðsynleg
• Góð samskipta- og samstarfshæfni, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
• Frumkvæði, metnaður og nákvæmi í starfi
• Gott vald á íslensku og ensku ásamt hæfni í tjáningu í ræðu og riti
Tímabundið laust starf
Skjalastjóra Seltjarnarnesbæjar
seltjarnarnes.is
Seltjarnarnesbær auglýsir starf skjalastjóra laust til umsóknar. Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða.
Starfshlutfall er 70-100%.
Leitað er eftir öflugum skjalastjóra til starfa á bæjarskrifstofunni og heyrir starfið beint undir sviðsstjóra
Þjónustu- og samskiptasviðs. Skjalastjóri hefur það hlutverk að leiða skjalamál sveitarfélagsins og ber
ábyrgð á að farið sé eftir gildandi lögum og reglum um skjalavistun. Í boði er áhugavert starf sem reynir
á öguð vinnubrögð, samskiptahæfni og fagmennsku.
Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst nk. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir
ástæðum umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.
Tekið er við umsóknum í gegnum ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is
Nánari upplýsingar veitir María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs
Seltjarnarnesbæjar, maria.b.oskarsdottir@seltjarnarnes.is
Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Launakjör eru samkvæmt
kjarasamningi Seltjarnarnesbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Jafnlaunavottun er í gildi hjá Seltjarnarnesbæ.
Starfsfólk óskast
Fiskvinnsla í Hafnarfirði vantar fólk til starfa.
Ekki er um sumarstarf að ræða.
Áhugasamir sendi póst á netfangið vinna@hamrafell.is
Laugavegur / Smáralind / Kringlan
Úra- og skartgripaverslun
hlutastarf
Við leitum að glaðlyndu, duglegu og traustu starfs-
fólki í verslanir okkar á höfuðborgarsvæðinu.
Vinnutími er annars vegar frá 11:00 til 15:00
og hins vegar frá 15:00 til 19:00.
Starfssvið:
• Sala og þjónusta við viðskiptavini
• Umhirða búðar
Hæfniskröfur:
• Rík þjónustulund og jákvæðni
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Stundvísi og snyrtimennska
• Íslenskukunnátta skilyrði
• Reynsla af verslunarstörfum er kostur.
Við hvetjum 40 ára og eldri til að sækja um.
Fyrirspurnir og umsóknir sendast á
info@jonogoskar.is.
Vinsamlegast sendið ferilskrá með umsókn.
Skrifstofustjóri
Skólameistarafélag Íslands (https://smi.is), vettvangur
framhaldsskólanna og stjórnenda þeirra auglýsir starf
skrifstofustjóra. Um er að ræða 70% starf. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf 1. september 2021. SMÍ þarf
öflugan einstakling með þekkingu á framhaldsskólunum
og reynslu í stjórnun.
Starfssvið m.a:
• Ábyrgð á daglegum rekstri þjónustuskrifstofu
• Stefnumótun í samráði við stjórn og formann
• Samskipti við Mennta- og menningarmálaráðuneytið,
tengdar stofnanir og skóla auk þess að sinna erlendum
samskiptum.
• Undirbúningur og skipulag félagsfunda og námskeiða.
• Stuðningur við félagsmenn
• Söfnun gagna og upplýsinga
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi skilyrði
• Stjórnunar- og rekstrarreynsla æskileg
• Brennandi áhugi á skólastarfi og starfsreynsla úr
framhaldsskóla æskileg
• Þekking á námskrárgerð og kjarasamningum sem lúta
að starfi framhaldsskóla og lagaumhverfi þeirra
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
Launakjör verða í samræmi við kjarasamning BHM
og ríkisins.
Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2021
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá
og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í
starfið. Umsókn skal berast á netfangið smi@smi.is.
Nánari upplýsingar veita Kristinn Þorsteinsson formaður
SMÍ, kristinn@fg.is og Ólafur Hjörtur Sigurjónsson
skrifstofustjóri SMÍ, smi@smi.is