Fréttablaðið - 17.07.2021, Page 40

Fréttablaðið - 17.07.2021, Page 40
Margir ætla að reima á sig íþróttaskóna og spretta úr spori á Vestfjörðum núna um helgina. Þar fer fram Hlaupahátíð, sem hefur fest sig í sessi sem árlegur við- burður. sis@frettabladid.is Guðbjörg Rós Sigurðardóttir er ein þeirra sem standa að Hlaupa- hátíðinni, sem hófst formlega á fimmtudaginn og lýkur á morgun. „Við erum nokkur saman í hlaupa- hópi sem sjáum um að skipuleggja hátíðina í sjálfboðaliðavinnu. Fyrsta Hlaupahátíðin var haldin árið 2009 en þá voru tveir við- burðir sameinaðir, Óshlíðar- hlaupið og Vesturgötuhlaupið. Hún hefur þróast í gegnum tíðina og sjósund og hjólreiðar bæst við á dagskrána,“ segir hún, en hægt er að skrá sig til keppni í ellefu mis- munandi greinum eða taka þátt í þríþraut. „Í þríþrautinni er keppt í sjósundi á föstudegi, hjólreiðum á laugardegi og hlaupi á sunnudegi,“ segir Guðbjörg. Skemmtun fyrir börnin Í dag stendur til að hjóla 55 kíló- metra leið um fjöll og firnindi á fjallahjólum. „Hjólað verður frá Þingeyri, inn Kirkjubólsdal, upp í Álftamýrarskarð, niður Fossdalinn, út Arnarfjörð og svo inn í Dýrafjörð og endað aftur á Þingeyri. Þessi hjólaleið er bæði krefjandi og skemmtileg og margir sem koma á hátíðina eingöngu til að hjóla hana,“ segir Guðbjörg. Á Þingeyri verður boðið upp á 8 kílómetra skemmtihjólreiðar og skemmtiskokk fyrir krakka. Við sundlaugina þar í bæ verður hægt að gera jógaæfingar úti undir berum himni og bakaðar verða vöfflur og allir mega fá eins og þeir vilja, að sögn Guðbjargar. Á morgun verður svokölluð Vesturgata hlaupin, en þar er um þrjár mismunandi vegalengdir að ræða, 45, 24 eða 10 kílómetra. „Það er ýmist lagt af stað frá Þingeyri, Stapadal eða Svalvogs- vita, eftir því hve langt fólk ætlar að hlaupa, en öll hlaupin enda á Sveinseyri. Vesturgatan er hæðótt og því hefur verið brýnt fyrir keppendum að fara varlega, því vegir geta verið mislægir og heldur grófir. Þá eru einhverjir lækir á leiðinni,“ segir Guðbjörg. Lengsta leiðin er frá Þingeyri, upp Kirkju- bólsdal, yfir Álftamýrarheiði og niður í Fossdal. Vestfirðir í tísku Aðsókn á Hlaupahátíðina hefur aukist frá ári til árs, en í fyrra varð að slá hana af vegna veðurs. „Fjöldi manns hefur lagt leið sína vestur til að taka þátt í Hlaupahátíðinni, og ekki skemmir fyrir að Vestfirðir eru í tísku núna. Í ár eru um sex hundruð einstaklingar skráðir til leiks, bæði heimamenn og gestir. Hátíðin er hugsuð þannig að allir geti verið með og haft gaman af, bæði ungir sem aldnir. Það mynd- ast því góð fjölskyldustemning,“ segir Guðbjörg, sem er ánægð með þessa góðu þátttöku. Sjálf er hún mikill hlaupagarpur og er hluti af hlaupahópnum Ridd- arar Rósu. „Við hlaupum reglulega saman. Frá árinu 2012 höfum við haldið sérstakt styrktarhlaup á ári hverju og styrkjum einstaklinga hér í nærumhverfinu, sem hafa glímt við veikindi eða aðra erfiðleika,“ segir Guðbjörg. n Hlaupið, hjólað og synt fyrir vestan Guðbjörg er mikill hlaupagarpur og er í hlaupahópnum Riddarar Rósu. MYNDIR/AÐSENDAR Riddarar Rósu hafa eytt ófáum stundum við að undirbúa Hlaupahátíðina. Frá vinstri: Sigmundur Fríðar, Guðrún Snæbjörg, Hildur Elísabet, Guðbjörg Rós, Þuríður Katrín, Heimir og Hólmfríður Vala. Margir hjólakappar koma sérstak- lega vestur til að taka þátt í há- tíðinni, enda er hjólaleiðin einstök. Dagskrá Hlaupahátíðarinnar hefur þróast í gegnum tíðina og núna er líka keppt í sjósundi. Gagnvirkir UHD skjáir frá SMART og Prowise Gagnvirkir skjáir eru með Android stýrikerfi. Hægt er að fá innbyggða tölvu með Windows 10 hækkanlegar veggfestingar og festingar á hjólum Skjáir í stærðum frá 55” til 86” Nokkrar tegundir uppsettar í sýningarsal okkar í Markholti 2, Mosfellsbæ fyrir fundarherbergi og skólastofur Sími 566 8144 6 kynningarblað A L LT 17. júlí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.