Fréttablaðið - 17.07.2021, Síða 60
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
n Lífið í
vikunni
11.07.21
17.07.21
Svakaleg Þjóðhátíð
XXX Rottweilerhundar verða í
fremstu víglínu á Þjóðhátíð og Blaz
Roca spáir svakalegri Þjóðhátíð frá
upphafi. JóiPé & Króli, Klara Elias,
Háski, Guðrún Árný, Pálmi Gunn-
ars, Sprite Zero Klan og Hipsum-
haps hafa einnig bæst í hópinn.
Heillandi Dýr í Cannes
Valdimar Jóhannsson og föruneyti
kvikmyndarinnar Dýrið gerðu
stormandi lukku í Cannes, þar sem
myndin fékk standandi lófatak að
lokinni heimsfrumsýningu og hóp-
urinn er í „rosalegri stemningu“ eins
og hann orðaði það í Fréttablaðinu.
Máttugar meyjar
Skapandi kraftur kvenna var alls-
ráðandi þegar tónlistarkonurnar
Bríet, Cell7, Klara Elias, Ragga Grön-
dal, Siggy og Suncity komu saman á
tónleikum í Gamla bíói, til að vekja
athygli á hæfileikum kvenna í karl-
lægum tónlistariðnaði.
Elfgrime dressar sig upp
TikTok-stjarnan Elfgrime, Álf-
grímur Aðalsteinsson, talaði við
Fréttablaðið um nýja fatalínu og
Elfgrime-varning, sem hann hefur
hleypt af stokkunum í tilefni þess
að hann hefur rofið 10.000 fylgjenda
múrinn á samskiptaforritinu.
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
ALLT AÐ 60%
AFSLÁTTUR
SUMAR-
ÚTSALA
BETRA BAKS
STILLANLEG RÚM | HEILSURÚM OG -DÝNUR | GAFLAR | SÆNGUR | KODDAR | SVEFNSÓFAR | STÓLAR | SÆNGURFÖT, O.FL.
ÚTSALAN ER Í GANGI!
EKKI MISSA AF ÞESSU
Illugi Jökulsson lýsir nýrri
þýðingu sinni á ævisögum tólf
Rómarkeisara eftir sagna-
ritarann Súetóníus, sem 2000
ára gömlu „sex, drugs, and
rock 'n' roll“ en hann og Vera,
dóttir hans, skipta með sér
upplestri á þessum safaríka
og sagnfræðilega subbuskap á
Storytel.
toti@frettabladid.is
„Þetta er, svo ég orði það nú bara
hreint út, alveg drulluskemmtilegt,“
segir Illugi Jökulsson, um þýðingu
sína á bókinni Tólf keisarar eftir
rómverska rithöfundinn og sagna-
ritarann Súetóníus.
„Þetta er náttúrlega grundvallar-
rit í Rómarfræðum þótt það sé talið
svona frekar af léttara taginu, því
Súetóníus hefur gaman af að segja
skemmtilegar sögur af sínum við-
fangsefnum.
En þetta er þó ein af helstu og
traustustu heimildunum sem við
höfum um þessar allra fyrstu aldir
rómverska keisaradæmisins þegar
keisararnir eru að kveða niður lýð-
veldið, taka öll völd og verða svo ein-
ráðir að þeir geta bara gert það sem
þeim sýnist og drepið þá sem þeim
sýnist.“
Ofbeldi og saurlífi
Aðspurður, segir Illugi að keisararnir
hafi einnig haft ríka tilhneigingu til
þess að verða drepnir sjálfir. „Já, það
var ekki mikið atvinnuöryggi í þessu
fagi. Vægast sagt. Þeir dóu fæstir á
sóttarsæng. En þetta var bara ákveð-
in áhætta sem þeir tóku með því að
sækjast eftir þessu embætti,“ heldur
Illugi áfram og bætir við að þeir hafi
líka getað sængað hjá hverjum sem
er, svo það sé orðað á sem kurteis-
legastan hátt.
Illugi segir að Tólf keisarar séu
náttúrlega aðallega 2000 ára „sex,
drugs and rock n´roll“. „Já, þetta er
það eiginlega í rauninni, svona inn
á milli, en þetta er nokkuð pottþétt
sagnfræði og alvöru heimild þótt
Súetóníus þyki dálítið léttur á bár-
unni,“ segir Illugi og bendir á að ritið
beri þess merki að um ævisögur sé
að ræða frekar en beint sagnfræðirit.
„Hann er að segja ævisögur þess-
ara manna og bæði kost og einkum
og sér í lagi löst á hverjum fyrir sig.
Þetta er sem sagt bara voða merki-
leg, skemmtileg og að sumu leyti
fróðleg og lærdómsrík saga.
Það er til dæmis með hreinustu
ólíkindum þegar maður er að lesa
um þann alræmda skálk Neró, hvað
hann er í sinni ótrúlegu hégóma-
girnd svipaður ákveðnum fyrrver-
andi Bandaríkjaforseta,“ segir Illugi
og bætir við að þarna megi finna
ýmsar aðrar hliðstæður við núver-
andi leiðtoga fyrr og síðar.
Góðar hugmyndir
Illugi hefur lengi haft hug á að koma
Tólf keisurum út á íslensku og hafi
endað með að ganga sjálfur í verkið.
„Á meðan ég var viðriðinn bókaút-
gáfu átti ég mér alltaf draum um það
að fá einhvern til að þýða þetta, en
svo fékkst enginn til þess þannig að
ég ákvað bara að gera þetta sjálfur.
Storytel tók þessari hugmynd
minni vel og við fengum meira að
segja þýðingarstyrk og þetta er í
fyrsta sinn sem hljóðbók fær slíkan
styrk, sem mér finnst líka dálítið
merkilegt,“ segir Illugi og bætir við
að bókin sé „ekki á leiðinni á pappír
í fyrirsjáanlegri framtíð“.
Tólf keisarar er býsna mikið verk
og verið er að mjatla sögum keisar-
anna inn á Storytel. Sesar og Ágúst-
us riðu, eðli málsins samkvæmt, á
vaðið, en Tíberíus, Kalígúla, Kládíus
og Neró fylgdu í kjölfarið og þeir sex
sem eru eftir eru minna þekktir og
reka lestina á miðvikudaginn.
Vera Illugadóttir les sögurnar á
móti Illuga, sem segist þó alveg hafa
treyst sér í öll ósköpin einn. „Jú, jú,
ég hefði svo sem alveg nennt því, en
þetta var bara hugmynd hjá Storytel
að fá okkur til að gera þetta saman.
Vera er þrautþjálfaður og vinsæll
lesari og mér fannst þetta bara mjög
góð hugmynd.“
Vitfirringur og hégómatröll
Illuga rekur á gat þegar hann er
spurður hvort hann eigi sér einhvern
eftirlætiskeisara af þessum tólf. „Það
er nú það. Í raun og veru ekki. Þeir
áttu allir sínar vondu hliðar og fáein-
ir þeirra áttu nokkrar góðar hliðar
líka. En það er eitthvað skemmti-
legt við þá alla og ég hafði til dæmis
í raun og veru ekkert síður gaman af
þessum sem koma í lokin.
Þeir eru ekkert mjög þekktir en
þeir eru alveg jafn skemmtilegir og
stórkarlarnir; hinn vandlega vitfirrti
Kalígúla, hégómatröllið Neró eða
níðingurinn Tíberíus. Þeir hafa allir
eitthvað merkilegt við sig. n
Safaríkur subbuskapur
Illugi og Vera lesa Tólf keisara eftir Súetóníus. Illugi segir höfundinn hafa lagt sig fram um að vera við alþýðuskap og
skemmta fólki og hann hafi lagt sig fram um að fylgja því mjög eindregið eftir í þýðingunni. MYND/STORYTEL
„Þetta eru bara skemmtisögur. Það
er ekkert annað. En svo fær maður
heilmikinn fróðleik í leiðinni,“ segir
Illugi um Tólf keisara.
40 Lífið 17. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ