Fréttablaðið - 17.07.2021, Page 64

Fréttablaðið - 17.07.2021, Page 64
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Óttars Guðmundssonar n Bakþankar Ég var að vinna í Keflavík fyrir mörgum árum þegar amerískur her var enn á Miðnesheiði. Fjöl- margir störfuðu á vegum hersins og stundum heyrði ég talað um „hirðusama starfsmenn“. Þeir voru sagðir stela öllu sem þeir komu höndum yfir á herstöðinni. Sum heimili voru sneisafull af alls konar glingri og drasli frá Kananum sem hinir „hirðusömu“ voru taldir hafa tekið ófrjálsri hendi. Mér datt þetta í hug á yfirstöðnu Evrópumóti í fótbolta. Margir leikmenn lögðu sig alla fram við að blekkja dómarann með leikrænum tilburðum. Stórir og stæðilegir karl- menn hrundu niður eins og skotnir svanir við minnstu snertingu. Tilgangurinn var að fá ódýra auka- spyrnu eða víti í tvísýnum leik. Lýsendur leikjanna kölluðu þessar blekkingar „klókindi“ og dáðust að óheiðarleika þessara manna. Fremstir meðal jafningja í þessu fótboltasvindli voru Englendingar sem virtust vera með niðurfalls- sýki. Þeir duttu eftir pöntun og heimtuðu dómaraflaut. Englend- ingar unnu einmitt Dani með slíku dramatísku leikatriði. „Klókindi“ viðkomandi leikmanns voru lofuð í hástert af sjónvarpsmönnum. Hvað eiga þjálfarar í yngri flokkunum að gera? Ráðleggja lærisveinum sínum klókindi og gera allt til að blekkja dómarann? Láta sig detta með tilþrifum í tíma og ótíma? Hvað varð um íþrótta- andann? Helgar tilgangurinn alltaf meðalið? Á að skilgreina svindl sem klókindi? Mestu skipti að allt fór vel að lokum. Baráttuglaðir Ítalir sigruðu. Enskir fóru sneyptir og grátandi heim eins og forðum þegar þeir sigldu með herflota sinn frá Íslandsmiðum. Hallgrímur Péturs- son kemur upp í hugann þegar hann segir: Sjá hér hvað illan enda ótryggð og svikin fá. n Klókindi SUMARFRÍ 26 kr. 4 VIKUR AFSLÁTTUR Skráðu þig á orkan.is FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.