Fréttablaðið - 07.07.2021, Síða 2

Fréttablaðið - 07.07.2021, Síða 2
Þingið komið aftur í frí eftir stuttan vinnudag Vigdís Birna, rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2021, segist stolt af rauða hárinu. Hún skemmti sér konunglega á Írskum dögum á Akranesi síðustu helgi. ingunnlara@frettabladid.is SAMFÉLAG Vigdís Birna, 13 ára stúlka, er rauðhærðasti Íslendingur­ inn árið 2021. Vigdís sigraði í keppni rauðhærðra sem var haldin í tuttug­ asta og annað sinn á Írskum dögum á Akranesi. Rauður er sjaldgæfasti háralitur í heimi og er algengastur meðal Vest­ urlandabúa. Tíðnin er hæst á Írlandi og Skotlandi og því viðeigandi að finna rauðhærðasta Íslendinginn á Írskum dögum. Aðeins 6 til 8 pró­ sent Íslendinga eru náttúrulega rauðhærðir. Vigdís Birna býr á Akranesi hjá mömmu sinni, Úrsúlu Guðmunds­ dóttur, og á Hvítárvöllum í Borgar­ firði hjá pabba sínum, Arnþóri Ólafs­ syni. Rautt hár er arfgengt og gengur rauða hárið í báðar ættir Vigdísar en pabbi hennar er rauðhærður og einnig amma hennar í móðurætt, Úrsúla Árnadóttir sóknarprestur. Vigdís segist stolt af rauða hárinu sem tryggði henni fyrsta sætið. „Það var geggjað að vinna. Mig hefur stundum langað til að breyta um lit en mér finnst samt gott að vera rauðhærð,“ segir Vigdís í samtali við Fréttablaðið. „Það er skemmtilegt að fá hrós um hárið manns,“ bætir hún við og hlær. Vigdís skemmti sér konunglega á hátíðinni, skemmtilegast var karni­ valið á Merkurtúni. Keppnin var haldin í tuttugasta og annað sinn og voru alls tólf rauðkur skráðar til leiks. Helga Dís hlaut annað sæti og Rúrik Logi það þriðja og fengu þau fengu gjafabréf frá Frystihúsinu í verðlaun. Vigdís hlaut í verðlaun 50 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair. Hún skemmti sér kon­ unglega á írskum dögum og kíkti í öll tækin á Merkurtúni. Stolt af rauða hárinu Fríða Kristín Magnúsdóttir við­ burðastjóri hjá Akraneskaupstað segir hátíðina hafa gengið eins og í sögu. Fríða er sjálf mikil bjartsýnis­ manneskja og skipulagði hátíðina með það í huga að öllum takmörk­ unum yrði aflétt, sem var svo stað­ fest viku fyrir hátíðina. Hún segir keppnina vel sótta, enda má rekja rautt hár Íslendinga til Kelta. „Írskir landnámsmenn komu hingað fyrst og þess vegna höldum við írska daga,“ segir Fríða, en í bókinni Akranes – saga og samtíð er farið yfir sögu bræðranna sem námu land á Skaganum. „Þessir bræður voru Þormóður og Ketill Bresasynir, bornir og barn­ fæddir á Írlandi, en af norskum ættum. Bresasynir námu Akranes allt, Þormóður sunnan Akrafjalls og Ketill norðan.“ n Vigdís Birna er 13 ára mær sem fær rauða hárið frá pabba sínum og ömmu í móðurætt. MYNDIR/SUNNA GAUTADÓTTIR Rúrik Logi lenti í þriðja sæti. Helga Dís hreppti annað sæti. FAXAFEN 11, 108 REYKJAVÍK, S: 534-0534 WWW.PARTYBUDIN.IS Allt fyrir veisluna á einum stað Skraut, borðbúnaður, búningar og tækjaleiga Fáninn er 131×188 cm og er áritaður af Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins. benediktboas@frettabladid.is MINJAR Fáni með með eiginhandar­ áritun Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins, kom til lands­ ins í gær með nýjasta skipi Eimskips, Brúarfossi, eftir siglingu frá Árósum. Fáninn kostaði, samk væmt danska uppboðshúsinu Bruun Rasmussen, 11 þúsund og 500 danskar krónur eða 227 þúsund íslenskar krónur þegar hann var keyptur. Þrjú boð voru í fánann, sem er annar tveggja með áritun af þessu tagi og var gjöf forsetans á uppboð til styrktar uppgjafahermönnum úr síðari heimsstyrjöldinni. Vinafélag Þjóðminjasafnsins, Minjar og saga, átti hæsta boð og hreppti fánann. Skipstjóri Brúarfoss, Jón Ingi Þór­ arinsson, afhenti Stefáni Einari Stef­ ánssyni, formanni Minja og sögu, fyrir hönd stjórnar félagsins, fánann. Í ágúst næstkomandi er stefnt að því að Þjóðminjasafnið veiti fánanum formlega viðtöku. Vinafélag Þjóðminjasafnsins var stofnað árið 1988. Meðal skilgreindra verkefna þess er að af la safninu merkra muna sem að áliti sérfræð­ inga eru best varðveittir í safninu. Þjóðfáninn með eiginhandar áritun Sveins Björnssonar bætist senn í hóp margra gripa sem félagið hefur áður afhent safninu. n Íslandsfáni Sveins kominn til landsins benediktboas@frettabladid.is VINNUMARKAÐUR Eftir að BBC fjallaði um styttingu vinnuvikunn­ ar hér á landi tóku aðrir fjölmiðlar heims að elta ríkisfjölmiðilinn í Bretlandi. Fréttir birtust meðal ann­ ars í Rúmeníu, Nýja­Sjálandi, Kan­ ada og Þýskalandi í gær. Þá gerðu USA Today og CNBC frá Bandaríkj­ unum sérinnslög um vinnuvikuna og þykir heimsmiðlum hafa tekist vel til hér á landi. Hér innanlands hafa starfstéttir þó lýst misjafnri reynslu af vinnu­ styttingu og fjarrli lagi að einhugur sé um hvernig eigi að innleiða hana. Má þar nefna landamæraverði, lög­ reglu og f leiri stéttir sem vinna vaktavinnu. n Vinnuvikan hér á landi slær í gegn Vinnuvika upp á fjóra daga hefur vakið heimsathygli. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Alþingi var kallað saman í miðju sumarfríi vegna mistaka í afgreiðslu frumvarps um fjármál stjórmálasamtaka og frambjóðenda. Hér sést Katrín Jakobsdóttir í pontu. Þingfundi var slitið á þriðja tímanum og þingið mun ekki koma saman aftur fyrr en eftir þing kosningarnar 25. septem ber. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 Fréttir 7. júlí 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.