Fréttablaðið - 07.07.2021, Side 6
Lögmenn bandarískra tón
listarfyrirtækja sem Jóhann
Helgason stefndi vegna
meints stuldar á laginu
Söknuði, segja dómarann
sem vísaði máli hans frá í Los
Angeles hafa gert mistök með
því að verða ekki við kröfu
um að Jóhann greiddi 323
þúsund dali í málskostnað.
gar@frettabladid.is
DÓMSMÁL Málaferlin vegna laga
stuldarmáls Jóhanns Helgasonar
eru enn til meðferðar hjá áfrýj
unardómstól í Kaliforníu. Fram
hefur komið að dómari sem vísaði
máli Jóhanns frá hafnaði kröfu and
stæðinga hans í málinu um að hann
greiddi 323 dala lögmannskostnað
þeirra.
Jóhann stefndi meðal annars
norska lagahöfundinum Rolf Löv
land og tónlistarfyrirtækjunum
Universal og Warner fyrir meintan
lagastuld með því að lagið You Raise
Me Up frá árinu 2001 væri í raun
lagið Söknuður sem Jóhann samdi
og Vilhjálmur Vilhjálmsson söng
inn á plötu árið 1977.
Dómari féllst á málflutning and
stæðinga Jóhanns um að sérfræði
mat tónlistarfræðings sem vann
skýrslu fyrir hann væri ónothæft
því þar væri ekki nægilega sýnt fram
á að lögin tvö ættu ekki sameigin
legan grunn í þjóðlaginu Danny
Boy, sem enginn ætti höfundarrétt
að. Hins vegar hafnaði dómarinn
fyrrnefndri málskostnaðarkröfu á
hendur Jóhanni, því hann hafi verið
í góðri trú er hann höfðaði mál sitt.
Jóhann fyrir sitt leyti áfrýjaði frá
vísuninni enda vill hann að málið
fá efnislega meðferð fyrir kviðdómi.
Andstæðingar hans áfrýjuðu hins
vegar niðurstöðu dómarans um að
hann þyrfti ekki að greiða máls
kostnaðinn – sem á gengi dagsins í
dag samsvarar ríflega 40 milljónum
króna.
Viðbúið er að enn frekari kröfur
um greiðslur á hendur Jóhanni komi
fram, verði dæmt gegn honum varð
andi málskostnaðinn.
Lögmenn tónlistarfyrirtækjanna
hafa nú lagt fram lokagreinargerð
sína fyrir áfrýjunardómstólnum
og er þá næst á dagskrá þar að finna
dagsetningu fyrir munnlegan mál
flutning áður en áfrýjunarmálin tvö
verða tekin til dóms.
„Fyrst og fremst hefur stefnandi
[Jóhann] ekkert svar við þeirri stað
reynd að hann kynnti og setti fram
sérfræðiskýrslu eftir tónfræðinginn
Judith Finnell sem tókst ekki að
útiloka óverndanlega þætti úr
almannaeigu og öðrum fyrri lögum
eins og krafist er," segja lögmenn
irnir, sem kveða þetta stangast á
við dómafordæmi bæði í Hæsta
rétti Bandaríkjanna og í undirrétti
Í New York. Aðrir dómstólar hafi
ekki hikað við að verða við máls
kostnaðarkröfum þeirra sem stefnt
sé í málum þar sem þetta skilyrði sé
ekki uppfyllt.
Lögmenn tónlistarfyrirtækjanna
segja dómarann á fyrra stigi máls
ins hafa gert mistök er hann taldi
Jóhann hafa höfðað mál sitt í góðri
trú. Hann hafi þvert á móti vitað af
sameiginlegum líkindum You Raise
Me Up og Söknuðar við lagið Danny
Boy sem sé utan höfundarréttar og í
almannaeigu.
„ Þ ót t k röf u r st e f na nd a n s
[Jóhanns] séu ef til ekki svo lang
sóttar að þær séu fáránlegar eða
byggðar á ranghugmyndum þá eru
nægar sannanir fyrir því í gögnun
um að kröfur stefnandans voru aug
ljóslega reistar á sandi, meðal ann
ars vegna þess að stefnandi komst
að því árum áður en hann höfðaði
málið að öll tónlistarleg líkindi
laganna stafa frá hinu vinsæla lagi
í almannaeigu, Danny Boy," segir í
greinargerð lögmanna Warner og
Universal.
Áður hefur komið fram að Jóhann
og lögmaður hans hafna þessu
alfarið og tónlistarfræðingurinn
sem vann mat sitt fyrir Jóhann segir
meiri líkindi milli You Raise Me Up
og Söknuðar innbyrðis en milli hvors
lagsins fyrir sig og Danny Boy. ■
Lögmenn krefjast þess að frávísunin
standi og Jóhann greiði málskostnað
Jóhann Helgason heldur enn í vonina um að lagastuldarmál hans komist fyrir kviðdóm og fái efnislega meðferð.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
thorgrimur@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Kynningarfundur á
vegum Betri samgangna og Vega
gerðarinnar fór fram í gær og þar
kynntar stofnframkvæmdir sem
fyrirhugaðar eru á næstu árum.
Áætlað er að lokaáfangi Arnar
nesvegar muni létta á umferð um
Vatnsendaveg og þannig auka
öryggi vegfarenda og stytta ferða
tíma. Jafnframt standa vonir til
þess að með fjölgun ferðaleiða muni
umferð einnig léttast á Reykjanes
braut og að vegurinn muni þannig
hafa jákvæð áhrif á flæði umferðar.
„Markmiðið er að koma almenn
ingssamgöngum aftur upp í tólf pró
sent eins og þær voru fyrr á árum.
En eftir sem áður mun bílaumferð
halda áfram að aukast og stærsta
verkefnið verður áfram að glíma við
bílaumferðina,“ segir Árni Matthie
sen, stjórnarformaður Betri sam
gangna.
Árni segir að frá níunda áratugn
um hafi bílaeign aukist með aukinni
velmegun. Þá hafi höfuðborgar
svæðið þanist út og vegalengdir
sem fólk þurfi að fara hafi lengst.
„Það hefur leitt til þess að almenn
ingssamgöngur hafa kannski ekki
haldið eins vel í þróunina og hefði
þurft að gerast. Það sem við erum
að gera með borgarlínuna hafa
nágrannaþjóðir okkar verið að gera
í tuttugu til þrjátíu ár,“ sagði Árni.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
Kópavogs, segir framkvæmdirnar
langþráðar fyrir Kópavogsbæ enda
muni létta á umferð um bæjar
félagið.
„Eins og staðan er núna eru gatna
mót Breiðholtsbrautar og Vatns
endavegar stíf luð á háannatíma.
Biðtími þar er allt of langur og þessi
tenging fyrir íbúa uppi í Vatnsenda
og atvinnuhverfið þar bara algjör
bylting fyrir okkur.
Þá mun þetta gjörbreyta við
bragðsf lýti neyðarbíla sem var
algjörlega óviðunandi. Viðbragðs
tíminn verður núna innan settra
marka. Svo er þetta líka góð tenging
fyrir allan Kópavog við byggðirnar
til beggja hliða,“ segir Ármann. ■
Nýr Arnarnesvegur gæti létt á umferðartöfum
kristinnpall@frettabladid.is
STRANDVEIÐ Heimastjórn Borgar
fjarðar sendi áskorun til sjávarút
vegsráðherra á nýjasta fundi sínum
þar sem kallað er eftir aðgerðum til
að koma í veg fyrir stöðvun strand
veiða ef kvótinn klárast í ágúst. Um
leið var kallað eftir því að fundin
yrði lausn á strandveiðikerfinu til
þess að tryggja öllum bátum lands
ins 48 daga af veiðum.
Mikilvægt sé að ráðstafa af la
heimildum með slíkum hætti
að hægt sé að tryggja að strand
veiðar nýtist landinu öllu og
bátar á svæðum þar sem veiðin
gengur betur síðari hluta sumars
geti veitt á þeim tíma sem af linn
er hvað mestur og verðmætastur.
Eins og staðan er núna lítur út fyrir
að útgefinn strandveiðikvóti sum
arsins muni að öllu óbreyttu ekki
duga út ágústmánuð. Samkvæmt
reglugerð sem unnin var í samstarfi
við Fiskistofu er heildarkvótinn
11.100 tonn af óslægðum botnfiski.
„Áður fyrr var landinu svæða
skipt þegar kom að strandveiðum
en það var ekki gallalaust. Svo var
kerfinu breytt og var þá ákveðið að
hver bátur fengi tólf daga í hverjum
mánuði. Með því átti að gefa mönn
um tækifæri á að stýra því betur
hvenær það yrði farið út að veiða
þegar aðstæður hentuðu betur. Á
fyrsta ári reyndist kerfið vel en í
fyrra var veiðin búin snemma og
það stefnir allt í sömu niðurstöðu
í ár,“ segir Eyþór Stefánsson, for
maður heimastjórnar Borgarfjarð
ar, aðspurður út í bókunina.
„Á vestanverðu landinu er besti
veiðitíminn fyrri hluta sumars
á meðan það er í lok sumars hér.
Núna erum við að sjá stærstu
fiskana sem eru hvað verðmæt
astir. Okkur þykir því ákveðin
ósanngirni felast í því að það sé
skellt í lás á austurhluta landsins
þegar verðmætasti og besti af linn
er til boða. Þetta kerfi er því betur
sniðið að öðrum landshlutum og
mætti endurskoða það eða tryggja
að hluti kvótans sé enn til staðar í
ágúst,“ segir Eyþór og tekur undir
mikilvægi þessa atvinnugeira fyrir
Borgarfjörð.
„Þetta er ein helsta tekjulind
hafnarinnar á Borgarfirði. Það er
stutt á miðin og fyrir vikið koma
aðkomubátar þegar af labrögðin
eru orðin góð. Þá er maður hrædd
ur um að það verði lítið eftir. ■
Skora á ráðherra að breyta úthlutun strandveiðikvóta
Besti aflinn ætti að veiðast á næstu
vikum á Borgarfirði.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
kristinnpall@frettabladid.i s
SEYÐISFJÖRÐUR Byggðarráð Múla
þings samþykkti á fundi sínum í
vikunni að verða við beiðni LungA
skólans um styrkveitingu með styrk
upp á fjórar milljónir króna. Beiðni
um styrkveitingu til næstu tveggja
ára verður tekin síðar fyrir eftir
umfjöllun á fræðslusviði samhliða
fjárhagsáætlunargerð. Ákvörðunin
var samþykkt samhljóða.
Fram kemur á heimasíðu skólans
að hann sé fyrsti listalýðskólinn
á Íslandi og settur á laggirnar árið
2013. Kennt er í tveimur tólf vikna
önnum á ári og er lögð áhersla á list,
listamennsku og listsköpun. Var litið
til þess að skólinn var nýlega viður
kenndur sem lýðskóli þegar sam
þykkt var að úthluta styrknum. ■
Listalýðskólinn
fékk vænan styrk
Dagur og Sigurður handsala samn-
inginn í gær. MYND/AÐSEND
benediktboas@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Sigurður Ingi Jóhanns
son samgöngu og sveitarstjórnar
ráðherra og Dagur B. Eggertsson
borgarstjórinn í Reykjavík undir
rituðu í gær yfirlýsingu um lagningu
Sundabrautar.
Stefnt er að því að mannvirkið
verði tekið í notkun árið 2031. Ríki
og borg sammælast um það í yfir
lýsingunni að Sundabraut verði
lögð alla leið í Kjalarnes í einni sam
felldri framkvæmd og að alþjóðleg
hönnunarsamkeppni verði haldin
um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir
valinu. Samkvæmt skýrslu starfs
hóps um legu brautarinnar stóð að
Sundabrú væri 14 milljörðum ódýr
ari kostur en Sundagöng, miðað við
frumkostnaðaráætlun.
Sigurður segir að brúin gæti orðið
kennileiti borgarinnar. „Brúin
verður aðgengileg fyrir gangandi
og hjólandi og verður kennileiti
borgarinnar.“ ■
Áratugur í að ný
Sundabraut rísi
Eru nægar sannanir
fyrir því í gögnunum
að kröfur stefnandans
[Jóhanns Helgasonar]
voru augljóslega reistar
á sandi.
Úr greinargerð lögmannna
Warner og Universal.
6 Fréttir 7. júlí 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ