Fréttablaðið - 07.07.2021, Síða 8
Lögregla og
dómstólar
myndu
gera sam-
félaginu
mikið gagn
með því
að hysja
upp um sig
buxurnar
í þessum
málaflokki.
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
n Halldór
n Frá degi til dags
Tryggjum
betra líf og
ráðumst í
kraftmiklar
og upp-
byggilegar
aðgerðir í
loftslags-
málum.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur
@frettabladid.is
Brautirnar
eru
fáanlegar
með
mjúklokun
Mikið úrval
rennihurðabrauta frá
Þýsk gæðavara.
Skútuvogi 1h - Sími 585 8900
www.jarngler.is
Stundum er því haldið fram að loftslagsbreytingar af
mannavöldum séu falsfréttir, það sé uppspuni að mað-
urinn geti haft áhrif á loftslagsbreytingar. Þetta er rangt.
Það er brýnt að grípa til kraftmikilla aðgerða. En jafnvel
þótt svo væri ekki þá munu slíkar aðgerðir styrkja efna-
hag landsins og bæta lífsgæði okkar.
Þær geta skapað þúsundir nýrra starfa og spennandi
tækifæri fyrir ungt fólk við nýsköpun í matvælaiðnaði,
tækniþróun og vísindum. Þær geta leitt til nýrra upp-
finninga og vöruþróunar. Þær geta eflt nýjar og grænar
útflutningsstoðir. Við getum ráðist í markvissa upp-
byggingu innviða í ferðaþjónustu vítt og breitt um
landið, í sátt við umhverfið og styrkt stöðu okkar sem
loftslagsvænn áfangastaður, í harðnandi, alþjóðlegri
samkeppni um ferðamenn. Loks geta þær stuðlað að
umhverfisvernd og komið Íslandi á kortið sem forystu-
ríki í loftslagsmálum.
Þannig getum við verndað náttúruna, lífríkið og
loftslagið og skapað um leið ný verðmæti sem græn og
fjölskylduvæn ríkisstjórn myndi tryggja að rynni í vasa
almennings, ekki einungis auðmanna. En hvað ef þetta
væri allt til einskis, gæti einhver spurt: Hvað ef loftslags-
breytingar af mannavöldum eru ósannindi eða mis-
skilningur? Þá skiptir það í sjálfu sér engu máli því slíkar
aðgerðir geta leitt til betra lífs fyrir venjulegt fólk, ekki
bara í dag eða á morgun, heldur næstu kynslóðir líka.
Þótt ég vildi óska þess að myndirnar sem við sjáum af
loftslagshamförum víða um heim væru falsfréttir, sýna
vísindin okkur annað. Og ef síðasti vetur hefur kennt
okkur eitthvað þá er það mikilvægi þess að hlusta á sér-
fræðinga, hlusta á vísindafólkið okkar. Hann kenndi
okkur líka að með samhentu átaki getum við sigrast á
erfiðum, alþjóðlegum áskorunum.
En samhent átak í loftslagsmálum byggt á ráðleggjum
okkar færustu vísindamanna krefst samhentrar ríkis-
stjórnar sem setur loftslagsmálin í forgang. Tryggjum
betra líf og ráðumst í kraftmiklar og uppbyggilegar
aðgerðir í loftslagsmálum.
Það verður aldrei til einskis. n
Það verður
aldrei til einskis
Logi Einarsson
formaður Sam-
fylkingarinnar.
toti@frettabladid.is
Kötlulýsing
Kötluþættir Baltasars Kor-
máks hafa fengið gríðarlegt
áhorf á Íslandi eftir að þeim
var sleppt lausum í botnlaust
af þreyingarstreymi Netflix
og allir virðast hafa skoðanir
á þáttunum, jafnvel án þess
að hafa séð þá eða horft til
enda. Katla markar enda ýmis
tímamót í íslenskri sjónvarps-
sögu en í öllu fjaðrafokinu
hefur lítið farið fyrir þeim
stórtíðindum að með svokall-
aðri sjónlýsingu fengu blindir
og sjónskertir í fyrsta skipti að
upplifa nýtt sjónvarpsefni á
íslensku almennilega um leið
og alsjáandi.
Mannréttindi og brot
Sjónlýsing færir sjónræna upp-
lifun í orð og þykir sjálfsögð
víða um heim enda hreint
og klárt mannréttindamál
samkvæmt Evrópustöðlum
og samningi Sameinuðu
þjóðanna, sem Ísland er aðili
að, sem kveða á um að fötluðu
fólki sé tryggt aðgengi að
menningarlegu umhverfi.
Netflix tekur þessar skyldur
greinilega hátíðlega en fyrsta
sjónlýsingin fyrir sjónvarp á
íslensku var samin, þýdd og
tekin upp fyrir glæpaþættina
Brot á Netflix en fylgdi þátt-
unum ekki þegar RÚV frum-
sýndi þá áður en þeir rötuðu á
streymisveituna. n
Mörg okkar finnum fyrir kvíða gagnvart þátttöku í nýju #metoo bylgjunni. Umræðan er svart-hvít og við vitum ekki hvort við eigum að tjá okkur eða þegja og hvort það
sem okkur langar að segja muni mælast vel eða illa
fyrir; hvort okkur verði ef til vill slaufað vegna orða
okkar og afstöðu.
Umræðan varðar ekki aðeins grundvallar-
regluna um að maður sé saklaus uns sekt hans er
sönnuð, heldur þurfum við líka að taka afstöðu til
friðhelgi einkalífs og síðast en ekki síst tjáningar-
frelsisins. Það væri stíf túlkun á tjáningarfrelsinu
að meina fólki að greina frá of beldi sem það hefur
orðið fyrir á þeim vettvangi sem því sýnist. Málin
vandast hins vegar þegar fjallað er um meinta
hegðun sem getur ekki talist til hegningarlaga-
brots en er á engan hátt aðgreind frá ásökunum
um kynferðisof beldi.
Þær konur sem leitt hafa umræðuna á undan-
förnum vikum og mánuðum virðast eiga tvíþætt
erindi við þjóðina. Annars vegar hafa þær tekið
lögin í eigin hendur vegna vantrausts til lög-
gæsluyfirvalda og dómstóla þegar kemur að kyn-
ferðisbrotum. Hins vegar gera þær kröfu um betri
menningu í samskiptum kynjanna. Þessu tvennu;
það er að segja meðferð kynferðisbrota og kröfu
um betri menningu, er hins vegar ítrekað blandað
saman þannig að öll hegðun karlmanna er f lokkuð
til kynferðisbrota og þau sem fyrir henni verða eru
skilgreind sem þolendur of beldis.
Okkur sem störfum á fjölmiðlum er ákveðinn
vandi á höndum í þessari umræðu. Að hluta til
vegna þess að við þurfum að geta greint þarna á
milli. Í fyrsta lagi getum við ekki tekið upp allar
þær reglur sem settar hafa verið í umræðunni. Við
getum til dæmis ekki lýst því yfir sem almennri
reglu að við trúum þolendum. Fæstir fjölmiðlar
myndu setja þolanda of beldis og þolanda dóna-
skapar í sama f lokk eða telja þau jafn ólánsöm,
enda alger firra að gera ekki greinarmun á þeim
sem orðið hefur fyrir nauðgun og þeim sem Ingó
veðurguð hefur blikkað á tónleikum.
Í öðru lagi ber okkur að sýna umfjöllunarefnum
tillitssemi, vanda upplýsingaöflun um þau og
kanna sannleiksgildi frétta. Það f lækir vissulega
umfjöllun um málið að margar þeirra frásagna
sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum eru nafn-
lausar og oft erfitt að sannreyna þær.
Lögregla og dómstólar myndu gera samfélaginu
mikið gagn með því að hysja upp um sig buxurnar
í þessum málaflokki, þó ekki væri nema til þess
að forða samfélaginu frá því að springa í loft upp
við að reyna að leysa málin eftir frumskógarlög-
málinu.
Á meðan þurfum við hin að sýna hvert öðru smá
þolinmæði og umburðarlyndi. Langflest viljum
við uppræta kynferðisof beldi í samfélaginu. Við
viljum líka að fólk komi almennt vel fram hvert
við annað. Það eru hins vegar enn skiptar skoðanir
um það í samfélaginu hvort við eigum að henda
á haugana öllum þeim kerfum sem við höfum
hingað til lagt traust okkar á, eða hvort þeim er
enn viðbjargandi. n
#metookvíði
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 7. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR