Fréttablaðið - 07.07.2021, Side 17
Áfengissala ÁTVR í júní nam um 2.365 þúsundum lítra í samanburði við 2.400 þúsundir lítra árið 2020, sem er um 1,5 prósents minnkun í sölu á milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR
Enn óvíst hvort áfengið skili ÁTVR hagnaði
Rekstrartekjur ÁTVR námu um 45 milljörðum króna
á árinu 2020 og jukust um ríflega 21 prósent á milli
ára. Rekja mátti tæplega 35 milljarða til sölu áfengis
og rúmlega 10 milljarða til sölu tóbaks.
Hagnaður ÁTVR var 1,8 milljarðar króna sem eru
töluvert meiri hagnaður en ríkisfyrirtækið hefur
skilað á síðustu árum.
ÁTVR hefur reglulega verið gagnrýnt fyrir að
sundurliða ekki nánar kostnað vegna tóbakssölu
annars vegar og áfengissölu hins vegar. Sundurlið-
unin nær einungis til vörunotkunar.
Þrátt fyrir takmarkaðar upplýsingar um skiptingu
kostnaðar hafa verið vísbendingar um að tóbaks-
sala ÁTVR hafi staðið undir töluverðu tapi af
áfengishlutanum. Starfsemin sem snýr að dreifingu
tóbaks í heildsölu er lítil í sniðum í samanburði við
rekstur á tugum áfengisverslana um allt land.
Um mitt síðasta ár greindi Fréttablaðið frá því að
Ríkisendurskoðun hefði óskað eftir því við for-
svarsmenn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins að
kostnaður við rekstur fyrirtækisins yrði sundurlið-
aður eftir kostnaði vegna sölu á áfengi annars vegar
og tóbaki hins vegar. Hins vegar ber ársreikningur
ÁTVR fyrir síðasta ár ekki merki þess.
Ég hef fulla trú á því að
þetta framtak opni
augu manna fyrir því
að það er komið að
endalokum núverandi
fyrirkomulags á smá-
sölu áfengis þar sem
ríkið hefur allt í hendi
sér.
Andrés
Magnússon,
framkvæmda-
stjóri Samtaka
verslunar og
þjónustu.
„Sú eina breyting sem varð á, að
því er varðar hagsmuni einokunar
risans, var að neytendum stendur
nú til boða þjónusta sem ÁTVR
getur ekki keppt við og getur því
ekki við unað. Ríkisversluninni
dettur auðvitað ekki í hug að bregð
ast við samkeppninni með hefð
bundnum hætti svo sem eins og að
lækka verð, bæta þjónustu eða auka
úrval. Reyndar hefur stofnunin sagt
að hún skipti sér ekki af verðum,
það sé ákveðið af heildsölum,“ segir
Arnar.
Sala Santewines frá því að fyrir
tækið hóf að afhenda áfengi beint af
lager fyrir tveimur mánuðum síðan
hleypur á hundruðum milljóna
króna að sögn Arnars. Hann á þó
ekki von á því að fyrirtækið sitt, eitt
og sér, höggvi stórt skarð í afkomu
ÁTVR. Vöruúrval Sante er byggt á
gæðavínum, einkum frá Frakklandi,
og bjórinn er ekki seldur í kippum
heldur brettum.
„Það má segja að vínbransinn sé
tvískiptur. Annars vegar ertu með
gæðavín sem bera uppruna sínum
merki og hins vegar fjöldafram
leidd vín sem eru pússuð til með
kemískum efnum. Við erum ekki að
keppa á þeim markaði,“ segir Arnar.
Á endanum munu þó innlendar net
verslanir hafa veruleg áhrif á rekstur
ÁTVR.
„Þetta er eins og þegar ákveðið
var að leyfa matvörukaupmönnum
að selja mjólk. Þá lá fyrir að enginn
grundvöllur var fyrir sérstökum
mjólkurverslunum á vegum rík
isins. Þeim var bara lokað,“ segir
Arnar.
Áfengissala ÁTVR í júní nam um
2.365 þúsundum lítra í samanburði
við 2.400 þúsundir lítra árið 2020
sem er um 1,5 prósenta minnkun
í sölu.
Í svari ÁTVR við fyrirspurn
Markaðarins segir ríkisfyrirtækið
að einkaréttur þess til að selja og
afhenda áfengi í smásölu hérlendis
sé ótvíræður.
„ÁTVR hefur sent tolla og skatt
yfirvöldum ábendingar um starf
semina og jafnframt kært hana til
lögreglu. Frekari viðbrögð eru vel
hugsanleg, enda hefur ÁTVR lýst
þeirri eindregnu afstöðu sinni að
starfsemi vefverslananna standist
ekki lög og æskilegt væri að fá stað
festingu dómstóla á því,“ segir í svari
ÁTVR.
„Það er að mati ÁTVR ótíma
bært að velta fyrir sér mögulegum
afdrifum og afleiðingum hugsan
legra lögbannsbeiðna.“
„Hrópandi mismunun“
Samtök verslunar og þjónustu hafa
um langt skeið talað fyrir afnámi
einkaleyfis hins opinbera á smá
sölu áfengis.
„Við teljum eðlilegast að ganga
alla leið þannig að hægt sé að kaupa
bjór og léttvín í búðum,“ segir Andr
és Magnússon, framkvæmdastjóri
samtakanna. „En það sem er aðkall
andi í dag er að taka á þessari hróp
andi mismunun sem er í gangi þegar
kemur að netverslun með áfengi.“
Andrés vísar til þess að íslenskir
neytendur geta keypt áfengi af
erlendum netverslunum og fengið
það sent til landsins en innlendum
netverslunum er ekki heimilt að
bjóða upp á slíka þjónustu. „Það
er mismunun sem er algjörlega
óásættanleg fyrir okkur sem berj
umst fyrir frelsi í viðskiptum og
jafnræði aðila á markaði.“
„Ég hef fulla trú á því að þetta
framtak opni augu manna fyrir
því að það er komið að endalokum
núverandi fyrirkomulags á smá
sölu áfengis þar sem ríkið hefur allt
í hendi sér. Að sú stund sé runnin
upp og ekki verði stigið til baka,“
segir Andrés.
„Neytendur hafa nú fengið smjör
þefinn af meira frjálsræði í smásölu
áfengis og ég held að þeir myndu
bregðast harkalega við ef stjórn
völd tækju upp á því að banna þessa
starfsemi eftir kosningar.“
Þá segir Andrés eftirtektar
vert hvernig hagsmunahafar hafi
brugðist við framtaki Sante. „Félag
atvinnurekenda, sem eru hags
munasamtök fyrir áfengisinnflytj
endur, þegja þunnu hljóði um þessi
mál. En þeir hrópa hins vegar á torg
um þegar kemur að samkeppnis
hindrunum á öðrum sviðum, eins
og í landbúnaði og póstþjónustu.
Þar fara hljóð og mynd ekki saman.“
ÁTVR óvisst hvernig bregðast
eigi við
Bíða stór smásölufyrirtæki á hliðar-
línunni?
„Það má gefa sér að fleiri fyrirtæki
komi inn á þennan markað. Ég held
að f lestir hafi á tilfinningunni að
ÁTVR sé óvisst um hvernig það eigi
að bregðast við. Fyrstu viðbrögðin
voru að fara í hart og krefjast lög
banns á starfsemi Sante. Það hefur
ekki gengið eftir. Það hafa ekki verið
neinar aðgerðir af hálfu sýslumanns
eða lögreglunnar sem vitað er um.
Eftir því sem tíminn líður þeim
mun meira styrkjast menn í trú um
að ekki verði til baka snúið,“ segir
Andrés.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir
ÁTVR ef starfsemi Sante getur hald
ið áfram í óbreyttri mynd og fleiri
fyrirtæki koma inn á markaðinn?
„Það mun þýða einfaldlega að
ÁTVR mun loksins þurfa að laga sig
að breyttu samkeppnisumhverfi
eins og önnur fyrirtæki þurfa að
gera,“ segir Andrés.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra mælti fyrir
frumvarpi um breytingar á áfengis
lögum, svokallað brugghúsafrum
varp, fyrr á þessu ári en samkvæmt
því hefði smærri brugghúsum verið
heimilað að selja öl í smásölu á fram
leiðslustað þess. Frumvarpið dagaði
uppi í meðförum Alþingis. Áður
hafði dómsmálaráðherra mælt fyrir
sambærilegu frumvarpi sem einnig
liðkaði fyrir netsölu áfengis en það
hlaut ekki afgreiðslu ríkisstjórnar.
ÁTVR gagnrýnir brugghúsafrum
varpið harðlega í 25 blaðsíðna
umsögn. „Þrátt fyrir að fyrirliggj
andi frumvarp láti ef til vill lítið yfir
sér við fyrstu sýn yrði höggvið stórt
skarð í rótgróna einkasölu íslenska
ríkisins á áfengi með því að heim
ila hér hagnaðardrifna smásölu
áfengra drykkja. Með þeirri undan
þágu sem frumvarpið gerir ráð fyrir
myndu forsendur fyrir rekstri ÁTVR
að öllum líkindum bresta.“ n
Ríkisversluninni dettur
auðvitað ekki í hug að
bregðast við sam-
keppninni með hefð-
bundnum hætti svo
sem eins og að lækka
verð, bæta þjónustu
eða auka úrval.
Arnar Sigurðs-
son, eigandi
Santewines.
MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 7. júlí 2021