Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 36

Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 36
Það er um að gera að láta ferðagjöfina ekki renna út og nota hana til að kaupa gjafa- bréf hjá félaginu. Kristján Páll Rafnsson. Æðislegar uppskriftir sem henta vel á þessum árs- tíma þegar kólnar í veðri. Þetta er franskur pottréttur sem einfalt er að gera og er einstaklega bragðgóður og bláberjabaka í eftirrétt. Upp- skriftirnar miðast við fjóra. elin@frettabladid.is Það er alltaf gaman að prófa nýja rétti. Þessi franski kjúklingaréttur er einstaklega ljúffengur. Franskur kjúklingaréttur 1,8 kg heill kjúklingur 2 msk. hveiti Salt og pipar 250 ml riesling hvítvín (ekki mjög sætt, má líka nota rauðvín) 2 skallottlaukar, skornir í fjóra hluta 20 perlulaukar 2 msk. tómatpúrra 200 ml rjómi 16-20 kastaníusveppir 500 g kjúklinga- eða nautasoð 50 ml ólífuolía Búnt af ferskri tarragon, smátt skorið (sama og estragon eða fáfnisgras) 25 g smjör Skerið kjúklinginn í átta bita. Veltið lauslega upp úr hveiti. Saltið og piprið. Hitið olíu á stórri, djúpri pönnu og steikið kjúklinginn á meðalhita og eldið á báðum hliðum í nokkrar mínútur eða þangað til skinnið verður gullin- brúnt. Takið til hliðar. Notið sömu pönnu áfram og steikið laukinn og sveppina. Setjið tómatpúrru saman við og síðan vínið. Látið suðuna koma upp og bætið síðan soðinu saman við. Þegar allt hefur blandast vel saman er rjómanum bætt við ásamt tarra- gonkryddinu og smjörinu. Skiljið smávegis eftir til að nota sem skraut í lokin. Setjið kjúklinginn í sósuna og látið allt malla í 50 mínútur. Má líka setja í ofn. Með réttinum er borin fram kartöflumús sem upplagt er að útbúa á meðan rétturinn mallar. Þegar rétturinn er borinn fram er hann skreyttur með tarragon. Bláberjabaka Hér er mjög góð uppskrift að bláberjaböku sem er dásamlegur eftirréttur. Margir hafa verið í berjamó að undanförnu og þess vegna ekki úr vegi að nota berin í svona sæl- kerabakstur. Það má auðvitað líka nota bláber úr frysti eða þau sem fást í verslunum. Botninn 1 vanillustöng Rifinn börkur af hálfri sítrónu 160 g hveiti 60 g sykur 85 g smjör 1 egg Fylling 1 egg 1 dl sykur 1 dl rjómi 3 dl bláber Punt 1 dl bláber 2 msk. sykur Kljúfið vanillustöngina í tvennt og skrapið út fræin með litlum hníf. Rífið sítrónubörkinn. Setjið börkinn og vanillufræin í mat- vinnsluvél áamt hveiti, sykri og smjöri og hnoðið. Bætið við egginu og hnoðið áfram. Pakkið deiginu inn í plastfilmu og geymið í ísskáp í að minnsta kosti 20 mínútur. Fletjið deigið út á milli tveggja laga af bökunarpappír. Deigið á að vera 2-3 mm á þykkt. Smyrjið bökuform sem er 20 cm og klæðið það með deiginu. Skerið frá það sem fer út fyrir barmana. Pikkið deigið með gaffli og setjið í ísskáp í 10 mínútur. Hitið ofninn í 180°C. Bakið botninn í 10 mínútur. Kælið. Þeytið egg, sykur og rjóma. Fyllið botninn með bláberjum og hellið síðan blöndunni yfir. Bakið áfram í 25-30 mínútur við 180°C. Kælið. Skreytið bökuna með bláberjum og dreifið smá sykri yfir. Vanilluís passar mjög vel með bökunni. ■ Dásamlegir réttir fyrir matgæðinga Franskur kjúklingaréttur sem einfalt er að gera. Einstaklega ljúffengur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Bláberjabaka með vanilluís. Hvað er hægt að fá betra í eftirrétt? Fish Partner var stofnað árið 2013 og einblíndi aðallega á silungsveiði til að byrja með. Síðan hefur félagið þróast og innan þess er fluguveiði- akademía og fjölmennt veiðimannasamfélag með ýmsum fríðindum. Kristján Páll Rafnsson stofnaði Fish Partner upphaflega sem smá hliðarverkefni samhliða annarri vinnu en félagið greip fljótt hug hans allan og er nú hans aðalstarfs. „Upphaflega var fókusinn á sil- ungsveiði af því það var enginn að kynna hana á almennum markaði á þeim tíma. Ekki eins og við höfum gert,“ segir Kristján Páll. „Félagið hefur gengið mjög vel og hefur vaxið og dafnað. Við erum búnir að taka í notkun fullt af óþekktum veiðisvæðum og höfum þannig skapað tekjur úr engu, sem er mjög jákvætt bæði fyrir okkur, landeigendur og veiðimenn.“ Kristján Páll segir að þrátt fyrir að þeirra áhersla sé á silungsveiði sé ekkert launungarmál að þeir hjá Fish Partner hafi verið að reyna að ná laxveiðiá. „Við höfum tekið þátt í útboðum en ekki náð stórum bita. En við höfum farið nýjar leiðir og fetað í önnur fótspor en aðrir. Við höfum til dæmis stofnaði veiðimanna- samfélagið Veiðifélagar. Það er bæði veiðiklúbbur, afsláttarklúbb- ur og félagsstarfsemi,“ segir hann. „Meðlimir í Veiðifélögum fá frítt veiðileyfi í fjölda vatna og fá afslátt hér og þar, bæði af vörum frá Fish Partner og hjá samstarfs- aðilum um allt land. Stefna Veiðifélaga er að verða stærstu veiðfélagasamtök á Íslandi. Ég tel okkur vera á góðri leið með að ná því.“ Vötnin sem Veiðifélagar veiða frítt í á þessu ári eru eftirfarandi: n Laxárvatn í Húnavatnssýslu n Þórisstaðavatn n Geitabergsvatn og Eyrarvatn í Svínadal n Vesturhópsvatn n Langavatn á Héraði n Blautulón n Reykjavatn og Reyká n Dómadalsvatn n Herbjarnarfellsvatn n Fellsendavatn og Blönduvatn. Kristján Páll segir hægt að veiða á flestum þessum svæðum út sept- ember og hvetur Veiðifélaga til að nýta sér það. „Það er líka um að gera að láta ferðagjöfina ekki renna út og nota hana til að kaupa gjafabréf hjá félaginu,“ segir hann. Viðskiptamódel Fish Partner er Elskum alla og þjónum öllum Silungs- veiði hefur verið mjög góð í sumar og núna er sjóbirtings- veiðin á fullu skriði. MYND/AÐSEND allt öðru vísi en hjá sambærilegum félögum að sögn Kristjáns Páls. „Við erum með venjulega veiði- leyfasölu, en við erum líka með Íslensku fluguveiðiakademíuna. Það er veiðiskóli þar sem við höfum boðið upp á innanhúss flugukastkennslu yfir vetrar- mánuðina. Við höfum líka boðið upp á fluguhnýtinganámskeið fyrir byrjendur og lengra komna, námskeið í stangarsmíði, veiðiljós- myndum og alls konar fyrirlestra,“ segir hann. „Við stefnum á að halda þessu áfram og styrkja og efla starfið. Námskeiðin hafa verið mjög vin- sæl og það hefur verið uppselt í þau nánast öll.“ Góð silungsveiði í sumar Kristján Páll segir að sumarið hafi gengið prýðilega og orðið algjör viðsnúningur frá síðasta sumri þar sem veltan fór niður um alveg 50 prósent. „Það var Covid-sumar og 50 pró- sent af okkar kúnnum eru erlendir veiðimenn, svo þetta sumar var ekkert auðvelt. En sumarið í ár hefur gengið vel,“ segir hann. Þrátt fyrir að laxveiðisumarið hafi verið lélegt í heild sinni segir Kristján að það hafi ekki komið mikið niður á þeim þó að Fish Partner selji fullt af laxveiðileyfum í endursölu. „Okkar kúnnar voru heilt á litið mjög ánægðir með sumarið af því það var alveg gríðarlega góð silungsveiði, alveg frá því tímabilið byrjaði og veiðin er enn góð. Núna er sjóbirtingsveiðin á fullu skriði og gengur vel svo heilt yfir litið var sumarið algjör negla fyrir okkur,“ segir hann. Kristján segir að stefna félags- ins í framtíðinni sé að byggja það áfram upp, stækka veiðiklúbbinn og fjölga veiðisvæðum, hérlendis og jafnvel erlendis. „Það hefur alltaf verið stefna okkar að þjónusta alla. Við seljum ódýr veiðileyfi og dýr veiðileyfi og allt þar á milli. Við fáum fólk sem tjaldar uppi á heiði og veiðir í stöðuvötnum og svo fáum við menn sem koma á einkaþotum og ferðast um landið í þyrlum. Okkar hugmyndafræði er að elska alla og þjóna öllum. Við viljum að allir geti farið að veiða.“ ■ 6 kynningarblað A L LT 11. september 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.