Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Síða 5

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Síða 5
XIII. ÁRG. DES. 1964 ASGAROUR ÚTGEFANDI: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. RITNEFND: Guðjón B. Baldvinsson, Haraldur Steinþórsson (ábm.) og Júlíus Björnsson. AFGREIÐSLA: Bræðraborgarstíg 9. Símar 13009 og 22877. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Treystum samstöðuna Löguvi samkvæmt á stjórn B.S.R.B. að taka ákvörðun um, hvort núgild- andi kjarasamningum ríkisstarfsmanna verður sagt wpf eða ekki. Um þá ákvörðun á síðan að fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla meðal allra ríkisstarfsmanna síðari hluta febrúarmánaðar n.k. Á sama hátt verða teknar ákvarðanir i félögum bæjastarfsmanna, hverju fyrir sig, um U'p'psögn kjarasamninga þeirra. Síðasta þing B.S.R.B., sem haldið var í septembermánuði s.l., ályktaði ein- róma, að rétt væri að segja upp samningum. Var því jafnframt beint til banda- lagsfélaga og stjórnar að hefja þegar undirbúning að kröfugerð í væntanlegum samningum. Ég held, að allir opinberir starfsmenn séu sammála um að segja beri nú- gildandi samningum upp. 1 síðustu samningum og dómi Kjaradóms frá 3. júlí 1963 var stigið veru- legt skref til þess að rétta hlut opinberra starfsmanna í kjaramálunum. Þó var langt frá því að fullar leiðréttingar fengjust fram. Eftir synjun Kjaradóms um 15% hækkun til opinberra starfsmanna og þá þróun í verðlagsmálum, sem orðið hefur undanfarið, er svo komið, að velflestir opinberir starfsmenn eru engu betur settir en þeir voru fyrir 3. júlí 1963 og margir eiga við verri kjör að búa en þá. Þess verður að vænta, að ríkisvaldið sjái nauðsyn þess, að óhjáhvæmilegar leiðréttmgar verði gerðar á launum opinberra starfsmanna. Stjórn B.S.R.B. og Kjararáð munu áreiðanlega vera reiðubúin að leggja sig fram til þess að reyna að leysa þessi mál með fullu samkomulagi við ríkisstjórn- ina, ef vilji er fyrir hendi af hennar hálfu. Við skulum nota næstu vikur vel til þess að undirbúa kröfur samtakanna og reyna að ná sem víðtækastri samstöðu um þær. Síðan mun reyna á hve langt verður unnt að komast eftir samningaleiðinni, en ég er þess fullviss, að árangurinn fer að verulegu leyti eftir því, hve vel okkur tekst að treysta samstöðuna. K. Th.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.