Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Side 9

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Side 9
Stjórn B.S.R.B. 1962—1964. Talið frá vinstri: Þorsteinn Óskarsson, Guðjón B. Baldvinsson, Anna Loftsdóttir, Har- aldur Steinþórsson, Júlíus Björnsson, Kristián Thorlacius, formaður, Magnús Eggertsson, Gunnar Ámason, Teitur Þorleifsson, Einar Ólafsson, Ólafur Björnsson og Valdemar Ólafsson. Úr aðalstjórn vantar á myndina Jón Kárason. (Ljósm.: Oddur Ólafsson). krafan að fullu í 88 málum. 4 mál voru afgreidd án dóms og einu var vísað frá. Ágreiningur um vinnutíma, yfirvinnu o. fl. Ágreiningur hefur risið milli samningsaðila um nokk- ur atriði varðandi vinnutíma, yfirvinnu o. fl. Eitt slíkt ágreiningsmál hefur þegar verið lagt fyrir Félagsdóm, og var málið þingfest þar 3. júlí s.l. Málið er höfðað af B.S.R.B. vegna Hauks Jóhannessonar gegn fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs Mál þetta fjallar um tvö ágreiningsatriði. Hið fyrra er um, hvort greiða skuli vaktavinnu- mönnum 33% vaktavinnuálag fyrir matartímann kl. 12—13, sbr. 5. gr. í dómi kjaradóms frá 3. júlí 1963. Ríkisstjómin hefur synjað um greiðslu 33% álagsins, en bandalagið gerir þá kröfu, að það verði greitt. Hitt ágreiningsatriðið er um skilning á ákvæðum 7. greinar dóms Kjaradóms, þar sem segir 1 2. mgr. að til eftirvinnu teljist fyrstu tvær klukkustundirnar, eftir að tilskildum dagvinnutíma eða vökutíma lýkur, þó ekki á tímabilinu frá kl. 19 til kl. 8, og auk þess vinna, sem innt er af hendi á dagvinnutíma umfram vikulega vinnutímaskyldu. Bandalagið heldur því fram, að eftir að hlutaðeig- andi starfsmaður hefur á dagvinnutímabili unnið eftir- vinnu í tvær klukkustundir, beri honum að fá greitt næturvinnukaup fyrir þann tíma sem fer þar á eftir. Fjármálaráðherra hefur ekki fallizt á framangreindan skilning og synjað um greiðslu næturvinnukaupsins. Eins og áður segir var málið þingfest 3/7 1964, en dómurinn frestaði síðan málinu til 3. september 1964. Málflutningsmaður bandalagsins í þessu máli er Guð- mundur Ingvi Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður. Fjármálaráðuneytið hafði fallizt á það árið 1961 að greitt skyldi næturvinnuálag 1 orlofi og í veikinda- forföllum. Mál þetta bar ekkert á góma í málflutningi fyrir kjaradómi. Eftir gildistöku nýju samninganna gerðist það síðan, að hætt var að greiða þetta á sama hátt og áður, og fékkst því ekki breytt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Samþykkti því bandalagsstjórn að hefja mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur vegna starfsmanna þeirra, sem þessa nutu áður. Var Guðmundi Ingva Sigurðssyni falið að annast málflutning. Laugardagsleyfi. í 2. grein dóms kjaradóms frá 3. júlí 1963 segir, að á tímabilinu frá 1. júní til 30. september ár hvert sé heimilt með samkomulagi forstöðumanna hlutaðeigandi stofnana og starfsmanna að fella niður vinnu á laugar- dögum. enda lengist dagvinnutími aðra daga vikunnar, svo að full vinnuvika náist á þeim dögum. Samkomulag hefur orðið um að heimild þessari sé beitt á þann hátt að eigi verði unnið á laugardögum þar sem fært þykir að dómi forstöðumanns og viðkom- andi ráðuneytis og að vinnutími þeirra starfsmanna, sem ekki vinna á laugardögum lengist í staðinn um eina klst. á mánudögum allt árið, með þeim hætti að þá verði unnið til kl. 18. Krafa um 5% launahækkun fyrir tímabilið 1. febrúar til 30. júní 1963. I janúarmánuði 1963 sömdu mörg verkalýðsfélög um 5% hækkun launa og gilti sú hækkun yfirleitt frá 1. febrúar sama ár. 29. apríl 1963 samþykkti stjórn B.S.R.B. að gera kröfu til ríkisstj órnarinnar um 5% hækkun launa fyrir tímabilið frá 1. febrúar 1963 til 30. júní sama ár eða þangað til Kjaradómur tæki gildi. ÁSGARÐUR 9'

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.