Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Síða 14
með þeirri lausn á læknadeilunni, sem fólst í tillögu
heilbrigðismálaráðherra.
Að höfðu samráði við félögin samþykkti banda-
lagsstjórnin einróma svofellda ályktun í þessu máli:
„Til að greiða fyrir að unnt sé að ráða bót á neyðar-
ástandi því, sem skapazt hefur vegna deilu sjúkra-
húslækna og ríkisstjórnarinnar samþykkir stjórn
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja að gera ekki
kröfur fyrir hönd annarra starfsmanna ríkisins um að
væntanlegur kjarasamningur eða úrskurður Kjara-
dóms öðlist fyrr gildi en lög nr. 55/1962, um kjara-
samninga opinberra starfsmanna ákveða, þótt ríkis-
stjórnin samþykki að greiða sjúkrahúslæknum laun
fyrr samkvæmt væntanlegum kjarasamningi eða dómi.“
Uppbætur á eftirlaun.
Á bandalagsstjórnarfimdi 21. október 1963 samþykkti
stjórnin að skora á ríkisstjórnina og bæjarstjómir
landsins að hlutast til um að fyrrverandi starfsmenn
ríkis og bæja fengju frá 1. júlí 1963 að telja greiddar
hliðstæðar hækkanir á lífeyri og eftirlaun og opin-
berir starfsmenn fengu á laun sín frá þeim tíma sam-
kvæmt dómi Kjaradóms.
Stjórnarvöldin ákváðu síðar að greiða 15% upp-
bætur á eftirlaun frá 1. júlí 1963 að telja.
Skatta- og útsvarsmál.
Á sama fundi bandalagsstjórnar var samþykkt svo-
felld ályktun um skatta- og útsvarsmál:
Stjórn B.S.R.B. bendir á, að löggjöf um skatta og
útsvör og þá ekki síður framkvæmd þeirrar löggjafar
er og hefur um langt skeið verið með þeim hætti, að
skatta- og útsvarsbyrðin leggst óþarflega þungt á
launamenn í þjóðfélaginu.
Skorar stjóm bandalagsins á ríkisstjómina að beita
sér fyrir breytingum á skattakerfi landsins og fram-
kvæmd skattheimtu, er tryggi fullt réttlæti í þessum
málum.
Stjórn bandalagsins bendir sérstaklega á nauðsyn
þess,
1) að persónufrádráttur verði hækkaður verulega frá
því sem nú er.
2) að skattaeftirlit verði hert og þar með komið í veg
fyrir að skattsvikin verði þeim til refsingar, sem
rétt telja fram.
Stjórn B.S.R.B. skorar á önnur launþegasamtök
landsins að taka upp samstillta baráttu fyrir endur-
bótum í skattamálum, er leiði til réttlátari skatt-
heimtu en verið hefur.“
Tillaga þessi var send blöðum og útvarpi.
Bandalagsstjórn ræddi skattamálin að nýju á fundi
17. ágúst 1964, og var þar samþykkt eftirfarandi álykt-
un með atkvæðum allra fundarmanna:
,,Vegna sívaxandi dýrtíðar og þess ástands, sem nú
ríkir sakir skatta- og útsvarsálagningar á þessu ári,
samþykkir stjóm B.S.R.B. að óska eftir viðræðum um
þessi mál við ríkisstjómina til að leita eftir úrbótum
nú þegar og á þeim grundvelli sem B.S.R.B. hefur
markað með ályktunum sínum í þessum málum.
Þessar viðræður verði sameiginlegar viðræðum Al-
þýðusambands íslands við ríkisstjómina um þessi mál.“
Bandalagsstjórnin tilnefndi þá Kristján Thorlacius,
Harald Steinþórsson og Guðjón B. Baldvinsson til að
annast viðræðurnar fyrir sína hönd. Á sameiginlegum
viðræðufundi fyrrgreindra aðila var ákveðin eftirfar-
andi starfstilhögun:
„Ríkisstjórnin, Alþýðusamband íslands, Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja og Samband íslenzkra sveita-
félaga tilnefni hver um sig einn mann til að athuga
alla möguleika á því að veita afslátt og frekari greiðslu-
frest á álögðum opinberum gjöldum og kanna nánar
önnur þau atriði, sem fram hafa komið í viðræðunum.
Hraði þeir störfum og leggi greinargerð og tillögur
fyrir fulltrúa ríkisstjómarinnar, A.S.Í. og B.S.R.B.“
Stjóm B.S.R.B. kaus Guðmund Ingva Sigurðssön,
lögfræðing til þessa starfs.
Tillögur fjórmenninganna lágu ekki fyrir, þegar
þessi skýrsla var tekin saman.
Starfsmat.
Bandalagsstjórnin hefur á fundum sínum rætt um
nauðsyn þess að B.S.R.B. og ríkisstjórnin kynni sér
áður en næstu kjarasamningar hefjast, nýjungar varð-
andi starfsmat. Á fundi bandalagsstjórnar 21. október
1963 var einróma gerð svofelld ályktun um þetta mál
og send fjármálaráðherra:
„Þar sem stjóm B.S.R.B. telur æskilegt að við undir-
búning næstu heildarkjarasamninga opinberra starfs-
manna verði unnt að beita starfsmati eftir fullkomn-
ustu erlendum fyrirmælum, samþykkir hún að snúa
sér til fjármálaráðherra með tilmæli um, að ríkis-
stjómin sendi fulltrúa tilnefnda af B.S.R.B. og ríkis-
stjóminni til nágrannalandanna til að kynna sér fram-
kvæmd á starfsmati þar.“
Bandalagsstjórninni hefur ekki borizt svar við þess-
um tilmælum.
Nýtt bandalagsfélag.
Á árinu 1963 sótti starfsmannafélag Sigufjarðarbæjar
um inngöngu í bandalagið. Bandalagsstjómin sam-
þykkti einróma inntöku félagsins í bandalagið á fundi
sínum 30. desember 1963.
Einnig gengu 5 lögregluþjónar úr Árnessýslu í B.S.
R.B. sem einstáklingsmeðlimir.
Stjómunarfélag íslands.
Á fundi bandalagsstjómar 21. maí 1964 var samþykkt
að B.S.R.B. gerðist aðili að Stjómunarfélagi íslands.
Úrsagnir úr B.S.R.B.
Bandalagsstjóm barst tilkynning um, að stjórn
Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar mundi leggja
fram tillögu á aðalfundi félagsins 7. marz 1964 um
úrsögn úr B.S.R.B. Á fundinum var síðan tillaga þessi
allmikið rædd, en var að lokum felld með 52 atkvæð-
um gegn 41.
Þá barst tilkynning um að tekin yrði á dagskrá aðal-
fundar Læknafélags íslands tillaga um úrsögn úr B.S.
R.B. Aðalfundurinn, sem er fulltrúafundur, var hald-
inn á ísafirði 25. og 26. júlí s.l. Þar var samþykkt eftir
talsverðar umræður með 11 atkvæðum gegn einu, að
Læknafélag íslands segði sig úr B.S.R.B. Ástæðan var
fyrst og fremst sú, að Læknafélagið væri aðili að
Bandalagi háskólamanna, og bæri að leggja áherzlu á,
að það yrði samningsaðili fyrir háskólamenn.
14 ÁSGARÐUR