Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Síða 15
Á báðum þessum fundum mættu fulltrúar frá banda-
lagsstjórn.
1. maí.
B.S.R.B. tók ekki þátt í hátíðahöldum 1. maí, en
stjórn bandalagsins sendi blöðum og útvarpi ávarp í
tilefni dagsins bæði árin 1963 og 1964.
Einnig voru bæði árin samþykkt mótmæli vegna þess,
að meirihluti útvarpsráðs ákvað að víkja frá þeirri
hefð, að formaður B.S.R.B. og forseti A.S.Í. flyttu ávörp
í útvarpið.
Mótmælt lögbanni við launabreytingum.
Bandalagsstjórn ræddi á fundi 3. nóv. 1963 frumvarp,
sem ríkisstjórnin hafði þá lagt fyrir Alþingi um bann
gegn launa- og verðhækkunum o. fl. Eftirfarandi til-
laga var samþykkt með öllum atkvæðum:
,,í tilefni af framkomnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar
um launamál o. fl. ítrekar stjórn B.S.R.B. yfirlýsta
stefnu bandalagsins um, að jafnan beri að hafa samráð
við launþegasamtökin um fyrirhugaðar ráðstafanir í
launa- og efnahagsmálum. Átelur hún, að það skuli
ekki hafa verið gert undanfarna mánuði og mótmælir
eindregið banni því, sem í áðurnefndu frumvarpi er
lagt við launabreytingum og er óviðunandi skerðing á
viðurkenndum réttindum launþegasamtakanna.“
Skattgreiðslur.
Samkvæmt breytingum á lögum B.S.R.B. skal skatt-
gjald miðast við föst laun félagsmanna, og ákvað síð-
asta bandalagsþing að það skyldi vera 0.3% af föstu
kaupi.
Flest bandalagsfélögin (18 félög) gáfu bandalaginu
umboð til að innheimta skattgjald þetta hjá launa-
greiðendum í samræmi við félagsmannatal, sem þau
höfðu afhent.
Var ákveðið að innheimta skattgjöldin í tvennu lagi
fyrir árið 1963, m. a. vegna væntanlegra breytinga á
launum á miðju árinu. Fyrri innheimtan fór víðast
hvar fram 1. marz, en fyrir síðari hlutann var innheimt
1. nóvember. Launagreiðendur brugðu yfirleitt fljótt
og vel við, en nokkur vanhöld munu þó hafa orðið og
þá m. a. vegna ónógra upplýsinga frá félögunum.
Þau 10 félög, sem sjálf sáu um innheimtu skatt-
gjaldsins skiluðu honum yfirleitt í tvennu lagi.
Þar sem þessi innheimta var ýmsum annmörkum
háð og var auk þess tímafrek, þá samþykkti banda-
lagsstjórn eftirfarandi tillögu á fundi 30. des. 1963
varðandi skattgreiðslur fyrir árið 1964.
„Leitað verði samþykkis þeirra bandalagsfélaga, sem
falið hafa bandalaginu að taka skattinn beint af laun-
um félgsmanna sinna, til að taka skattinn fyrir allt
árið í einu, 3.6% af föstum launum félagsmanna, sem
greidd eru 1. maí. Síðan annist félögin sjálf innheimtu
á þeim skatti, sem ekki fæst með þessu móti og af-
hendi bandalaginu.**
Innheimtan hefur gengið mikið greiðlegar fyrir árið
1964 og er þegar greiddur meginhluti skattgjaldanna
hjá þeim félögum, sem B.S.R.B. annast innheimtu
fyrir.
Endurgreiðsla á skattgjaldi.
46. gr. laga B.S.R.B. er svohljóðandi:
„Bandalagsfélag, sem hefir ekki óskað samnings-
réttar skv. 28. gr. laga nr. 55/1962 á rétt til endur-
greiðslu á hluta af skattgjaldi sínu vegna útlagðs kostn-
aðar við launa- og kjarasamninga, sem það sjálft ann-
ast.“
Öll bandalagsfélög hafa óskað eftir að koma undir
samningsréttarlögin nema Starfsmannafélag Reykja-
víkurborgar og Lögreglufélag Reykjavíkur.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar framvísaði síð-
an reikningum vegna kostnaðar við samningsgerð þess
að upphæð kr. 116.217,65. Þar sem engin ákvæði eru
um það, eftir hvaða reglum á að reikna kostnað þenn-
an, þá samþykkti stjórn B.S.R.B. eftirfarandi tillögu á
fundi sínum 5. marz s.l.:
Stjórn B.S.R.B. hefur borizt bréf Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar, dags. 5. des. 1963, ásamt reikningi
yfir kostnað við samninga félagsins á s.l. ári.
Bandalagsstjómin samþykkir að vísa reikningi þess-
um til næsta bandalagsþings til fullnaðarafgreiðslu en
mun þó fallast á annað hvort
að félaginu verði greiddur nú þegar helmingur reikn-
ingsfjárhæðarinnar, en eftirstöðvamar bíði ákvörð-
unar bandalagsþings eða
að greiða félaginu til bráðabirgða kr. 116.217,65 samkv.
framlögðum fylgiskjölum, gegn skriflegri yfirlýs-
ingu stjórnar félagsins, er feli í sér loforð um end-
urgreiðslu þess hluta fjárhæðarinnar, sem banda-
lagsþing kann að synja um samþykki fyrir.“
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar kaus síðari
kostinn, og hefur upphæð þessi verið greidd með fyrr-
greindum fyrirvara.
Þá hefur Lögreglufélag Reykjavíkur á sama hátt
nýlega lagt fram reikning vegna kostnaðar við samn-
inga að upphæð kr. 16.400,00 og samþykkti banda-
lagsstjórn að vísa honum til afgreiðslu bandalagsþings.
Norrænt samstarf bæjarstarfsmanna.
Samstarf opinberra starfsmanna á Norðurlöndum
hefur til þessa eingöngu náð til bæjarstarfsmanna. Að
vísu bjóða ríkisstarfsmannasamböndin gestum frá hin-
um löndunum að sitja þing sín, en um sérstök samtök
er ekki að ræða.
Fyrir um 30 árum ákváðu danskir og sænskir bæjar-
starfsmenn að taka upp nánara samstarf og stofnuðu
Nordisk Kommunaltjánstemannasekretariat og skömmu
síðar urðu Norðmenn og Finnar aðilar að þeim sam-
tökum.
B.S.R.B. var boðin þátttaka árið 1950 og gerðist það
þá aðili fyrir hönd bæjarstarfsmanna innan vébanda
sinna, og átti fulltrúa á fundi, sem haldinn var í Osló
það ár. Síðan hafa fulltrúar héðan setið alla fundi
samtakanna, sem haldnir eru annaðhvort ár, á víxl í
þátttökulöndunum og einu sinni hér 1 Reykjavík árið
1956, og hefur fundur verið boðaður aftur hér heima
árið 1966. Því miður hafa engir starfsmenn frá félögum
utan Reykjavíkur tekið þátt í þessum fundum, nema
1956, en Starfsmannafélag Reykjavíkur hefur sent
einn fulltrúa fyrstu árin en síðan tvo eða fleiri, en
5 menn frá hverju þátttökulandanna eiga rétt á að
sækja fundinn auk aðalritarans og aðstoðarmanna hans.
ÁSGARÐUR 15