Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Qupperneq 17

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Qupperneq 17
Lækkun skatta og útsvara hafnað í skýrslu stjórnar B.S.R.B. er skýrt frá því, að viðræður stæðu yfir milli laun- þegasamtakanna (B.S.R.B. og A.S.Í.) ann- ars vegar og ríkisstjómarinnar hins vegar um skatta- og útsvarsálögur á þessu ári. Var þá starfandi nefnd með fulltrúum til- nefndum af þessum aðilum og Sambandi íslenzkra sveitarfélaga, sem átti „að at- huga alla möguleika á því að veita afslátt og frekari greiðslufrest á álögðum opin- berum gjöldum“. Nefndin skilaði alllöngu áliti og ítarleg- um fylgiskjölum, þar sem m. a. kom fram, að skattalækkunin frá 1960 var yfirleitt horfin og voru beinir skattar orðnir hlut- fallslega hærri en nokkru sinni áður hjá allflestum skattgreiðendum. Breytingin í þessa átt var aðallega tvö s.l. ár og öllu meiri fyrir ári síðan. Ekki náðist samkomulag hjá þessum fulltrúum um beina lækkun gjalda í sam- ræmi við þau sjónarmið, sem fram höfðu komið af hálfu fulltrúa A.S.Í. og B.S.R.B. Nefndin dró saman þær niðurstöður, sem hún var sammála um, og segir þar m. a.: „Það er enn fremur ljóst af þeim upp- lýsingum, sem birtar eru í fylgiskjölum með þessari skýrslu, að grípa þyrfti til sér- stakra og umfangsmikilla fjárhagslegra ráðstafana, ef lækka ætti útsvör á þessu ári. Miklir framkvæmdaörðugleikar myndu einnig vera þessu samfara. Með tilliti til þeirra niðurstaðna, sem grein er gerð fyrir í þessari skýrslu, telur nefndin eðlilegt, að ráðstafanir séu gerðar af opinberri hálfu til að greiða úr þeim tímabimdnu erfiðleikum, sem skapazt hafa hjá nokkrum hluta skattgreiðenda af þeim ástæðum, sem að framan er lýst. Telur nefndin, að þetta megi gera með því að útvega þessum skattgreiðendum lán, er geri þeim kleift að dreifa skattgreiðslunni yfir árin 1964 til 1966. — Nefndin telur ekki ástæðu til þess að leggja að svo stöddu fram í einstökum atriðum tillögur um fyrirkomulag þessarar starfsemi. Þó vill nefndin lýsa, hvernig hún hefur hugsað sér starfsemina í aðalatriðum. Lánveitingar væru takmarkaðar við þá skattgreiðendur í launþegahópi, sem eiga að greiða óeðlilega háan hluta af tekjum sínum í skatt síðari hluta árs 1964. Þennan hluta þyrfti að ákveða nánar eftir tekju- flokkum og fjölskyldustærð. Samið yrði við banka um að sjá um afgreiðslu lán- anna, og væntanlega einnig innheimtu þeirra, í samræmi við þær almennu regl- ur, sem settar yrðu. Lánin greiddust upp á tveimur árum og væru með venjulegum hankavöxtum, eða vísitölubundin með eitthvað lægri vöxtum. Tryggingar þyrfti ekki að setja fyrir lánunum, en innheimta þeirra væri með lögum látin fara eftir sömu reglum og inn- heimta skatta, hvort sem banki eða skatt- heimtumaður sæi um hana. Þá telur nefndin æskilegt, að þeim skattgreiðend- um, er hafa fengið framlengdan gjaldfrest en ekki verða veitt þau lán, sem hér um ræðir, verði heimilað að flytja fyrstu skatt- greiðslu á næsta ári frá 1. febrúar til 1. júlí, svo að þeir þurfi ekki að inna af hendi tvöfalda greiðslu þann 1. febrúar.“ Tillögur launþegasamtakanna. Nefndarálit þetta var síðan rætt á sam- eiginlegum fundi viðræðunefnda B.S.R.B., A.S.I. og ríkisstjórnarinnar. Þar lögðu fulltrúar launþegasamtakanna fram eftir- farandi tillögur 26. okt. s.l.: ÁSGARÐUR I 7

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.