Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Síða 21

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Síða 21
Samningsrétturinn Við vissum vel opinberir starfsmenn, að samningsréttur sá, sem við fengum með lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna, var takmarkaður. Við teljum þó flestir að framkvæmdin valdi miklu um hversu unað verði takmörkunum þeim, sem gerðardómsákvæði laganna fela í sér. Hlutleysi Kjaradóms er eitt meginskil- yrði fyrir því að lögin séu í heiði'i höfð. Þeim er því mikill vandi á höndum, sem með vald hans fara. Opinberir starfsmenn búast ekki við að dómar falli öðrum aðila algerlega í vil, en þeir meta mikils að ekki verði rökstuddar grunsemdir um áhrif hins valdameiri aðila, og ef lögkrók- um kynni að vera beitt mun það ekki vænlegt til langra lífdaga núgildandi laga nr. 55/1962. Annar hlutlaus aðili á að fjalla um mál einstaklinga, þ. e. Kjaranefnd. Eigi er minni vandi þar við að fást, þar sem mál einstaklinga er um að ræða, öllu fremur en hópa eða heildar. Miklu er því hætt- ara við þeim áhrifum, sem fylgja kunn- ingsskapnum og klíkuvinnubrögðum, ef þess er ekki gætt að kynna sér störfin og kveða upp rökstudda úrskurði. Augu allra opinberra starfsmanna hvíla því á vinnubrögðum og dómum þessara aðila, og mat þeirra á niðurstöðum þess- ara gerðardóma hefir úrslitaáhrif um það hver viðbrögð verða gagnvart gildandi lögum um kjarasamninga. Eitt þýðingarmesta atriðið nú í næstu framtíð er hegðun aðila við samningagerð. í fyrstu umferð er fyrirgefið þó að stjórnmálavaldið hiki við að taka á sig ábyrgð af samningum um kaup. Þegn- arnir eru hættir að búast við karlmennsku af leiðtogum pólitískra flokka, og þessir leiðtogar hafa mátt treysta því að sam- staða launþega er mjög takmörkuð. Auð- velt hefir reynst að spila á öfundsýki og aðrar lægri hvatir til þess að æsa laun- þega hvern gegn öðrum. Þetta spilverk er viðfangsefni launþegasamtakanna að eyðileggja. Vitað er að h. u. b. allir eiga erfitt með að láta draga vald úr greipum sér. Af leiðing: staðreyndir eru ekki viðurkennd- ar og litið á þá sem valdinu lutu sem undirsáta, þó að frelsið eigi lagalega að vera fyrir hendi. Þetta getur orðið erfitt til úrlausnar, ef skákað er í því skjóli að auðvelt sé að hlaupa frá öllu saman og henda verkefninu í aðila, sem nefndir eru hlutlausir gerðardómar. Nauðsynlegt er að gefa sér tíma til að ræða mál og skiptast á skoðunum, ef góð- ur árangur á að nást. Hitt leiðir til lítils árangurs eða verra en það, ef sezt er nið- ur eins og kría á stein, varla hlustað og viðfangsefninu hrundið frá í skyndingu. I lýðræðisþjóðfélagi er nauðsyn að haga vinnubrögðum á annan veg, en þar sem einvaldinn sker úr. I samskiptum vinnu- veitanda og launþega á að ríkja virðing fyrir manninum, ekki vélinni eða valdinu, annað er ósamboðið þeim, sem telja sig siðmenntaða. Það ætti að vera metnaðarmál að reyna til þrautar að finna lausn mála, og leita í síðustu lög til gerðardóms. Góð vinnu- brögð, raunhæfur undirbúningur og sam- starfsvilji eru undirstöðuatriði, sem báðir aðilar þurfa að meta rétt og nota. Þetta er tilraun til að draga upp þær höfuð- línur, sem rétt er að hugleiða í sambandi við kjarasamninga opinberra ríkisstarfs- manna, atriði, sem snerta viðhorfin í dag og marka þau í næstu framtíð. G. B. B. ÁSGARÐUR 21

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.