Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Page 31
Felur þingið bandalagsstjórn að leita eftir nauð-
synlegu samstarfi í þessu skyni og stuðningi
stjómvalda og löggjafarvalds við stofnun og starf-
rækslu slíkrar skrifstofu.
V. Starfsaldur til eftirlauna.
23. þing B.S.R.B. ályktar, að stytta beri starfs-
aldur til eftirlauna hjá þeim starfsmönnum, sem
af öryggisástæðum verður að telja óæskilegt að
inni af hendi störf til 65 eða 70 ára aldurs.
VI. Um starfsmannamál.
23. þing B.S.R.B. skorar á ríkisstjórnina að láta
endurskipuleggja rekstur starfsmannamála rík-
isins og stefna að því, að ráðnir verði sérmennt-
aðir starfsmenn, sem hafi þau með höndum sem
aðalstarf. Með þessu móti verði m. a. leitazt við
að tryggja öllum ríkisstarfsmönnum jafnrétti í
slíkum málum, en tilviljun ráði ekki hvernig
lög, reglugerðir og önnur fyrirmæli eru túlkuð
af forráðamönnum hverrar stofnunar.
Ályktanir um lífeyrissjóði opinberra
starfsmanna.
I.
23. þing B.S.R.B. ályktar að fela stjórn banda-
lagsins að vera vel á verði um hugsanlegar breyt-
ingar á lögum um lífeyrissjóði og þá sérstak-
lega varðandi eftirlaun og að lánsfé sjóðanna
verði ekki veitt út í hið almenna lánakerfi sjóðs-
félögum til óhagræðis.
II.
23. þing B.S.R.B. felur stjórn bandalagsins að
beita sér fyrir því, að tryggður sé aðildarréttur
þeirra lífeyrissjóðsfélaga, er taka upp störf hjá
bandalaginu eða félögum þess.
Útbreiðslu- og fræðslumál.
23. þing B.S.R.B. telur að tryggja beri reglulega
útgáfu á málgagni bandalagsins ársfjórðungslega.
Telur þingið að kerfisbundnir fræðsluþættir
eigi að skipa fastan og verulegan sess í ritinu.
Heimilar þingið bandalagsstjórn að ráða sér-
stakan ritstjóra til að annast útgáfuna.
Ályktun um skattamál.
23. þing B.S.R.B. telur, að löggjöf um skatt-
heimtu, og þá ekki síður framkvæmd þeirrar lög-
gjafar, sé með þeim hætti, að launamenn beri
þar óeðlilega þungan hluta. Hefur þessa gætt
sérstaklega hjá opinberum starfsmönnum við
álagningu á þessu ári.
Væntir þingið þess, að viðræður þær, sem nú
standa yfir um þessi mál, leiði til lækkunar á
álögðum gjöldum þessa árs.
Jafnframt skorar þingið á ríkisstjóm og Al-
þingi að breyta gildandi skattalögum og fram-
kvæmd skattheimtu á þann veg, er tryggi fullt
réttlæti í þessum málum.
Vill þingið í því sambandi benda á eftirfarandi
atriði:
1) Tekjuskattur og útsvar verði sameinað í einn
skatt, er verði innheimtur um leið og tekna
er aflað.
2) Persónufrádráttur verði stórhækkaður og
hækki jafnan í samræmi við framfærslu-
kostnað.
3) Neyzluskattar verði gerðir sem einfaldastir í
framkvæmd, til þess að unnt sé að koma við
öruggu eftirliti með innheimtu þeirra og skil-
um.
4) Eftirlit með skattaframtölum verði hert og
refsing við skattsvikum þyngd.
Þá skorar þingið á önnur launþegasamtök
landsins að taka upp samstillta baráttu í þessum
málum.
Samþykkt um fulltrúakjör á þing B.S.R.B.
23. þing B.S.R.B. samþykkir að miða beri fram-
vegis fulltrúatölu til bandalagsþings við síðustu
misserisskýrslu viðkomandi félags, enda hafi
verið staðið í skilum um skatt til B.S.R.B.
Samstarf við erlend stéttarsamtök
opinberra starfsmanna.
23. þing B.S.R.B. lýsir ánægju yfir þeim sam-
skiptum, sem hafa átt sér stað við bræðrafélögin
á Norðurlöndum, og leggur áherzlu á, að banda-
lagsstjórn vinni að því að efla norrænt samstarf
opinberra starfsmanna.
Þingið felur bandalagsstjórn að leita sér nán-
ari upplýsinga um alþjóðasamtök opinberra
starfsmanna og leggja fyrir næsta bandalagsþing.
Ýmsar tillögur fjárhagsnefndar.
1. Þingið samþykkti að leggja í húsbyggingasjóð
bandalagsins kr. 600.000,00 — sex hundruð þús-
und — af hagnaði ársins 1963 og sömu upphæð
á árinu 1964.
2. Þingið ákvað að skattgreiðslur til bandalagsins
ÁSGARÐUR 31