Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Qupperneq 33

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Qupperneq 33
fyrir árin 1965 og 1966 skuli vera óbreyttar, eða 0,3% af föstum launum félagsmanna. 3. 23. þing B.S.R.B. samþykkir, að bandalagsfé- lög, sem annast sjálf kjarasamninga samkvæmt 46. gr. laga B.S.R.B., fái endurgreidda frá bandalaginu % hluta af launum samninga- nefndarmanna, enda séu þeim greidd laun eftir sömu reglum, og kjararáðsmönnum og reikn- ingsupphæðin sé að öðru leyti eðlileg að dómi stjórnar B.S.R.B. Þurfi bandalagsfélög við samningsgerð á sér- fræðiaðstoð að halda, sem B.S.R.B. getur ekki látið í té, skal sú aðstoð greidd úr sjóði banda- lagsins, enda hafi stjórn B.S.R.B. fallizt á, að þeirrar aðstoðar sé leitað. 4. Þingið samþykkir, að Starfsmannafél. Reykja- víkurborgar verði að þessu sinni greiddir framlagðir reikningar að upphæð kr. 116.217,65 vegna kostnaðar við launasamninga borgar- starfsmanna. Einnig samþykkir þingið, að sama skuli gilda um framlagðan reikning Lögreglufélags Reykjavíkur að upphæð kr. 16.400,00. Reikningsupphæðir þessar greiðist af vænt- anlegum tekjuafgangi ársins 1964. 5. 23. þing B.S.R.B. samþykkir að greiða fargjald þeirra fulltrúa, sem sækja þingið og búsettir eru utan Faxaflóasvæðisins. Samningsréttargjald. 23. þing B.S.R.B. skorar á Alþingi að lögfesta ákvæði, sem heimili bandalaginu að krefjast kjarasamningsgjalds af öllum þeim starfs- mönnum, sem taka laun samkvæmt kjara- samningum B.S.R.B. og ekki eru innan vé- banda bandalagsins. Jafnframt felur þingið stjórn B.S.R.B. að semja rökstudda greinargerð með áskorun þessari og fylgja málinu fast eftir. Húsbyggingarsjóður. — Félagsheimili. 23. þing B.S.R.B. felur stjórn bandalagsins að ávaxta húsbyggingasjóð á sem hagkvæmastan hátt og tryggja hann gegn verðrýrnun eftir því sem við verður komið. Verði ekki hafizt handa innan skamms um byggingu húsnæðis fyrir bandalagið, telur þingið rétt, að stjómin athugi kaup á fasteign og festa kaup á henni ef rétt þykir. Ennfremur felur þingið stjórn bandalagsins að undirbúa reglugerð fyrir húsbyggingasjóð og leggja hana fyrir næsta bandalagsþing. Fjárhagsáætlun árin 1964—65. Tekjur: 1. Félagsgjöld .................. kr. 3.500.000,00 2. Tillag ríkissjóðs .............. — 100.000,00 3. Vextir ......................... — 200.000,00 Kr. 3.800.000,00 Gjöld: 1. Laun ........................ kr. 1.250.000,00 2. Kjararáð og nefndir .........— 500.000,00 3. Málfærslulaun og sérfræði- leg aðstoð .................... — 300.000,00 4. Húsnæði ................... — 200.000,00 5. Síma- og póstgjöld .............— 42.000,00 6. Prentun, pappír o. fl...........— 80.000,00 7. Fræðslustarf (blað) ............— 400.000,00 8. Samstarf við erlend félög, ráð- stefnur, erindrekstur ......... — 160.000,00 9. Þinghald ..................... — 100.000,00 10. Þóknun og kostnaður vegna formannsstarfa ................ — 48.000,00 11. Ýmiss kostnaður .............. — 20.000,00 Mismunur: Skrifstofuáhöld kr. 100.000,00 Fært í húsb.sjóð — 600.000,00 ---------------- 700.000,00 Kr. 3.800.000,00 Tilnefning í Kjaranefnd. Bandalagsstjórn hefur kosið einn mann í kjara- nefnd til tveggja ára og annan til vara. Kristján Thorlacius var endurkjörinn og einnig Valborg Bentsdóttir til vara. Kjaranefnd sker úr ágreiningi varðandi ein- staklinga, og skipar Hæstiréttur þrjá menn en ríkisstjórnin einn. Kjaranefnd fékk tæplega 400 mál til úrskurðar á fyrsta kjörtímabili sínu. ÁSGARÐUR 33

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.