Fréttablaðið - 15.09.2021, Side 2
Á þessum háannatíma
hefur viðbótarfólk oft
komið inn en það er
erfitt að fá það inn
núna.
Kristín Linda Sveinsdóttir,
markaðsstjóri Sölufélags
garðyrkjumanna
Farangursbeltunum
verður skipt út fyrir
hallandi belti.
Djörfung og dugur
Þessi Kvennskælingur gaf allt sitt í ratleik í miðbænum þar sem hann steypti sér ofan í Reykjavíkurtjörn að hætti andanna. Ekki fylgir sögunni að hverju hann
var að leita en ef það var ástin er hann vitlausum megin við Tjarnarbrúna þar sem fönguleg hafmeyja situr venjulega sunnanmegin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
arib@frettabladid.is
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 Almennar f jöldatak-
markanir fóru úr 200 í 500 manns
á miðnætti í gær og opnunartími
skemmtistaða lengdist um klukku-
stund. Skemmtistaðir mega nú
taka á móti gestum til miðnættis
og allir gestir þurfa að vera farnir út
klukkan 01.00.
Sérstakt ákvæði sóttvarnareglna
heimilar samkomur fyrir 1.500
manns með notkun hraðprófa, er
það sérstaklega hugsað fyrir skóla-
böll. Framhaldsskólanemar hafa
kvartað sáran yfir að hafa ekki
getað farið á ball.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði að loknum ríkis-
stjórnarfundi í gær að samstaða
væri innan ríkisstjórnarinnar um
nýju reglurnar og að hraðprófin
yrðu fólki að kostnaðarlausu. Á höf-
uðborgarsvæðinu munu hraðprófin
til að byrja með fara fram í húsnæði
Heilsugæslunnar við Suðurlands-
braut á milli klukkan 8 og 20. Stefnt
er að því að auka aðgengi að hrað-
prófum, reglugerð þess efnis verður
birt á næstu dögum.
Reglurnar gilda til 6. október. n
Fimm hundruð mega koma saman
Skemmtistaðir mega
nú taka á móti gestum
til miðnættis.
Faxafeni 11 • Sími 534 0534 • www.partybudin.is
Búningar!
Skraut!
birnadrofn@frettabladid.is
LANDBÚNAÐUR Borið hefur á skorti
á íslensku grænmeti og þá aðal-
lega agúrkum í verslunum landsins
síðustu daga. Kristín Linda Sveins-
dóttir, markaðsstjóri Sölufélags
garðyrkjumanna, segir ástæðuna
minni framleiðslu samfara aukinni
eftirspurn.
„Það hefur hægt aðeins á gúrku-
framleiðslunni vegna þess að
bændur voru að skipta út plöntum
en það þarf alltaf að gera reglulega,“
útskýrir Kristín. „Á sama tíma ger-
ist það að skólarnir eru að byrja og
mötuneytin að opna, atvinnulífið
er allt að fara af stað og meira er að
gera á veitingastöðum svo það er
gríðarleg eftirspurn,“ bætir hún við.
Gúrkur hafa löngum verið vin-
sælar hjá Íslendingum, þær inni-
halda mikið magn vatns, eða 96
grömm í hundrað grömmum, auk
þess innihalda þær A-, B- og C-víta-
mín, kalk og járn. Þær eru ræktaðar
allt árið um kring og er plantað út
allt að fimm sinnum á ári en í hefð-
bundinni ræktun er þeim plantað
tvisvar á ári, í febrúar og maí eða
júní. Ræktunar tími gúrku er nokkr-
ar vikur.
„Annað sem bændur hafa verið að
upplifa samhliða þessu er að erfitt
reynist að fá fólk til starfa. Á þessum
háannatíma hefur viðbótafólk oft
komið inn en það er erfitt að fá það
inn núna,“ segir Kristín.
Hún segir landsmenn þó ekki
þurfa að bíða lengi eftir gúrkunum,
von sé á þeim í verslanir á næstu
dögum.
„Það hefur verið góð tíð í blóm-
káli og það er nóg til af rófum,“
segir Kristín en bendir á að veður-
far hafi haft áhrif á grænmetisfram-
leiðsluna í ár, kaldir vordagar hafi
seinkað komu útiræktaðs græn-
metis í verslanir.
Íslenskt útiræktað grænmeti var
um það bil tveimur vikum seinna á
ferðinni í ár en vanalega. Maímán-
uður var kaldur og það rigndi lítið.
Aðalútiræktunarsvæði fyrir íslenskt
grænmeti er Flúðasvæðið á Suður-
landi og þar var sérlega kalt í vor.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu Íslands var maímán-
uður hér á landi þurr um allt land og
óvenju lítið rigndi fyrstu þrjár vikur
mánaðarins. Meðalhiti í Árnesi í
maí síðastliðnum var 4,8 stig sem er
1,7 stigum undir meðaltali áranna
1991 til 2020.
„En þetta er að komast í jafnvægi
núna,“ segir Kristín. n
Engin gúrkutíð í verslunum
landsins um þessar mundir
Íslenskt útiræktað grænmeti var um tveimur vikum seinna í ár en venjulega.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Grænmetisskortur hefur
verið í verslunum landsins að
undanförnu. Ástæður þar að
baki eru meðal annars minni
framleiðsla og aukin eftir-
spurn. Þá segja bændur að
erfiðara sé að fá fólk til starfa
á þessum háannatíma.
kristinnhaukur@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Nýjum sprengjuleitar-
tækjum verður komið fyrir í farang-
ursbelti Keflavíkurflugvallar. Isavia
hefur samið við franska fyrirtækið
Alstef Group um innleiðingu hins
nýja kerfis, sem mun leysa af hinn
hefðbundna skanna sem er nú til
staðar.
Farþegarnir sjálfir munu einnig
taka eftir breytingum því að farang-
ursbeltunum sjálfum verður skipt
út fyrir hallandi belti. Alstef hefur
víðtæka reynslu af uppsetningu
farangurskerfa en þetta er fyrsta
verkefni fyrirtækisins hér á landi. n
Tæki til að leita að
sprengjum komið
fyrir í Keflavík
Kerfið leysir skannann af.
2 Fréttir 15. september 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ