Fréttablaðið - 15.09.2021, Síða 14
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Eftirmálin
eru blettur
á sögu
Hæsta
réttar.
Of margir
foreldrar
eiga í basli
með að
uppfylla
grunnþarf
ir barna
sinna.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser@frettabladid.is
Einkennilega lítil umræða hefur skapast um vanhæfi hæstaréttardómara frá því á hrunárunum fyrir áratug, jafnvel þó um sé að ræða einn alvarlegasta misbrest í störfum æðsta dómstigs þjóðarinnar frá
því það var sett á laggirnar fyrir einni öld og ári
betur.
Á þessum tíma fengu níu hæstaréttardómarar
tækifæri til að svara fyrir um fjárhagsleg tengsl
sín við föllnu bankana áður en þeir tóku sjálfir til
við að dæma mann og annan fyrir gáleysislega
stjórn á helstu peningastofnunum landsins. Fjórir
svöruðu, en fimm ekki.
Eftirmálin eru blettur á sögu Hæstaréttar.
Í hópi þeirra sem svöruðu ekki voru einmitt
dómararnir sem áttu mestu fjárhagslegu hags-
munanna að gæta – og töpuðu fyrir vikið mestu
á falli bankanna. Þeir sátu á þeim upplýsingum
á meðan þeir dæmdu hvern sakborninginn í
bankahruninu af öðrum í fangelsi.
Jón Steinar Gunnlaugsson, einn þeirra fyrr-
verandi hæstaréttardómara á þessum tíma sem
svöruðu til um fjárhagsleg tengsl sín við gömlu
bankana, hefur margsinnis gagnrýnt kollega
sína frá þessum tíma – og það harðlega. Þar hefur
hann reynst hrópandinn í eyðimörkinni. Hann
hefur staðið einn með pennann að vopni til að
vekja athygli á því að Hæstiréttur Íslands var að
stórum hluta vanhæfur til að takast á við þetta
einstaka, sögulega og vandmeðfarna mál í réttar-
sögu landsins.
Og hvers vegna skyldu aðrir hæstaréttarlög-
menn fara hér með veggjum og gera upp við þessa
sögu með þögninni einni saman? Má vera að
löngun þeirra í dómarasæti sé gagnrýninni yfir-
sterkari? Vilja þeir ekki rugga bátnum af ótta við
að fá ekki stjórnað honum?
Þetta eru eðlilegar spurningar. Og nauðsyn-
legar.
Hæstiréttur Íslands er ein meginstoðanna í
regluverki Íslands. Trúverðugleiki hans skiptir
sköpum í réttarríkinu. Þeir landsmenn sem setjast
þar á sakabekk eiga heimtingu á að dómarar rétt-
arins starfi þar af heilindum og upplýsi í öllum
tilvikum hvort þeir tengist á einhvern hátt þeim
dómsmálum sem tekin eru fyrir hverju sinni.
Því var ekki að heilsa fyrir áratug. Þá réð
leyndarhyggjan ríkjum.
Og það er skammarlegt.
Í uppgjöri bankahrunsins hefur þessi þáttur
ekki fengið það vægi sem hann á skilið. Og það
er ef til vill vegna þess að það hefur ekki verið til
siðs að gjalda varhug við hlutdrægni þessa æðsta
dómstigs þjóðarinnar.
Sagan sýnir aftur á móti að það er full ástæða til
að draga áreiðanleika hans í efa. n
Skrýtin þögn
650 þúsund krónur. Það eru um 43 innkaupakerrur.
Fimm ára Suzukinám á fiðlu í Tónskóla Sigursveins. 22
parkaúlpur á barnið. 1.494 skólamáltíðir. 34 sálfræði-
tímar. Höfðingleg fermingarveisla. Eða bara ferð út
fyrir fjölskylduna.
650 þúsund krónur. Það er upphæðin sem meðalfjöl-
skylda á Íslandi fengi út úr barnabótakerfi Samfylking-
arinnar á ári. Markmiðið er að stórauka stuðning við
barnafjölskyldur og tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri
óháð efnahag.
Of margir foreldrar eiga í basli með að uppfylla
grunnþarfir barna sinna, eru kannski einni heimsókn
til sálfræðings eða týndri skólaúlpu frá því að lenda
í vandræðum með að borga reikninga um mánaða-
mótin. Þá er það er staðreynd að alltof mörg börn hafa
ekki aðgang að tómstundum.
Og hvernig ætlar Samfylkingin að tryggja jöfn tæki-
færi barna? Með því að borga fleiri fjölskyldum hærri
barnabætur í hverjum mánuði.
Tökum dæmi.
Par á meðallaunum með tvö börn fengi 54 þúsund
krónur mánaðarlega.
Það eru um 650 þúsund á ári.
Einstætt foreldri með tvö börn fengi 77 þúsund
krónur á mánuði.
Það eru 924 þúsund á ári.
Það munar um minna á flestum heimilum.
Nýtt barnabótakerfi Samfylkingarinnar (fjármagnað
með upptöku stóreignaskatts á hreina eign yfir 200
milljónir) yrði ein stærsta skattatilfærsla til lág- og milli-
tekjufólks sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Almennar
barnabætur sem eru óskertar upp að meðallaunum er
velferðarmál en það er líka góð hagstjórn að veita for-
eldrum andrými og fjárfesta í hag barna til lengri tíma.
Ef við ætlum að stórauka stuðning við barnafjöl-
skyldur og taka upp norrænt barnabótakerfi – þurfum
við aðra ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem berst með kjafti
og klóm fyrir betra lífi fyrir þig – þína fjölskyldu – og
komandi kynslóðir. Í stað þeirrar sem fagnar óbreyttu
ástandi sem „stöðugleika“.
Atkvæði til Samfylkingarinnar er atkvæði til foreldra
og barna. n
650 þúsund
Logi Einarsson
formaður Sam-
fylkingarinnar
- heimur fágaðra möguleika
www.modern.is
FAXAFEN 10 · 108 REYKJAVÍK · 534 7777
- ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR AF PÖNTUNUM
SVO ÞÚ FÁIR HÚSGÖGNIN ÖRUGGLEGA HEIM FYRIR JÓLIN
dagur
til jóla!1
7. - 16. SEPTEMBER
kristinnhaukur@frettabladid.is
Truflun
Flestir sem Fréttablaðið hefur
rætt við eru á þeirri skoðun
að yfirstandandi kosninga-
barátta sé sú leiðinlegasta í
manna minnum, jafnvel frá
landnámi. Einkennist hún helst
af innihaldslausum slagorðum
sem óumbeðið er troðið inn í
Youtube-dagskrána. Það eina
sem var greipt í minni fólks
eftir leiðtogaumræðurnar í
sjónvarpinu var að einn þeirra
virtist áberandi ölvaður og reif
kjaft. Það sem bíður okkar eftir
kosningar er þing með enn fleiri
f lokkum. Fleiri f lokkum sem
þurfa pening úr okkar vasa til að
trufla Youtube-dagskrána.
Einmitt
Jón Gunnarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, segist
hættur að styðja ríkisstjórnina
ef ekki væri stutt í kosningar. Er
það vegna friðlýsinga umhverf-
isráðherra. Er trúlegt að Jón
hefði gerst villiköttur á miðju
kjörtímabili eða er þetta tilraun
til að afla fylgis við ysta hægrið?
Vitaskuld er hið síðara rétt því
ef eitthvað væri að marka þetta
myndi Jón einfaldlega hætta að
styðja stjórnina og neita frekara
samstarfi við VG. Hvorugt gerir
hann því að hann veit að nái
stjórnin meirihluta mun hún
halda áfram. Og ekki mun heyr-
ast mjálm í Jóni, nema kannski
fyrir þarnæstu kosningar. n
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 15. september 2021 MIÐVIKUDAGUR