Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 15
GEGGJAÐIR GRÍSKIR RÉTTIR, GRÍSK VÍN OG KOKTEILAR frá kl. 17.00 Feta me filo 2.790 kr. Grískur turn 2.590 kr. Gyro 3.490 kr. Spínatbaka / Spanikopita 2.790 kr. Mousakka 3.490 kr. EFTIRRÉTTUR Loukomades 1.890 kr. fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! Í FEBRÚAR Breyta Febrúar í frá kl. 17.00 EFTIRRÉTTUR Kannski setja undir Sleppa Hafnarstræti 1-3 🙂🙂🙂🙂🙂🙂 Seðill og borðapantanir á OG OKTOBER I SEPTEMBER Hugverkaiðnaðurinn er orðinn fjórða stoðin í íslensku efnahags- lífi, í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins og hefur alla burði til þess að verða stærsta útf lutningsgrein þjóðar- innar. Störfin sem skapast í hug- verkaiðnaði eru hálaunastörf og auka fjölbreytni í íslensku atvinnu- lífi. Með því að fjölga eggjum í körfunni dreifum við áhættunni og efnahagur þjóðarinnar ræðst ekki af afkomu fárra fyrirtækja eða atvinnugreina. Ein mikilvægasta auðlind Íslands er hugvit okkar Íslendinga. Auðlind sem er hægt að virkja til sköpunar tölvuleikja, í líftækni, örtækni eða hönnun. Eða í eitthvað allt annað, því hugmyndaflugið eitt setur hug- verkaiðnaðinum skorður. Heimur- inn breytist hratt, stærstu fyrirtæki heims voru mörg ekki til fyrir ára- tug síðan. Með mark vissum aðgerðum á kjörtímabilinu sem er að líða hefur verið byggt undir nýsköpun á Íslandi. Skilyrði til skattaíviln- unar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum hafa verið framlengd og einfölduð og viðmið- unarfjárhæðir skattafrádráttar eða endurgreiðslna vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar hafa verið hækkaðar. Vísisjóðurinn Kría var stofnaður sem hefur auðveldað fjár- mögnun sprotafyrirtækja til muna. Allar þessar aðgerðir eru til þess fallnar að hvetja enn frekar til fjár- festinga í rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi, þróun sem stundum er nefnd fjórða iðnbyltingin. Hvatarnir hafa þegar skilað mikl- um árangri. Ekki hafa aðeins orðið til ný fyrirtæki heldur hafa öflug fyrirtæki sem stunda rannsóknir og þróun valið að byggja upp kjarna- starfsemi sína hér á landi. Ísland er samkeppnishæft við önnur ríki. Öflugt atvinnulíf skiptir máli. Öfl- ugur hugverkaiðnaður skiptir máli. Velsæld heimila í landinu byggir á hagvexti, útf lutningi og vel laun- uðum störfum. Nýlega benti aðstoðarfram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs á það í grein í Viðskiptablaðinu að um 38% fólks á vinnumarkaði eru nú með háskólagráðu. Til samanburðar var hlutfallið 11% árið 1990. Þetta skapar vinnumarkaðnum mikla áskorun því eins og sakir standa verða ekki til sérhæfð störf fyrir allt þetta vel menntaða starfsfólk og laun háskólamenntaðra munu vafa- lítið lækka með auknu framboði. Á sama tíma hefur fólk fjárfest í námi sínu, til að mynda með námslánum sem það þarf svo að greiða af þegar út í atvinnulífið er komið. Það er vissulega lúxusvandamál að vera með svo vel menntað þjóð- félag en vandamál getur það orðið engu að síður ef ekkert er viðhafst til að bregðast við breyttri stöðu. Þess vegna skiptir miklu máli að fjölga nýjum störfum og nýsköpun er svarið. n Hugverkaiðnaður er framtíðin Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðis- f lokksins og í 3. sæti í Suðvestur- kjördæmi Fyrsta frétt RÚV kvöld eitt í síðustu viku var svar Svandísar Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra við þeirri þungu umræðu sem nú fer fram um ófullnægjandi húsnæði geðdeildar Landspítala. Af alkunnri ábyrgðartilfinningu fyrir embætti sínu sagði heilbrigðis- ráðherra við þjóðina að það væri umhugsunarefni að forverar hennar í ráðherrastólnum skyldu ekki hafa leyst málið og komið geðsviðinu fyrir í þeim nýbyggingum, sem nú er verið að reisa. Þjóðin fékk þó ekki svar við þeirri spurningu hvað hún hefði gert í málinu. En er það að ekki líka umhugsunarefni? Um helgina fylgdi fréttastofan svo málinu eftir með því að birta bréf frá félagi geðlækna, sem ráðherra barst á síðasta ári. Þar var bent á nauðsyn úrbóta. Og fram kom að ráðherra hefði ekki virt læknana svars. Er það ekki umhugsunarefni? Í vor sem leið vakti Krabba- meinsfélagið athygli á óboðlegri aðstöðu fyrir þá skjólstæðinga Landspítala sem njóta þjónustu dag- deildar og blóð- og krabbameins- lækninga. Fram kom að stjórnendur Landspítalans voru með tillögu um hvernig leysa mætti þann vanda án tafar. Fréttir voru sagðar af því að Krabbameinsfélagið hefði sam- þykkt að kosta hluta úrbótanna ef vilji væri til skjótra viðbragða. Engar fréttir hafa verið sagðar um við- brögð heilbrigðisráðherra. Er það ekki umhugsunarefni? Öll þjóðin veit að vinnubrögð heilbrigðisráðherra við breytingar á skimun fyrir krabbameinum leiddu til þess að tugir þúsunda kvenna komu þeim skýru skilaboðum á framfæri að þær teldu að lífi og heilsu kvenna væri stefnt í hættu. Enn eru sagðar fréttir af þessu klúðri. Er það ekki umhugsunar- efni? Færri vita að búið var að undirbúa skimun fyrir ristilkrabbameinum þegar núverandi ráðherra settist í stólinn. Því verkefni var stungið ofan í skúffu meðan klúðrið var undirbúið. Er það ekki umhugsun- arefni? Árið sem ráðherra tók við emb- ætti þurftu konur sem greinst höfðu með brjóstakrabbamein að bíða í 35 daga eftir aðgerð. Tveimur árum seinna þurftu konur að bíða í 58 daga. Það eru nýjustu birtu tölur. Er það ekki umhugsunarefni? Stuðningur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við þessar ákvarðanir heilbrigðisráðherra hefur verið ótvíræður allt kjörtíma- bilið og þar með ábyrgð? Er það ekki umhugsunarefni? Er ekki umhugsunarefni hverjum á að treysta fyrir þessu embætti? n Umhugsunarefni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Ein mikilvægasta auð- lind Íslands er hugvit okkar Íslendinga. Auðlind sem er hægt að virkja til sköpunar tölvuleikja, í líftækni, örtækni eða hönnun. Þjóðin fékk þó ekki svar við þeirri spurn- ingu hvað hún hefði gert í málinu. En er það að ekki líka umhugs- unarefni? MIÐVIKUDAGUR 15. september 2021 Skoðun 15FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.