Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 40
Ég vil að lesendur
bregðist við á tilfinn-
ingaríkan hátt.
Bandaríski blaðamaðurinn
Barbara Demick var meðal
gesta á Bókmenntahátíð í
Reykjavík. Hún er höfundur
þriggja bóka og tvær þeirra
hafa komið út í íslenskri
þýðingu.
Fyrsta bók hennar, Logavina Street,
kom út árið 1996 og fjallar um
Bosníu stríðið. Önnur bók hennar,
Engan þarf að öfunda, kom út
árið 2009 og fjallar um daglegt líf í
Norður-Kóreu. Sú frábæra bók kom
út í íslenskri þýðingu árið 2013. Nýj-
asta verk hennar, Að borða Búdda,
er nýkomið út á íslensku, en þar er
fjallað um líf íbúa í Tíbet.
„Ég hef meðvitað valið að skrifa
um fólk sem mætir litlum skilningi
og fjölmiðlar hafa lítið fjallað um.
Umfjöllun um Tíbeta og íbúa Norð-
ur-Kóreu er oft mjög klisjukennd.
Íbúum Norður-Kóreu er lýst eins
og séu þeir vélmenni sem marsera í
takt og hafi enga sjálfstæða hugsun.
Tíbetum er lýst eins og þeir séu hinn
göfugi villimaður.“
Með harðan skráp
Demick velur að segja sögur sínar í
gegnum einstaklinga sem lesand-
inn kynnist vel. „Allar þrjár bækur
mínar eiga þetta sameiginlegt. Ég
kýs að fjalla um fólk á afmörkuðum
svæðum, lýsa litlum heimi innan
heildarinnar. Ég valdi eina götu í
Sarajevo, eina borg í Norður-Kóreu
og einn bæ í Tíbet og lýsti mann-
lífi þar. Það er sagt að Stalín hafi
sagt að dauði einnar manneskjur
væri harmleikur en dauði milljóna
tölfræði. Ef maður kynnist einni
manneskju sem missir barn sitt
eða systkini þá finnur maður raun-
verulega fyrir sorg hennar, nokkuð
sem maður finnur ekki fyrir þegar
maður skoðar tölfræðina.“
Demick hefur hitt fólk sem hefur
upplifað skelfilega atburði. Það
hlýtur að taka á hana, segir blaða-
maður. „Vissulega, en ég hef komið
mér upp hörðum skráp. Erlendir
fréttaritarar eru eins og læknar, sjá
margt slæmt en læra að harka af sér.
Mér líður illa þegar ég skrifa um lífs-
reynslu þessa fólks. Ef það væri ekki
þannig þá myndu lesendur mínir
ekki finna fyrir þeirri sömu tilfinn-
ingu. Ég vil að lesendur bregðist við
á tilfinningaríkan hátt.“
Hún segist ekki vera bjartsýn á
framtíð Norður-Kóreu. „Ég held að
lítið muni breytast þar og það sama
á við um Tíbet.“
Vinnur að nýrri bók
Hún er spurð hvort það hafi ekki
Líður illa þegar ég skrifa um reynslu þessa fólks
Ég hef meðvitað
valið að skrifa
um fólk sem
mætir litlum
skilningi, segir
Demick.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
GEISLADISKUR
Last Song.
Una Sveinbjarnardóttir og Tinna
Þorsteinsdóttir.
Sono Luminus.
Jónas Sen
„Hr. Hundfúll slapp naumlega lif-
andi frá síðasta lagi fyrir fréttir á Rás
1. Mögulega nær hann sér að fullu
eftir þessi ósköp sem Ríkisboxið
bauð upp á á fyrsta degi samkomu-
bannsins hér á Fróni en fyrr má nú
aldeilis fyrr vera. Hvers vegna er ekki
bara boðið upp á Ðe Lónlí Blú Bojs
eða Brimkló frekar en þetta alís-
lenska sargandi garg?“
Þessi bloggfærsla, á Feykir.is, birt-
ist í fyrra og endurspeglar viðhorf
margra til tónlistarinnar sem er
spiluð í hádeginu í Ríkisútvarpinu.
Viðkomandi ætti þá ekki að fá sér
nýútkominn geisladisk Unu Svein-
bjarnardóttur fiðluleikara og Tinnu
Þorsteinsdóttur píanóleikara. Þar er
nefnilega að mestu leyti „sargandi
garg“.
Fagurt og magnað
Án gríns þá er þetta falleg tónlist.
Og stundum mögnuð. Þar á meðal
er Anima Processional eftir Hilde-
gard von Bingen, en hún var skyggn
nunna á tólftu öld. Hún var ekki lærð
í klassískri tónlist, en tókst samt að
semja fjölmörg einstaklega hrífandi,
seiðandi verk sem hún heyrði og sá í
mystískum upplifunum. Útsetning-
in er nokkuð nýstárleg, bassastreng-
ur í píanóinu virðist vera strokinn
fremur en að á hann sé slegið. Þessi
djúpi liggjandi tónn er dáleiðandi og
fiðluleikurinn er það einnig. Hann er
ákafur og spennuþrunginn, og kallar
fram hjá manni löngun til að heyra
meira eftir nunnuna.
Andrúmsloftið á geisladiskinum
er íhugult og dálítið nostalgískt.
Maríulög eftir Atla Heimi Sveinsson
eru ljúfsár og Una spilar af fallegri
einbeitingu. Tónarnir hennar eru
safaríkir en alltaf tærir, mótaðir af
einstakri smekkvísi. Tinna spilar
líka af gríðarlegri fagmennsku og
þegar hún fer út fyrir ramma hins
hefðbundna píanóleiks, þá er það
sannfærandi. Til dæmis er Vöggu-
vísa Magnúsar Blöndals Jóhanns-
sonar sérlega skemmtileg, en þar
leikur Tinna á leikfangapíanó.
Innblásnar hugmyndir
Ef nissk ráin á geisladisk inum
samanstendur af stuttum lögum,
með einni undantekningu, sem er
Íslensk svíta eftir Jórunni Viðar.
Hún er í fimm köflum. Þetta er ekki
besta verk Jórunnar, en sérgrein
hennar var sönglög, þar sem hún var
á heimvelli. Mörg lögin hennar eru
dásamleg, en svítan er dálítið ein-
feldningsleg. Úrvinnsla tónefnisins
er aldrei sérlega áhugaverð, hvað þá
frumleg, þótt grunnhugmyndirnar
séu innblásnar.
Lag eftir Karólínu Eiríksdóttur,
Vetur, er hins vegar heillandi.
Það er stutt og aðgengilegt, en þó
ekki ódýrt. Hljómar píanósins eru
töfrandi og einfaldar laghendingar
fiðlunnar áleitnar. Heildaráferðin er
í senn tregafull en gefur samt fyrir-
heit um ljós handan ganganna, ef
svo má að orði komast.
Lag eftir Unu sjálfa, það síðasta á
geisladiskinum, er líka fullt af sterk-
um tilfinningum og skapar mergjað
andrúmsloft.
Einstaka sinnum hefði innlifunin
mátt vera meiri, eins og t.d. í hinu
yndislega stefi úr Orfeo og Euridice
eftir Gluck, sem er óþarflega hratt
og dálítið kuldalegt. Hugleiðslan
eftir Massenet hefði sömuleiðis
mátt vera hástemmdari; hún fer
aldrei með mann í ferðalag eins
og hún ætti að gera. Engu að síður
er þetta fallegur geisladiskur og ég
kýs hann hiklaust fram fyrir eitt-
hvert sargandi, æpandi poppgarg. n
NIÐURSTAÐA: Afar vandaður
geisladiskur með fallegri tónlist.
Síðasta lag ekki sargandi garg
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
breytt henni sem manneskju að
skrifa bækur um fólk sem býr við
kúgun og má teljast heppið að lifa
af. „Það hefur eflt samkennd mína
með öðrum og ég hef líka áttað
mig á því að allir hafa sína sögu að
segja.“
Hún vinnur nú að nýrri bók sem
fjallar um ættleiðingar kínverskra
stúlkna til Bandaríkjanna og Evr-
ópu. „Opinbera skýringin er sú að
þær hafi verið yfirgefnar vegna þess
að foreldrar þeirra vildu eignast
strák. Það er hluti af skýringunni en
ekki eina skýringin. Margar þeirra
voru teknar frá fjölskyldum sínum
með valdi eða vegna þrýstings frá
stjórnvöldum. Ég er að skrifa um
kínverska foreldra og aðstandendur
þessara stúlkna.“ n
24 Menning 15. september 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 15. september 2021 MIÐVIKUDAGUR