Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 1

Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 1. A P R Í L 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 92. tölublað . 109. árgangur . Melóna Græn 384KR/KG ÁÐUR: 549 KR/KG GIRNILEG TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ! Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 22.—25. apríl Lambaframpartur Grillsagaður 699KR/KG ÁÐUR: 999 KR/KG Kjúklingabringur Grilltvenna 1.679KR/KG ÁÐUR: 2.665 KR/KG -37%-30% -30% HÖRÐ BARÁTTA VERÐUR Á FLUGMARKAÐI OFURDEILDIN SEM ENGINN BAÐ UM KLÚBBURINN GREINIR KRÍSUNA Í AKADEMÍUNNI AÐDÁENDUR AFAR ÓSÁTTIR 24, 50 AFHJÚPUN SEM HAFÐI ÁHRIF 56VIÐSKIPTAMOGGINN Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Stefnt er að því að aflétta öllum tak- mörkunum vegna kórónuveirufar- aldursins innanlands fyrir 1. júlí. Þá er áætlað að bólusetningu allra yfir 16 ára verði lokið, að því er fram kom á blaðamannafundi ríkisstjórnarinn- ar í gær. Dómsmálaráðherra segir gleðiefni að bólusetningar gangi vel svo líf landsmanna gæti færst í eðli- legt horf. Þá voru einnig kynntar hertar aðgerðir á landamærunum og leggur heilbrigðisráðherra fram frumvarp þess efnis á Alþingi í dag. Í því felst heimild til þess að skylda ferðamenn frá skilgreindum áhættu- svæðum í sóttvarnahús en hægt verður að sækja um undanþágu, sýni ferðamaður fram á að hann geti klár- að sóttkví á viðunandi stað. Stjórnvöld leggja einnig til að lög- fest verði heimild dómsmálaráð- herra til þess að banna ónauðsynleg- ar ferðir til landsins, komi ferðamenn frá skilgreindum áhættu- svæðum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferða- mála- og nýsköpunarráðherra, segir að ferðavilji bólusettra sé mikill. Ferðaþjónustan sæki á bandarískan markað, þar sem bólusetning þar gengur vel. Öllu aflétt fyrir 1. júlí - Stjórnvöld herða tímabundið aðgerðir á landamærunum MStefna að afléttingu … » 4 „Ég kom vegna nýja eldgossins og held að ég hafi náð einu myndinni þar sem norðurljósin virðast stíga upp úr eldfjallinu,“ sagði Max Milli- gan, ljósmyndari frá Bretlandi. „Ég var við að leggja af stað en sneri mér við og þá voru norðurljósin komin. Klukkuna vantaði eina mín- útu í þrjú um nóttina. Ég hef séð myndir af eld- lituðum gosmekkinum og norðurljósum, en ekki eldjallinu sjálfu og norðurljósum.“ »10 Ljósmynd/Maxmilliganphoto á Instagram Stórkostleg litbrigði á kaldri vetrarnótt Bæta þarf aðgengi að íslensku hand- ritunum sem varðveitt eru í Kaup- mannahöfn og æskilegt væri að fá fleiri þeirra hingað til lands. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra í samtali við Morgun- blaðið í tilefni af því að í dag, 21. apr- íl, er liðin hálf öld síðan fyrstu handritin úr vörslu Dana voru feng- in Íslendingum að nýju. Í handritamálinu börðust Íslend- ingar fyrir menningu sinni og sjálfs- mynd segir menntamálaráðherra og leggur áherslu á hve mikilvæg þessi barátta hafi verið. „Þjóðum sem eiga sína sögu vegnar betur en öðrum, enda hafa þær til framtíðar litið góð- an grunn til að byggja á,“ tiltekur Lilja sem segir aðkallandi að koma fornsögunum íslensku í stafrænt form. Nýta verði möguleika fjórðu iðnbyltingarinnar til þess að efla ís- lenskt mál og bókmenntir. „Handritin eru sál íslensku þjóð- arinnar, skilið okkur þeim til baka,“ segir íslenski menntamálaráðherr- ann í viðtali um helgina við Kriste- ligt Dagblad sem gefið er út í Kaup- mannahöfn. »16 Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Handritadagurinn 21. apríl 1971. Handritin sál Íslands - Lilja vill að Danir skili fleirum til baka Bjarg íbúðafélag nær ekki að endur- fjármagna nærri þriggja milljarða skuldbindingar sínar sem stendur þar sem Húsnæðis- og mannvirkja- stofnun hefur stöðvað allar lánveit- ingar að sinni. Ástæða stöðvunar- innar er alvarlegur ágreiningur stofnunarinnar við fjármála- og efnahagsráðuneytið um hvernig fjármögnun stofnunarinnar skuli háttað. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að dráttur á endurfjár- mögnun Bjargs valdi því að félagið getur ekki lækkað leiguverð gagn- vart skjólstæðingum sínum eins og stefnt hafi verið að. »Viðskipti Bjarg nær ekki að endurfjármagna _ Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn, segir að vegfar- enda í Reykjavík bíði stórkostlegt vinnutap og tafir gangi tillögur Dags B. Eggerts- sonar borgar- stjóra eftir um stórfellda lækkun á ökuhraða. Alls muni ríflega eitt þúsund mannár fara í súginn á ári hverju fyrir vikið, samkvæmt tölum borgarinnar. »33 Þúsund ár tapast á götum Reykjavíkur Eyþór Arnalds

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.