Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 1. A P R Í L 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 92. tölublað . 109. árgangur . Melóna Græn 384KR/KG ÁÐUR: 549 KR/KG GIRNILEG TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ! Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 22.—25. apríl Lambaframpartur Grillsagaður 699KR/KG ÁÐUR: 999 KR/KG Kjúklingabringur Grilltvenna 1.679KR/KG ÁÐUR: 2.665 KR/KG -37%-30% -30% HÖRÐ BARÁTTA VERÐUR Á FLUGMARKAÐI OFURDEILDIN SEM ENGINN BAÐ UM KLÚBBURINN GREINIR KRÍSUNA Í AKADEMÍUNNI AÐDÁENDUR AFAR ÓSÁTTIR 24, 50 AFHJÚPUN SEM HAFÐI ÁHRIF 56VIÐSKIPTAMOGGINN Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Stefnt er að því að aflétta öllum tak- mörkunum vegna kórónuveirufar- aldursins innanlands fyrir 1. júlí. Þá er áætlað að bólusetningu allra yfir 16 ára verði lokið, að því er fram kom á blaðamannafundi ríkisstjórnarinn- ar í gær. Dómsmálaráðherra segir gleðiefni að bólusetningar gangi vel svo líf landsmanna gæti færst í eðli- legt horf. Þá voru einnig kynntar hertar aðgerðir á landamærunum og leggur heilbrigðisráðherra fram frumvarp þess efnis á Alþingi í dag. Í því felst heimild til þess að skylda ferðamenn frá skilgreindum áhættu- svæðum í sóttvarnahús en hægt verður að sækja um undanþágu, sýni ferðamaður fram á að hann geti klár- að sóttkví á viðunandi stað. Stjórnvöld leggja einnig til að lög- fest verði heimild dómsmálaráð- herra til þess að banna ónauðsynleg- ar ferðir til landsins, komi ferðamenn frá skilgreindum áhættu- svæðum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferða- mála- og nýsköpunarráðherra, segir að ferðavilji bólusettra sé mikill. Ferðaþjónustan sæki á bandarískan markað, þar sem bólusetning þar gengur vel. Öllu aflétt fyrir 1. júlí - Stjórnvöld herða tímabundið aðgerðir á landamærunum MStefna að afléttingu … » 4 „Ég kom vegna nýja eldgossins og held að ég hafi náð einu myndinni þar sem norðurljósin virðast stíga upp úr eldfjallinu,“ sagði Max Milli- gan, ljósmyndari frá Bretlandi. „Ég var við að leggja af stað en sneri mér við og þá voru norðurljósin komin. Klukkuna vantaði eina mín- útu í þrjú um nóttina. Ég hef séð myndir af eld- lituðum gosmekkinum og norðurljósum, en ekki eldjallinu sjálfu og norðurljósum.“ »10 Ljósmynd/Maxmilliganphoto á Instagram Stórkostleg litbrigði á kaldri vetrarnótt Bæta þarf aðgengi að íslensku hand- ritunum sem varðveitt eru í Kaup- mannahöfn og æskilegt væri að fá fleiri þeirra hingað til lands. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra í samtali við Morgun- blaðið í tilefni af því að í dag, 21. apr- íl, er liðin hálf öld síðan fyrstu handritin úr vörslu Dana voru feng- in Íslendingum að nýju. Í handritamálinu börðust Íslend- ingar fyrir menningu sinni og sjálfs- mynd segir menntamálaráðherra og leggur áherslu á hve mikilvæg þessi barátta hafi verið. „Þjóðum sem eiga sína sögu vegnar betur en öðrum, enda hafa þær til framtíðar litið góð- an grunn til að byggja á,“ tiltekur Lilja sem segir aðkallandi að koma fornsögunum íslensku í stafrænt form. Nýta verði möguleika fjórðu iðnbyltingarinnar til þess að efla ís- lenskt mál og bókmenntir. „Handritin eru sál íslensku þjóð- arinnar, skilið okkur þeim til baka,“ segir íslenski menntamálaráðherr- ann í viðtali um helgina við Kriste- ligt Dagblad sem gefið er út í Kaup- mannahöfn. »16 Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Handritadagurinn 21. apríl 1971. Handritin sál Íslands - Lilja vill að Danir skili fleirum til baka Bjarg íbúðafélag nær ekki að endur- fjármagna nærri þriggja milljarða skuldbindingar sínar sem stendur þar sem Húsnæðis- og mannvirkja- stofnun hefur stöðvað allar lánveit- ingar að sinni. Ástæða stöðvunar- innar er alvarlegur ágreiningur stofnunarinnar við fjármála- og efnahagsráðuneytið um hvernig fjármögnun stofnunarinnar skuli háttað. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að dráttur á endurfjár- mögnun Bjargs valdi því að félagið getur ekki lækkað leiguverð gagn- vart skjólstæðingum sínum eins og stefnt hafi verið að. »Viðskipti Bjarg nær ekki að endurfjármagna _ Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn, segir að vegfar- enda í Reykjavík bíði stórkostlegt vinnutap og tafir gangi tillögur Dags B. Eggerts- sonar borgar- stjóra eftir um stórfellda lækkun á ökuhraða. Alls muni ríflega eitt þúsund mannár fara í súginn á ári hverju fyrir vikið, samkvæmt tölum borgarinnar. »33 Þúsund ár tapast á götum Reykjavíkur Eyþór Arnalds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.