Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 14
Á sumardaginn fyrsta hafa skát- arnir jafnan verið í aðalhlutverki við hátíðahöld, sem í ár verða lág- stemmd af skiljanlegum ástæðum. Sitthvað verður þó til gamans gert og boðskapur dagsins er að leika og lifa. „Lítið er mikið, í einföldu atrið- unum felast ævintýri,“ segir Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Ís- lands. Grípur í öll möguleg störf Marta býr í Grundarfirði og þar í bæ efnir skátafélagið til ratleiks fyrir krakkana. Á hæðum og hólum verða settir upp baukar þar sem fólk getur sett miða með nöfnum sínum. Um kvöldið verður svo dreg- ið úr innsendum nöfnum og vinn- ingar afhentir. Í fyrra voru meðal annars tómataplöntur í vinning, sem Marta segir undirstrika hve göfugt sé að rækta og lifa í anda sjálfbærni. „Ég sjálf stússa í mörgu skemmtilegu hér heima í Grund- arfirði,“ segir Marta. „Gríp í öll möguleg störf sem bjóðast og hef að undanförnu tekið vaktir í sundlaug- inni, á dvalarheimili aldraðra, sinnt liðveislu við fatlað fólk og sitthvað fleira. Þá starfræki ég klifurhús hér í bænum, sem er frábær staður fyr- ir krakka sem finnst gaman að príla og þurfa að fá útrás fyrir orkuna. Meðfram þessu er ég að koma í kring innflutningi á ýmsum vörum frá Kólumbíu, meðal annars mat- vörum, og vonandi kemst sá rekstur af stað nú með vorinu.“ Í harðfisk á Grænlandi Margt spennandi er á dagskrá skátahreyfingarinnar í sumar. Í þrí- gang verða hóflega stór skátamót sem fengið hafa titilinn Skáta- sumarið á Úlfljótsvatni. Þá verða skátafélögin á höfuðborgarsvæðinu með útilífsskóla fyrir börn á aldr- inum 7-11 ára og margvíslega aðra dægradvöl, sem er í senn lærdóms- rík og þroskandi. „Inntak skáta- starfsins er meðal annars að fólk læri að bjarga sér og takast á við óvæntar áskoranir. Sjálfri finnst mér gaman að glíma við slíkt,“ segir Marta sem í júní verður nokkrar vikur við störf í harðfiskverkun á austurströnd Grænlands. Aðstæður þar eru afar frumstæðar en að sama skapi spennandi, eða svo finnst Mörtu sem hræðist ekki hið óþekkta. Raunar þvert á móti; þykir gaman að ganga á hólm við eitthvað ófyrirséð og spennandi og leysa þrautirnar án hiks. Skátar bjarga sér og takast á við áskoranirnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skáti Ævintýri eru í einföldum at- riðum, segir Marta Magnúsdóttir. 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533 SUMARLEYFISFERÐIR FÍ • skráðu þig inn og drífðu þig út! Sjáumst á fjöllum Hvernig verður sumarið? Þótt veturinn sem nú er að líða hafi verið snjó- léttur og frekar mildur, í samanburði við fyrri ár, er einlægt fagnaðarefni allra að sumarið sé að ganga í garð. Skemmti- legir tíma eru handan við hornið með skemmt- unum og ferðalögum um byggð og ból, upp til heiða og dala. Viðmæl- endur láta jafnvel að því liggja að á tímum veir- unnar hafi fólk jafnvel lært að njóta betur augnabliksins og lítilla ævintýra á líðandi stundu. Hver veit. Gleði- legt sumar! sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Sumargleði Leikir og lífsgleði skapa stemningu sumarsins. „Snork í Silfru á Þingvöllum og flug- ferðir í Zip-line í aparólunum sem settar hafa verið upp yfir gljúfur og gil í Vík í Mýrdal eru á óskalista mín- um þetta sumarið. Í fyrra prófaði ég að róa á kajak á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi, og ég vil meira af slíku. Ævintýri og upplifun,“ segir Laufey Guðmundsdóttir sem starfar hjá Markaðsstofu Suðurlands. Á síðasta ári ferðuðust Íslendingar mikið um eigið land, enda ekki annað í boði. Straumurinn lá á best þekktu staðina, svo sem Stuðlagil, Húsavík og á tjaldsvæðin til dæmis í upp- sveitum Árnessýslu. „Í fyrra voru margir að kynnast landinu sínu í fyrsta sinn eða alveg upp á nýtt. Fóru því á þessa algengustu staði en fara í sumar á þá sem eru afskekktari og fáfarnari, til dæmis á hálendinu. Ein- hverjir munu svo sjálfsagt gefa sér tíma til þess að vera í einhverja daga á áhugaverðum stöðum. Sjálfri fannst mér til dæmis mjög gaman að vera í Skaftafelli og víðar í Öræfasveit. Í sumar langar mig að vera einhverja daga við til dæmis Kirkjubæjar- klaustur og Vík í Mýrdal, stórbrotið svæði Kötlu – jarðvangs. Þar eru áhugaverðir staðir sem mig langar til þess að skoða betur.“ Ævintýri og upplifun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferðlangur Kynnast landinu upp á nýtt, segir Laufey Guðmundsdóttir. „Baráttan við veiruna virðist orðin viðráðanlegri en áður. Landið er að rísa og því vænti ég að sumarið verði gott,“ segir Erlingur Krist- ensson í Hafnarfirði. „Í átta ár samfleytt fórum við hjónin til Costa Blanca á Spáni og vorum þar í nokkrar vikur á sumri. Vonandi komumst við út í sumar og staðan virðist góð, því í næstu viku stend- ur til að bólusetja hálfa milljón fólks á Valencia-svæðinu. Vonandi deyja smitin út nú þegar svo stór hópur hefur fengið sprauturnar eftirsóttu. Mér finnst mjög eft- irsóknarvert og gott að komast í heita sólina svolítinn tíma á sumr- in.“ Í Íslandsferðum á sumrin segir Erlingur Snæfellsnesið alltaf eiga sess í hjarta sínu. Ferðirnar þang- að voru fimm – og dvalist ýmist í Stykkishólmi, Langaholti eða á Búðum. „Mesta ævintýrið er samt að dveljast á Malarrifi, þar sem fjölskyldan hafði aðgang að húsi. Að sjá kraftmikið brimið þar berja klettana og finna orkuna frá Jökl- inum er engu öðru líkt. Já, ég hlakka svo sannarlega til sumars- ins og vonandi verða guðir veðrátt- unnar okkur velviljaðir.“ Spánarsól eftirsóknarverð Ljósmynd/Úr einkasafni Sumarfrí Veðurguðirnir verði okk- ur velviljaðir, segir Erlingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.