Morgunblaðið - 21.04.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.04.2021, Qupperneq 14
Á sumardaginn fyrsta hafa skát- arnir jafnan verið í aðalhlutverki við hátíðahöld, sem í ár verða lág- stemmd af skiljanlegum ástæðum. Sitthvað verður þó til gamans gert og boðskapur dagsins er að leika og lifa. „Lítið er mikið, í einföldu atrið- unum felast ævintýri,“ segir Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Ís- lands. Grípur í öll möguleg störf Marta býr í Grundarfirði og þar í bæ efnir skátafélagið til ratleiks fyrir krakkana. Á hæðum og hólum verða settir upp baukar þar sem fólk getur sett miða með nöfnum sínum. Um kvöldið verður svo dreg- ið úr innsendum nöfnum og vinn- ingar afhentir. Í fyrra voru meðal annars tómataplöntur í vinning, sem Marta segir undirstrika hve göfugt sé að rækta og lifa í anda sjálfbærni. „Ég sjálf stússa í mörgu skemmtilegu hér heima í Grund- arfirði,“ segir Marta. „Gríp í öll möguleg störf sem bjóðast og hef að undanförnu tekið vaktir í sundlaug- inni, á dvalarheimili aldraðra, sinnt liðveislu við fatlað fólk og sitthvað fleira. Þá starfræki ég klifurhús hér í bænum, sem er frábær staður fyr- ir krakka sem finnst gaman að príla og þurfa að fá útrás fyrir orkuna. Meðfram þessu er ég að koma í kring innflutningi á ýmsum vörum frá Kólumbíu, meðal annars mat- vörum, og vonandi kemst sá rekstur af stað nú með vorinu.“ Í harðfisk á Grænlandi Margt spennandi er á dagskrá skátahreyfingarinnar í sumar. Í þrí- gang verða hóflega stór skátamót sem fengið hafa titilinn Skáta- sumarið á Úlfljótsvatni. Þá verða skátafélögin á höfuðborgarsvæðinu með útilífsskóla fyrir börn á aldr- inum 7-11 ára og margvíslega aðra dægradvöl, sem er í senn lærdóms- rík og þroskandi. „Inntak skáta- starfsins er meðal annars að fólk læri að bjarga sér og takast á við óvæntar áskoranir. Sjálfri finnst mér gaman að glíma við slíkt,“ segir Marta sem í júní verður nokkrar vikur við störf í harðfiskverkun á austurströnd Grænlands. Aðstæður þar eru afar frumstæðar en að sama skapi spennandi, eða svo finnst Mörtu sem hræðist ekki hið óþekkta. Raunar þvert á móti; þykir gaman að ganga á hólm við eitthvað ófyrirséð og spennandi og leysa þrautirnar án hiks. Skátar bjarga sér og takast á við áskoranirnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skáti Ævintýri eru í einföldum at- riðum, segir Marta Magnúsdóttir. 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533 SUMARLEYFISFERÐIR FÍ • skráðu þig inn og drífðu þig út! Sjáumst á fjöllum Hvernig verður sumarið? Þótt veturinn sem nú er að líða hafi verið snjó- léttur og frekar mildur, í samanburði við fyrri ár, er einlægt fagnaðarefni allra að sumarið sé að ganga í garð. Skemmti- legir tíma eru handan við hornið með skemmt- unum og ferðalögum um byggð og ból, upp til heiða og dala. Viðmæl- endur láta jafnvel að því liggja að á tímum veir- unnar hafi fólk jafnvel lært að njóta betur augnabliksins og lítilla ævintýra á líðandi stundu. Hver veit. Gleði- legt sumar! sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Sumargleði Leikir og lífsgleði skapa stemningu sumarsins. „Snork í Silfru á Þingvöllum og flug- ferðir í Zip-line í aparólunum sem settar hafa verið upp yfir gljúfur og gil í Vík í Mýrdal eru á óskalista mín- um þetta sumarið. Í fyrra prófaði ég að róa á kajak á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi, og ég vil meira af slíku. Ævintýri og upplifun,“ segir Laufey Guðmundsdóttir sem starfar hjá Markaðsstofu Suðurlands. Á síðasta ári ferðuðust Íslendingar mikið um eigið land, enda ekki annað í boði. Straumurinn lá á best þekktu staðina, svo sem Stuðlagil, Húsavík og á tjaldsvæðin til dæmis í upp- sveitum Árnessýslu. „Í fyrra voru margir að kynnast landinu sínu í fyrsta sinn eða alveg upp á nýtt. Fóru því á þessa algengustu staði en fara í sumar á þá sem eru afskekktari og fáfarnari, til dæmis á hálendinu. Ein- hverjir munu svo sjálfsagt gefa sér tíma til þess að vera í einhverja daga á áhugaverðum stöðum. Sjálfri fannst mér til dæmis mjög gaman að vera í Skaftafelli og víðar í Öræfasveit. Í sumar langar mig að vera einhverja daga við til dæmis Kirkjubæjar- klaustur og Vík í Mýrdal, stórbrotið svæði Kötlu – jarðvangs. Þar eru áhugaverðir staðir sem mig langar til þess að skoða betur.“ Ævintýri og upplifun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferðlangur Kynnast landinu upp á nýtt, segir Laufey Guðmundsdóttir. „Baráttan við veiruna virðist orðin viðráðanlegri en áður. Landið er að rísa og því vænti ég að sumarið verði gott,“ segir Erlingur Krist- ensson í Hafnarfirði. „Í átta ár samfleytt fórum við hjónin til Costa Blanca á Spáni og vorum þar í nokkrar vikur á sumri. Vonandi komumst við út í sumar og staðan virðist góð, því í næstu viku stend- ur til að bólusetja hálfa milljón fólks á Valencia-svæðinu. Vonandi deyja smitin út nú þegar svo stór hópur hefur fengið sprauturnar eftirsóttu. Mér finnst mjög eft- irsóknarvert og gott að komast í heita sólina svolítinn tíma á sumr- in.“ Í Íslandsferðum á sumrin segir Erlingur Snæfellsnesið alltaf eiga sess í hjarta sínu. Ferðirnar þang- að voru fimm – og dvalist ýmist í Stykkishólmi, Langaholti eða á Búðum. „Mesta ævintýrið er samt að dveljast á Malarrifi, þar sem fjölskyldan hafði aðgang að húsi. Að sjá kraftmikið brimið þar berja klettana og finna orkuna frá Jökl- inum er engu öðru líkt. Já, ég hlakka svo sannarlega til sumars- ins og vonandi verða guðir veðrátt- unnar okkur velviljaðir.“ Spánarsól eftirsóknarverð Ljósmynd/Úr einkasafni Sumarfrí Veðurguðirnir verði okk- ur velviljaðir, segir Erlingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.