Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 50

Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 50
50 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 England Chelsea – Brighton................................... 0:0 Staðan: Manch. City 32 23 5 4 67:23 74 Manch. United 32 19 9 4 64:35 66 Leicester 31 17 5 9 55:37 56 Chelsea 32 15 10 7 50:31 55 West Ham 32 16 7 9 53:42 55 Liverpool 32 15 8 9 54:38 53 Tottenham 32 14 8 10 54:37 50 Everton 31 14 7 10 43:40 49 Arsenal 32 13 7 12 44:36 46 Leeds United 32 14 4 14 50:50 46 Aston Villa 30 13 5 12 43:33 44 Wolves 32 11 8 13 32:41 41 Crystal Palace 31 10 8 13 33:52 38 Southampton 31 10 6 15 39:56 36 Newcastle 32 9 8 15 35:53 35 Brighton 32 7 13 12 33:38 34 Burnley 32 8 9 15 26:45 33 Fulham 33 5 12 16 25:43 27 WBA 31 5 9 17 28:59 24 Sheffield Utd 32 4 2 26 17:56 14 West Ham – Aston Villa .......................... 0:0 - Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham. B-deild: Brentford – Cardiff .................................. 1:0 Norwich – Watford................................... 0:1 Preston – Derby ....................................... 3:0 Sheffield Wed. – Blackburn .................... 1:0 Swansea – QPR ........................................ 0:1 Staða efstu liða: Norwich 43 27 9 7 66:32 90 Watford 43 25 10 8 60:28 85 Swansea 43 22 10 11 52:34 76 Brentford 42 20 15 7 72:41 75 Bournemouth 42 21 11 10 69:41 74 Barnsley 42 21 8 13 54:46 71 Reading 42 19 10 13 57:46 67 QPR 43 17 11 15 51:51 62 C-deild: Rochdale – Blackpool.............................. 1:0 - Daníel Leó Grétarsson lék ekki með Blackpool vegna meiðsla. D-deild: Forest Green Rovers – Exeter............... 0:0 - Jökull Andrésson varði mark Exeter. Þýskaland Eintracht Frankfurt – Augsburg .......... 2:0 - Alfreð Finnbogason kom inn á eftir 65 mínútur hjá Augsburg og brenndi af víti. Köln – Leipzig........................................... 2:1 Arminia Bielefeld – Schalke.................... 1:0 Bayern München – Leverkusen ............. 2:0 Staða efstu liða: Bayern München 30 22 5 3 85:38 71 RB Leipzig 30 18 7 5 53:25 61 Eintr.Frankfurt 30 15 11 4 61:44 56 Wolfsburg 29 15 9 5 51:29 54 Dortmund 29 15 4 10 62:42 49 Leverkusen 30 13 8 9 48:34 47 M’gladbach 29 11 10 8 52:43 43 B-deild: Würzburg – Darmstadt .......................... 1:3 - Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Darmstadt. Svíþjóð B-deild: Helsingborg – Örgryte ........................... 4:1 - Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Helsingborg. Pólland Lech Poznan – Lechia Gdansk............... 3:0 - Aron Jóhannsson var ónotaður varamað- ur hjá Lech Poznan. 4.$--3795.$ Undankeppni HM kvenna Umspil, seinni leikir: Hvíta-Rússland – Svartfjallaland ....... 24:26 _ Svartfjallaland á HM, 55:47 samanlagt. Þýskaland – Portúgal........................... 34:23 _ Þýskaland á HM, 66:50 samanlagt. Pólland – Austurríki............................. 26:29 _ Austurríki á HM, 58:55 samanlagt. Rússland – Tyrkland............................ 45:24 _ Rússland á HM, 80:47 samanlagt. Sviss – Tékkland................................... 22:28 _ Tékkland á HM, 55:49 samanlagt. Evrópudeild karla 8-liða úrslit, seinni leikir: Magdeburg – Kristianstad ................. 39:31 - Ómar Ingi Magnússon skoraði 9 mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist- jánsson er frá vegna meiðsla. - Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad og Teitur Einarsson eitt. _ Magdeburg áfram, 73:59 samanlagt. Wisla Plock – GOG .............................. 31:26 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot í marki GOG. _ Wisla áfram, 58:56 samanlagt. RN Löwen – Medvedi.......................... 37:27 - Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Löwen. _ RN Löwen áfram, 69:60 samanlagt. Füchse Berlín – Montpellier ............... 31:23 _ Füchse áfram, 60:55 samanlagt. Þýskaland B-deild: Hamburg – Aue ................................... 28:24 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði 10 skot í marki liðsins. Rúnar Sig- tryggsson þjálfar Aue. %$.62)0-# OFURDEILD Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Félögum í hinni svokölluðu „of- urdeild“ evrópska fótboltans fækk- aði í gærkvöld úr tólf í tíu, tveimur sólarhringum eftir að tilkynnt var um stofnun hennar. Ensku félögin Chelsea og Manchester City til- kynntu í gærkvöld að þau hefðu ákveðið að hætta við þátttöku. Þar með standa eftir fjögur ensk lið, Manchester United, Liverpool, Tottenham og Arsenal, sem eru að- ilar að „ofurdeildinni“ ásamt spænsku og ítölsku félögunum sex. Ljóst er að stoðirnar undir deildinni eru að hrynja sem spilaborg og þeg- ar þetta var skrifað í gærkvöld hafði verið boðað til neyðarfjarfundar full- trúa félaganna sem átti að hefjast laust fyrir miðnætti að evrópskum tíma. Deildin gæti því hafa verið slegin af strax í nótt. Mikil mótmæli hófust við Stam- ford Bridge, leikvang Chelsea í London, nokkrum tímum áður en leikur liðsins við Brighton hófst í gærkvöld, og stuðningsmenn töfðu fyrir liðsrútunni þegar hún kom að vellinum með leikmenn liðsins. Um það bil klukkutíma fyrir leik kvis- aðist út að Chelsea væri hætt við að taka þátt í „ofurdeildinni“ Stuttu síðar bárust fréttir af því að Manchester City hefði tilkynnt skipuleggjendum deildarinnar að fé- lagið ætlaði ekki að vera með og formleg yfirlýsing kom frá City síð- ar í gærkvöld. Komið hefur í ljós að Chelsea og Manchester City voru tvö síðustu fé- lögin sem samþykktu aðild að deild- inni. Þau létu undan þrýstingi og skrifuðu undir af ótta við að vera skilin útundan og myndu missa af stóru tækifæri en hin hörðu við- brögð frá stuðningsfólki og almenn- ingi á Englandi urðu til þess að eig- endur þeirra skiptu um skoðun. Í gærkvöld var tilkynnt að Ed Woodward myndi hætta störfum sem stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri hjá United strax í vor en til stóð að hann myndi gegna starfinu til næstu áramóta. Hann var lykilmaður United í ákvarð- anatöku varðandi ofurdeildina. Jordan Henderson fyrirliði Liver- pool boðaði í gær til neyðarfundar meðal fyrirliða allra liða í ensku úr- valsdeildinni til að ræða málið. Sjálf- ur setti hann afdráttarlausa tilkynn- ingu á Twitter í gærkvöld fyrir hönd leikmanna Liverpool: „Okkur líkar þetta ekki og við vilj- um ekki að það gerist. Þetta er af- staða okkar allra. Hollusta okkar við þetta knattspyrnufélag og við stuðn- ingsfólk þess er algjör og afdrátt- arlaus. Þú gengur aldrei einn.“ Þar með virtist í raun bara forms- atriði hvenær Liverpool myndi hætta við þátttöku. Stór félög fordæma Mörg af stærstu knattspyrnu- félögum Evrópu hafa fordæmt áætl- anir um „ofurdeildina.“ Þar eru Bay- ern München, París SG, Borussia Dortmund, Benfica, Roma og Porto fremst í flokki. Þessi félög hafa öll lýst fullum stuðningi við áætlanir UEFA um breytingar á Meist- aradeild Evrópu og útiloka þátttöku í „ofurdeildinni“ sem brjóti öll gildi í heiðarlegri íþróttakeppni þar sem árangur innan vallar eigi að ráða för. Florentino Peréz, forseti Real Madrid og stjórnarformaður „of- urdeildarinnar“, hefur verið einn um að tala fyrir henni opinberlega. Hann sagði í sjónvarpsþætti á Spáni í gærmorgun að deildin myndi bjarga fótboltanum sem væri ekki vinsæll lengur meðal ungs fólks. Ummæli hans virðast ekki hafa hjálpað málstaðnum. Ofurdeildin var spilaborg - Áformin runnin út í sandinn? AFP Mótmæli Stuðningsfólk Chelsea mótmælti fyrir utan Stamford Bridge, heimavöll félagsins í London, í gærkvöld þegar liðið mætti Brighton. Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu verður í öðrum styrk- leikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni HM 2023 sem hefst í september. HM 2023 fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en þátttökuþjóðirnar á HM verða 32 talsins í fyrsta sinn. Íslenska liðið freistar þess að komast í fyrsta sinn í lokakeppni mótsins en dregið verður í riðla fyrir undankeppnina föstudaginn 30. apríl. Nánar er fjallað um styrkleikaflokkana fyrir undankeppnina á mbl.is/sport/ efstadeild. Ísland í öðrum styrkleikaflokki Morgunblaðið/Eggert Mark Leikmenn liðsins fagna marki gegn Ítalíu í vináttuleik á dögunum. Ísland átti tvo fulltrúa í liði umferð- arinnar í sænsku úrvalsdeildinni í kvennaknattspyrnu hjá sænska miðlinum Aftonbladet í gær. Glódís Perla Viggósdóttir átti góðan leik í hjarta varnarinnar hjá Rosengård þegar liðið vann 1:0-útisigur gegn Linköping. Þá var Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir á skot- skónum í sínum fyrsta deildarleik fyrir Kristianstad þegar liðið heim- sótti Eskilstuna en leiknum lauk með 1:1-jafntefli. Sveindís er samn- ingsbundin Wolfsburg en mun leika á láni í Svíþjóð út tímabilið. Tvær sköruðu fram úr í Svíþjóð Ljósmynd/@FCRosengard Vörn Glódís hefur verið í lykilhlut- verki hjá Rosengård undanfarin ár. Chelsea þurfti að sætta sig við jafntefli þegar liðið fékk Brighton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í Lundúnum í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Chelsea tókst ekki að sýna sitt rétta andlit í leiknum sem var frekar bragðdaufur. Þrátt fyrir jafnteflið er Chelsea komið í fjórða sæti deildarinnar og er nú með 55 stig, jafn mörg stig og West Ham, og tveimur stigum meira en Liverpool sem er í sjötta sætinu. Chelsea-menn hefðu hins vegar getað skotist upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri og upp fyrir Leicester en það stefnir í ansi harða baráttu um síðustu tvö Meistaradeildarsætin. Brighton er sem fyrr í sextánda sæti deild- arinnar, sjö stigum frá fallsæti, en liðinu hefur gengið illa að nýta marktækifæri sín á tíma- bilinu. AFP Jafntefli Olivier Giroud og Thomas Thuchel takast í hendur í leikslok. Chelsea missteig sig í baráttunni á toppnum Ómar Ingi Magnússon átti stórleik fyrir Magdeburg þegar þýska liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í handknatt- leik með sigri gegn Kristianstad frá Svíþjóð í Magdeburg í Þýskalandi í gær. Ómar Ingi skoraði níu mörk í leiknum og var markahæsti leik- maður vallarins en leiknum lauk með 39:31-sigri þýska liðsins. Magdeburg vann fyrri leik lið- anna í Svíþjóð með sex marka mun, 34:28, og einvígið því samanlagt 73:59. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Einarsson eitt mark. Þá eru Ýmir Örn Gíslason og liðs- félagar hans í þýska liðinu Rhein- Neckar Löwen komnir áfram í und- anúrslitin eftir 37:27-sigur gegn Medvedi í Þýskalandi. Fyrri leik liðanna í Rússlandi lauk með 33:32-sigri Medvedi og Rhein-Neckar Löwen vann því ein- vígið samanlagt 69:60. Viktor Gísli Hallgrímsson var með 27% markvörslu þegar lið hans GOG tapaði með fimm marka mun fyrir Wisla Plock í Póllandi. Viktor Gísli varði tíu skot í mark- inu en fyrri leik liðanna í Dan- mörku lauk með þriggja marka sigri GOG, 30:27. GOG er því úr leik í keppninni en pólska liðið vann ein- vígið samanlagt 58:56. Þá er Füchse Berlín komið áfram í undanúrslit eftir samanlagðan 60:55-sigur gegn Montpellier frá Frakklandi. Það verða því þrjú þýsk lið í und- anúrslitum keppninnar í ár en úr- slitahelgin er 22.-23. maí á heima- velli Rhein-Neckar Löwen í Mannheim í Þýskalandi. Tvö Íslendingalið í undanúrslitum Morgunblaðið/Eggert 9 Ómar Ingi Magnússon fór á kost- um í leiknum gegn Kristianstad.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.