Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 50
50 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 England Chelsea – Brighton................................... 0:0 Staðan: Manch. City 32 23 5 4 67:23 74 Manch. United 32 19 9 4 64:35 66 Leicester 31 17 5 9 55:37 56 Chelsea 32 15 10 7 50:31 55 West Ham 32 16 7 9 53:42 55 Liverpool 32 15 8 9 54:38 53 Tottenham 32 14 8 10 54:37 50 Everton 31 14 7 10 43:40 49 Arsenal 32 13 7 12 44:36 46 Leeds United 32 14 4 14 50:50 46 Aston Villa 30 13 5 12 43:33 44 Wolves 32 11 8 13 32:41 41 Crystal Palace 31 10 8 13 33:52 38 Southampton 31 10 6 15 39:56 36 Newcastle 32 9 8 15 35:53 35 Brighton 32 7 13 12 33:38 34 Burnley 32 8 9 15 26:45 33 Fulham 33 5 12 16 25:43 27 WBA 31 5 9 17 28:59 24 Sheffield Utd 32 4 2 26 17:56 14 West Ham – Aston Villa .......................... 0:0 - Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham. B-deild: Brentford – Cardiff .................................. 1:0 Norwich – Watford................................... 0:1 Preston – Derby ....................................... 3:0 Sheffield Wed. – Blackburn .................... 1:0 Swansea – QPR ........................................ 0:1 Staða efstu liða: Norwich 43 27 9 7 66:32 90 Watford 43 25 10 8 60:28 85 Swansea 43 22 10 11 52:34 76 Brentford 42 20 15 7 72:41 75 Bournemouth 42 21 11 10 69:41 74 Barnsley 42 21 8 13 54:46 71 Reading 42 19 10 13 57:46 67 QPR 43 17 11 15 51:51 62 C-deild: Rochdale – Blackpool.............................. 1:0 - Daníel Leó Grétarsson lék ekki með Blackpool vegna meiðsla. D-deild: Forest Green Rovers – Exeter............... 0:0 - Jökull Andrésson varði mark Exeter. Þýskaland Eintracht Frankfurt – Augsburg .......... 2:0 - Alfreð Finnbogason kom inn á eftir 65 mínútur hjá Augsburg og brenndi af víti. Köln – Leipzig........................................... 2:1 Arminia Bielefeld – Schalke.................... 1:0 Bayern München – Leverkusen ............. 2:0 Staða efstu liða: Bayern München 30 22 5 3 85:38 71 RB Leipzig 30 18 7 5 53:25 61 Eintr.Frankfurt 30 15 11 4 61:44 56 Wolfsburg 29 15 9 5 51:29 54 Dortmund 29 15 4 10 62:42 49 Leverkusen 30 13 8 9 48:34 47 M’gladbach 29 11 10 8 52:43 43 B-deild: Würzburg – Darmstadt .......................... 1:3 - Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Darmstadt. Svíþjóð B-deild: Helsingborg – Örgryte ........................... 4:1 - Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Helsingborg. Pólland Lech Poznan – Lechia Gdansk............... 3:0 - Aron Jóhannsson var ónotaður varamað- ur hjá Lech Poznan. 4.$--3795.$ Undankeppni HM kvenna Umspil, seinni leikir: Hvíta-Rússland – Svartfjallaland ....... 24:26 _ Svartfjallaland á HM, 55:47 samanlagt. Þýskaland – Portúgal........................... 34:23 _ Þýskaland á HM, 66:50 samanlagt. Pólland – Austurríki............................. 26:29 _ Austurríki á HM, 58:55 samanlagt. Rússland – Tyrkland............................ 45:24 _ Rússland á HM, 80:47 samanlagt. Sviss – Tékkland................................... 22:28 _ Tékkland á HM, 55:49 samanlagt. Evrópudeild karla 8-liða úrslit, seinni leikir: Magdeburg – Kristianstad ................. 39:31 - Ómar Ingi Magnússon skoraði 9 mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist- jánsson er frá vegna meiðsla. - Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad og Teitur Einarsson eitt. _ Magdeburg áfram, 73:59 samanlagt. Wisla Plock – GOG .............................. 31:26 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot í marki GOG. _ Wisla áfram, 58:56 samanlagt. RN Löwen – Medvedi.......................... 37:27 - Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Löwen. _ RN Löwen áfram, 69:60 samanlagt. Füchse Berlín – Montpellier ............... 31:23 _ Füchse áfram, 60:55 samanlagt. Þýskaland B-deild: Hamburg – Aue ................................... 28:24 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði 10 skot í marki liðsins. Rúnar Sig- tryggsson þjálfar Aue. %$.62)0-# OFURDEILD Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Félögum í hinni svokölluðu „of- urdeild“ evrópska fótboltans fækk- aði í gærkvöld úr tólf í tíu, tveimur sólarhringum eftir að tilkynnt var um stofnun hennar. Ensku félögin Chelsea og Manchester City til- kynntu í gærkvöld að þau hefðu ákveðið að hætta við þátttöku. Þar með standa eftir fjögur ensk lið, Manchester United, Liverpool, Tottenham og Arsenal, sem eru að- ilar að „ofurdeildinni“ ásamt spænsku og ítölsku félögunum sex. Ljóst er að stoðirnar undir deildinni eru að hrynja sem spilaborg og þeg- ar þetta var skrifað í gærkvöld hafði verið boðað til neyðarfjarfundar full- trúa félaganna sem átti að hefjast laust fyrir miðnætti að evrópskum tíma. Deildin gæti því hafa verið slegin af strax í nótt. Mikil mótmæli hófust við Stam- ford Bridge, leikvang Chelsea í London, nokkrum tímum áður en leikur liðsins við Brighton hófst í gærkvöld, og stuðningsmenn töfðu fyrir liðsrútunni þegar hún kom að vellinum með leikmenn liðsins. Um það bil klukkutíma fyrir leik kvis- aðist út að Chelsea væri hætt við að taka þátt í „ofurdeildinni“ Stuttu síðar bárust fréttir af því að Manchester City hefði tilkynnt skipuleggjendum deildarinnar að fé- lagið ætlaði ekki að vera með og formleg yfirlýsing kom frá City síð- ar í gærkvöld. Komið hefur í ljós að Chelsea og Manchester City voru tvö síðustu fé- lögin sem samþykktu aðild að deild- inni. Þau létu undan þrýstingi og skrifuðu undir af ótta við að vera skilin útundan og myndu missa af stóru tækifæri en hin hörðu við- brögð frá stuðningsfólki og almenn- ingi á Englandi urðu til þess að eig- endur þeirra skiptu um skoðun. Í gærkvöld var tilkynnt að Ed Woodward myndi hætta störfum sem stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri hjá United strax í vor en til stóð að hann myndi gegna starfinu til næstu áramóta. Hann var lykilmaður United í ákvarð- anatöku varðandi ofurdeildina. Jordan Henderson fyrirliði Liver- pool boðaði í gær til neyðarfundar meðal fyrirliða allra liða í ensku úr- valsdeildinni til að ræða málið. Sjálf- ur setti hann afdráttarlausa tilkynn- ingu á Twitter í gærkvöld fyrir hönd leikmanna Liverpool: „Okkur líkar þetta ekki og við vilj- um ekki að það gerist. Þetta er af- staða okkar allra. Hollusta okkar við þetta knattspyrnufélag og við stuðn- ingsfólk þess er algjör og afdrátt- arlaus. Þú gengur aldrei einn.“ Þar með virtist í raun bara forms- atriði hvenær Liverpool myndi hætta við þátttöku. Stór félög fordæma Mörg af stærstu knattspyrnu- félögum Evrópu hafa fordæmt áætl- anir um „ofurdeildina.“ Þar eru Bay- ern München, París SG, Borussia Dortmund, Benfica, Roma og Porto fremst í flokki. Þessi félög hafa öll lýst fullum stuðningi við áætlanir UEFA um breytingar á Meist- aradeild Evrópu og útiloka þátttöku í „ofurdeildinni“ sem brjóti öll gildi í heiðarlegri íþróttakeppni þar sem árangur innan vallar eigi að ráða för. Florentino Peréz, forseti Real Madrid og stjórnarformaður „of- urdeildarinnar“, hefur verið einn um að tala fyrir henni opinberlega. Hann sagði í sjónvarpsþætti á Spáni í gærmorgun að deildin myndi bjarga fótboltanum sem væri ekki vinsæll lengur meðal ungs fólks. Ummæli hans virðast ekki hafa hjálpað málstaðnum. Ofurdeildin var spilaborg - Áformin runnin út í sandinn? AFP Mótmæli Stuðningsfólk Chelsea mótmælti fyrir utan Stamford Bridge, heimavöll félagsins í London, í gærkvöld þegar liðið mætti Brighton. Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu verður í öðrum styrk- leikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni HM 2023 sem hefst í september. HM 2023 fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en þátttökuþjóðirnar á HM verða 32 talsins í fyrsta sinn. Íslenska liðið freistar þess að komast í fyrsta sinn í lokakeppni mótsins en dregið verður í riðla fyrir undankeppnina föstudaginn 30. apríl. Nánar er fjallað um styrkleikaflokkana fyrir undankeppnina á mbl.is/sport/ efstadeild. Ísland í öðrum styrkleikaflokki Morgunblaðið/Eggert Mark Leikmenn liðsins fagna marki gegn Ítalíu í vináttuleik á dögunum. Ísland átti tvo fulltrúa í liði umferð- arinnar í sænsku úrvalsdeildinni í kvennaknattspyrnu hjá sænska miðlinum Aftonbladet í gær. Glódís Perla Viggósdóttir átti góðan leik í hjarta varnarinnar hjá Rosengård þegar liðið vann 1:0-útisigur gegn Linköping. Þá var Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir á skot- skónum í sínum fyrsta deildarleik fyrir Kristianstad þegar liðið heim- sótti Eskilstuna en leiknum lauk með 1:1-jafntefli. Sveindís er samn- ingsbundin Wolfsburg en mun leika á láni í Svíþjóð út tímabilið. Tvær sköruðu fram úr í Svíþjóð Ljósmynd/@FCRosengard Vörn Glódís hefur verið í lykilhlut- verki hjá Rosengård undanfarin ár. Chelsea þurfti að sætta sig við jafntefli þegar liðið fékk Brighton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í Lundúnum í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Chelsea tókst ekki að sýna sitt rétta andlit í leiknum sem var frekar bragðdaufur. Þrátt fyrir jafnteflið er Chelsea komið í fjórða sæti deildarinnar og er nú með 55 stig, jafn mörg stig og West Ham, og tveimur stigum meira en Liverpool sem er í sjötta sætinu. Chelsea-menn hefðu hins vegar getað skotist upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri og upp fyrir Leicester en það stefnir í ansi harða baráttu um síðustu tvö Meistaradeildarsætin. Brighton er sem fyrr í sextánda sæti deild- arinnar, sjö stigum frá fallsæti, en liðinu hefur gengið illa að nýta marktækifæri sín á tíma- bilinu. AFP Jafntefli Olivier Giroud og Thomas Thuchel takast í hendur í leikslok. Chelsea missteig sig í baráttunni á toppnum Ómar Ingi Magnússon átti stórleik fyrir Magdeburg þegar þýska liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í handknatt- leik með sigri gegn Kristianstad frá Svíþjóð í Magdeburg í Þýskalandi í gær. Ómar Ingi skoraði níu mörk í leiknum og var markahæsti leik- maður vallarins en leiknum lauk með 39:31-sigri þýska liðsins. Magdeburg vann fyrri leik lið- anna í Svíþjóð með sex marka mun, 34:28, og einvígið því samanlagt 73:59. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Einarsson eitt mark. Þá eru Ýmir Örn Gíslason og liðs- félagar hans í þýska liðinu Rhein- Neckar Löwen komnir áfram í und- anúrslitin eftir 37:27-sigur gegn Medvedi í Þýskalandi. Fyrri leik liðanna í Rússlandi lauk með 33:32-sigri Medvedi og Rhein-Neckar Löwen vann því ein- vígið samanlagt 69:60. Viktor Gísli Hallgrímsson var með 27% markvörslu þegar lið hans GOG tapaði með fimm marka mun fyrir Wisla Plock í Póllandi. Viktor Gísli varði tíu skot í mark- inu en fyrri leik liðanna í Dan- mörku lauk með þriggja marka sigri GOG, 30:27. GOG er því úr leik í keppninni en pólska liðið vann ein- vígið samanlagt 58:56. Þá er Füchse Berlín komið áfram í undanúrslit eftir samanlagðan 60:55-sigur gegn Montpellier frá Frakklandi. Það verða því þrjú þýsk lið í und- anúrslitum keppninnar í ár en úr- slitahelgin er 22.-23. maí á heima- velli Rhein-Neckar Löwen í Mannheim í Þýskalandi. Tvö Íslendingalið í undanúrslitum Morgunblaðið/Eggert 9 Ómar Ingi Magnússon fór á kost- um í leiknum gegn Kristianstad.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.