Fréttablaðið - 02.10.2021, Side 6
Samkvæmt nýrri vísindagrein
er parasetamól, algengasta
verkjalyf Vesturlanda, hættu-
legt fyrir börn í móðurkviði.
Lyfjastofnun mun í samráði
við Lyfjastofnun Evrópu
skoða málið en samkvæmt
íslenskum leiðbeiningum er
engin skráð áhætta af notkun
lyfsins fyrir þungaðar konur.
kristinnhaukur@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Í ljósi nýrrar yfir-
lýsingar vísindamanna um áhrif
parasetamóls á fóstur hyggst Lyfja-
stofnun skoða hvort breyta þurfi
leiðbeiningum. Verður það gert í
samráði við Lyfjastofnun Evrópu.
Samkvæmt yfirlitsgrein, eftir vís-
indamenn við Kaupmannahafnar-,
Árósa-, Massachusetts- og f leiri
háskóla sem birt var í tímaritinu
Nature, hefur parasetamól áhrif á
heilsu fósturs á ýmsan hátt. Svo sem
á taugakerfið, þvagfæri, frjósemi og
hegðun. Kalla rúmlega 90 vísinda-
menn og heilbrigðisstarfsfólk eftir
því að þungaðar konur verði var-
aðar við því að nota parasetamól
og sérstakar merkingar verði settar
á pakkningar.
Pa ra set a mól er a lgenga st a
verkjalyfið á Íslandi og í mörgum
ef ekki f lestum öðrum löndum
Evrópu. Er það selt hér í lausasölu
undir ýmsum merkjum, svo sem
Paratabs, Panodil og Pinex, og gegn
lyfseðli undir Parkódín, Dolorin og
f leiri heitum.
Í leiðbeiningum með til dæmis
Paratabs, einu mest selda lyfi lands-
ins, segir að engin þekkt áhætta sé
við notkun þess á meðgöngu. Þó er
þunguðum konum almennt ráðlagt
frá því að nota nokkur lyf á fyrstu
þremur mánuðunum nema í sam-
ráði við lækni.
Hrefna Guðmundsdóttir, yfir-
læknir Lyfjastofnunar, segir atriði
í greininni sláandi. „Hingað til
höfum við litið á parasetamól sem
öruggt lyf. Það hefur verið notað
í áratugi og þess vegna höfum við
kannski ekki gefið því gaum,“ segir
hún. „Þessi grein bendir á atriði
sem er ekki hægt að líta fram hjá.
Það þarf að skoða það sem liggur að
baki í kjölinn og hugsanlega gera
breytingar á fylgiseðlinum.“
Einkum þurfi að kanna þær
rannsóknir sem liggi að baki, sem
eru annars vegar faraldslegar rann-
sóknir á mæðrum og börnum og
hins vegar dýratilraunir.
Eitt af því sem verði skoðað sé
skammtastærðir, hugsanlega gæti
verið í lagi fyrir þungaðar konur að
nota parasetamól í stuttan tíma en
ekki við langvarandi verkjum. Lyfið
komist hins vegar yfir fylgjuna til
fóstursins. „Það eru aðrar leiðir
fyrir þungaðar konur að takast á við
verki, svo sem með öðrum lyfjum
eða hjá sjúkraþjálfara,“ bendir hún á.
Sveinbjörn Gizurarson, prófess-
or í lyfjafræði við Háskóla Íslands
og helsti sérfræðingur landsins í
eitrunum í móðurkviði, segir áhrif
ýmissa lyfja á fóstur enn hulin og
því almennt ekki mælt með því að
þungaðar konur taki lyf komist þær
hjá því.
„Hvorki framleiðendur, lyfjafræð-
ingar, læknar né annað heilbrigðis-
starfsfólk vilja að lyfin sem þau nota
hafi áhrif á fóstur, sem er dýrmæt-
asta gjöf sem foreldrar fá. Því þarf að
fara mjög vandlega yfir rannsóknir á
borð við þessa,“ segir hann.
Sveinbjörn segir apótekin bundin
af fyrirmælum sem fylgja hverju lyfi
þegar það er skráð hjá Lyfjastofnun
og koma fram á fylgiseðli eða merk-
ingum. Stundum séu viðvaranir
settar utan á lyfjapakkningar eins
og vísindamennirnir fyrrnefndu
vilja.
„Við vitum að ofneysla paraseta-
móls getur valdið lifrarskaða í full-
orðnum, sérstaklega ef áfengis eða
fituríks matar er neytt með,“ segir
hann. „Það sama gæti átt sér stað
í fóstri og því þarf að passa upp á
skammtana þegar um þungaðar
konur er að ræða.“ n
Þessi grein bendir á
atriði sem er ekki hægt
að líta framhjá
Hrefna Guð-
mundsdóttir,
yfirlæknir
Lyfjastofnunar
Lyfjastofnun skoðar hvort að breyta
þurfi leiðbeiningum um parasetamól
Lyfjastofnun íhugar að breyta leiðbeiningum um parasetamól vegna mögulegra áhrifa á fóstur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
kristinnhaukur@frettabladid.is
NEYTENDUR Klippingar á Íslandi
eru þær áttundu dýrustu í heimi og
kosta að meðaltali rétt rúmlega 8
þúsund krónur. Danir tróna á toppi
listans en þar kosta klippingar að
meðaltali 9.800 krónur. Í öðru sæti
koma Norðmenn og þá Bandaríkja-
menn. Þetta kemur fram í grein-
ingu viðskiptatímaritsins Ladders.
Ódýrustu klippinguna má finna
í Argentínu, aðeins 675 krónur, en
upplýsingar frá fjölmörgum ríkjum
þriðja heimsins vantar. Á eftir Arg-
entínu koma Sambía og Filipps-
eyjar.
Þó nokkur munur er á karla- og
kvennaklippingum hér á landi sem
annars staðar. Meðalverð dömu-
klippingar hér á landi er 9.200
krónur en verð herraklippingar
er aðeins um 6.600 krónur. Það er
rúmlega 39 prósenta munur.
Langoftast eru dömuklippingar
dýrari en herraklippingar, sama
hvar er gengið inn á stofu.
Mesta jafnræðið mældist í örrík-
inu Andorra, aðeins 5 prósent, en
þar borga karlmenn meira. Mesti
munurinn mældist í Nígeríu, 634
prósent, en þar eru klippingar
almennt með þeim ódýrari í heim-
inum. Í Kólumbíu kostar herra-
klipping tæpar 1.400 krónur en en
dömuklipping 8 þúsund. n
Mikill verðmunur á herra- og dömuklippingum
kristinnhaukur@frettabladid.is
SLYSAVARNIR Í dag fer fram lands-
æfing björgunarsveitanna á stór-
höfuðborgarsvæðinu. Verða æfingar
víðs vegar, bæði á landi og láði, frá
klukkan 9 um morguninn til 17 um
kvöldið og taka alls um 200 björg-
unarsveitarmenn þátt í þeim.
Davíð Már Bjarnason, upplýs-
ingafulltrúi Landsbjargar, segir að
ýmsar æfingarnar verði nokkuð
krefjandi. Meðal annars sjóbjörgun
og tæknilega f lókin línuvinna við
Hallgrímskirkju. Alls eru verkefnin
um 30 talsins.
„Fólk mun taka eftir þessu og gott
að fólk viti að þarna sé um æfingar
að ræða,“ segir Davíð. „Annars fer
fólk gjarnan að hringja út um allar
trissur.“ n
Björgunarsveitin
æfir í Reykjavík
Útkall í Kópavogi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
8
Meðalverð klippingar
á Íslandi er átta þús-
und krónur.
benediktboas@frettabladid.is
SKÓLAMÁL Bæjarráð Árborgar hefur
skorað á stjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga að beita sér fyrir fullri
viðurkenningu ríkisvaldsins á leik-
skólastiginu sem menntastofnun.
Í ályktun bæjarráðs í vikunni er
mælt með því að ríkisvaldið skil-
greini tekjustofn til sveitarfélaga
til að standa straum af kostnaði við
rekstur leikskóla frá lokum fæð-
ingarorlofs.
Jafnframt þurfi að tryggja leiðir
til að fjármagna þjónustu við fötluð
börn á leikskólum og þau börn sem
hafa annað móðurmál en íslensku,
til dæmis með jöfnunarframlögum.
Að sama skapi skorar bæjarráð á
nýja ríkisstjórn Íslands að taka
frumkvæði í þessu verkefni.
Í ályktuninni segir einnig að til
þessa hafi sveitarfélög á eigin spýtur
byggt upp og fjármagnað leikskóla-
stigið, án þess að skilgreindir hafi
verið tekjustofnar í verkefnið. n
Leikskólinn verði
menntastofnun
Fram til þessa hafa sveitarfélögin
fjármagnað leikskólastigið.
benediktboas@frettabladid.is
KOSNINGAR Í skýrslum yfirkjör-
stjórna kjördæmanna sex til lands-
kjörstjórnar í vikunni, má sjá ýmsar
ástæður fyrir því að atkvæði telst
ógilt, eins og krot, punkta, rauð
pennastrik og allt þar á milli.
Atkvæði til Viðreisnar í Reykja-
víkurkjördæmi suður var metið
ógilt, þar sem vilji kjósanda var
ekki skýr. Reiturinn við listann
var skyggður en þó mátti hugsan-
lega greina kross en óvíst hvort vilji
kjósanda stóð til að kjósa Viðreisn
eða hætta við. Umboðsmenn allra
f lokka kíktu á atkvæðið og töldu
vilja kjósanda koma skýrt fram þar
sem ungt fólk lærir að fylla út reiti
með þessum hætti í skóla.
Þeir skólastjórnendur sem Frétta-
blaðið ræddi við könnuðust ekki
við þessar skýringar og sögðu unga
kjósendur vel kunna að gera x í
kjörklefanum. Þó hafi þurft að fylla
í reiti með þessum hætti í krossa-
prófum í Háskólanum þar sem vélar
lesa niðurstöðurnar. Í Reykjavíkur-
kjördæmi norður voru þrjú atkvæði
skyggð með sama hætti. Yfirkjör-
stjórn mat þau ógild en umboðs-
menn mátu þau góð og gild.
Á Akureyri reyndust 22 atkvæði
ógild. Þar hafði einn kjósandi fyllt
reitinn við J með rauðum lit og var
atkvæði hans dæmt ógilt. Engir
aðrir hnökrar voru á seðlinum segir
í andmælum. „Að dæma ógilt þar eð
rauður penni er notaður í stað blý-
ants er ómálefnalegt því að hræðsla
við Covid getur ýtt fólki til þess að
nota eigin skriffæri,“ segir í and-
mælum umboðsmanns Sósíalista-
flokksins. Hann bendir enn fremur
á að kjósendur Sósíalistaflokksins
hafi verið hvattir til að skila rauðu
sem væri hægt að skilja bókstaf-
lega. n
Atkvæðin sem dæmd voru ógild fyrir rauð pennastrik og krot
Í kennslu um kosningu á áttavitinn.is segir að inni í kjörklefa sé blýantur sem
notist til þess að setja X fyrir framan bókstaf lista. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
6 Fréttir 2. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ