Fréttablaðið - 02.10.2021, Síða 8

Fréttablaðið - 02.10.2021, Síða 8
Undir hatti samstarfs utanríkisráðuneytisins við íslensk félagsamtök í þróunarsamvinnu auglýsir ráðuneytið eftir umsóknum um styrki til kynningar- og fræðsluverkefna. Hafa félagasamtök þín áhuga á að leggja sitt af mörkum til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Hlutverk styrkjanna er að vekja athygli á þróunarsamvinnu og hvetja almenning til að taka þátt í þróunarverkefnum. Samstarf fólks og félaga á ólíkum sviðum stuðlar að árangursríku starfi og styður heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Verkefnin eiga að vera framkvæmd á Íslandi og hafa alþjóðlega þróunarsamvinnu og heimsmarkmiðin að leiðarljósi. Til úthlutunar eru allt að 15 milljónir króna. Hámarksupphæð til einstakra verkefna er 3 milljónir króna. Umsókn skal send til utanríkisráðuneytisins í gegnum Ísland.is. Umsókn verður meðal annars að lýsa með greinargóðum hætti markmiðum verkefnis, áætlun um framkvæmd, tíma og kostnað. Umsækjendum er bent á að reglur um styrkveitingar til félagasam- taka, verklagsreglur og upplýsingar um gögn umsóknar er að finna á www.utn.is/felagasamtok. Umsóknir þurfa að berast í gegnum umsóknarferli á ísland.is fyrir miðnætti mánudaginn 1. nóvember 2021. Leiðbeiningar og upplýsingar varðandi umsóknir er að finna á www.utn.is/felagasamtok Óskir um nánari upplýsingar og frekari fyrirspurnir skal senda á netfangið felagasamtok.styrkir@utn.is Þróunarsamvinna og mannúðaraðstoð: Kynningar- og fræðslustyrkir til félagasamtaka kristinnhaukur@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Ítölskum jarðvís- indamönnum sem rannsakað hafa sýni úr Grænlandsjökli hefur tekist að sjá ummerki skógarelda á Íslandi yfir fimm þúsund ára tímabil. Vís- indamennirnir hafa birt niður- stöður sínar í tímaritinu Climate of the Past og segja þær sýna vel tengsl mannlegrar hegðunar, skógarelda og loftslagsmála. „Landnám víkinganna á Íslandi olli einu af fyrstu umhverfisslys- unum í sögunni. Jafnvel í dag, þúsund árum síðar, hafa íslenskir skógar ekki jafnað sig,“ segir Delia Segato frá Ca Foscari-háskólanum í Feneyjum, í tilkynningu með rannsókninni. Á aðeins einni öld hafi fjórðungur alls gróðurs horfið af landinu þar sem landnemarnir hjuggu birkiskóga til eldiviðar og til þess að ryðja land fyrir búfénað. Úr ísnum á Grænlandsjökli hafa vísindamennirnir náð að sigta út og greina kolefni, ammóníak og beðmi, sem verður til við plöntu- bruna. Sáu þeir að brunarnir minnkuðu mikið fyrir um 4.500 árum síðan, samfara því að jökl- arnir hafi stækkað. Hafi eldar hins vegar aukist mikið á undanförnum 200 árum. ■ Landnám Íslands eitt fyrsta umhverfisslysið Vísindamenn rann- sökuðu magn kolefnis, ammóníaks og beðmis í Grænlandsjökli. Víkingarnir hjuggu ekki aðeins mann og annan heldur líka fjórðung alls gróðurs. MYND/DANÍEL RÚNARSSON Ríflega 386 milljónum verður varið í uppbyggingu inn- viða í máltækni samkvæmt samningi Almannaróms og Samstarfs um íslenska mál- tækni (SÍM) um framkvæmd máltækniáætlunnar sem tók gildi í gær. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Nýr samningur mál- tæknimiðstöðvarinnar Almanna- róms við rannsóknar- og þróunar- hópinn Samstarf um íslenska máltækni, eða SÍM, um framkvæmd máltækniáætlunar á þriðja ári verk- efnisins, tók gildi í gær. Sa mning supphæðin nemu r ríf lega 386 milljónum króna og tekur til uppbyggingar innviða í máltækni. Jóhanna Vigdís Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms segir að allt sé gert undir opnum leyfum og því geti fyrirtæki og stofnanir smíðað ofan á innviðina sem verða smíðaðir. „Í þessu felast miklir möguleikar. Málum er oft háttað þannig að hug- búnaður og gögn eru gefin út undir takmarkandi leyfum. Enginn má nota nema borga eða álíka. Við höfum frá upphafi lagt mikla áherslu á að allt yrði gefið út undir opnum leyfum, hvort sem um væri að ræða gögn eða hugbúnað,“ segir hún. Áætl- unin er á fjárlögum, fjármögnuð af ríkissjóði og hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar  – sem Jóhanna vonar að verði í þeim næsta líka. Samkvæmt samningnum verður fjöldi innviða í máltækni tilbúinn við lok samningstímabilsins og má þar meðal annars nefna lausnir fyrir talgreiningu og talgervingu sem gera almenningi kleift að stýra tækjum með töluðu máli, á íslensku. Talgreining breytir tali í texta, og nýtist meðal annars við sjálfvirka textun sjónvarpsefnis, símsvörun og opnar auk þess möguleika á að stýra kerfum og tækjum á íslensku. Talgerving breytir texta í tal og nýtist því við upplestur af öllu tagi auk þess að vera eitt mikilvægasta hjálpartæki blindra og sjónskertra í daglegu lífi. „Verkefnið hefur gengið mjög vel. Þegar við fórum af stað voru önnur lönd langt á undan okkur enda hafa þau unnið í máltækni í fjölmörg ár. Við byrjuðum þetta verkefni 2019 og  við erum komin langt á þessum stutta tíma og höfum náð ótrú- legum árangri þó ég segi sjálf frá,“ segir Jóhanna.  Hún segir að markmið Almanna- róms sé að tryggja að íslenska verði jafnoki annarra tungumála í staf- rænni tækni og vernda þannig íslenska tungu. Alls voru 2,2 millj- arðar króna settir í fyrsta stig þró- unar máltæknilausna fyrir íslensku og hófst vinna við uppbyggingu inn- viða þann 1. október 2019. ■ Verndun íslensku í stafrænu formi Frá undirritun samningsins en samningsupphæðin nemur ríflega 386 milljónum króna og tekur til uppbyggingar inn- viða í máltækni til 30. september 2022. MYND/GOLLI Þegar við fórum af stað voru önnur lönd langt á undan okkur enda hafa þau unnið í mál- tækni í fjölmörg ár. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almanna- róms kristinnpall@frettabladid.is RAFÍÞRÓTTIR Björn Gíslason, for- maður Íþróttafélagsins Fylkis, legg- ur til á 50. ársþingi Íþróttabanda- lags Reykjavíkur í dag að rafíþróttir verði teknar undir hatt bandalags- ins. Með því yrði rafíþróttastarf í borginni innan vébanda ÍBR. Þegar Fréttablaðið ræddi við Björn um tillöguna kvaðst hann vera bjartsýnn á að hún verði samþykkt enda væri um nauðsynlegt skref að ræða fyrir starfsemi rafíþróttafélaga í Reykjavík. Með aðildinni væru rafíþróttir komnar í heildarsamtök íþróttafélaga á Íslandi og þar með fullgildur aðili að ÍSÍ. Kemur fram í greinargerðinni að með aðkomu íþróttafélaganna, yfir- valda og heildarsamtaka íþrótta- félaganna, sé hægt með samstilltu átaki að nýta vettvanginn til góðs. Það sjáist á Norðurlöndunum þar- sem rafíþróttir njóta mikilla vin- sælda. Um leið hefur rannsóknum sem skoða jákvæð áhrif tölvuleikjaspil- unar fjölgað. ■ Vill fá rafíþróttir undir hatt ÍBR Björn Gísla- son, formaður íþróttafélags Fylkis 8 Fréttir 2. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.