Fréttablaðið - 02.10.2021, Page 12

Fréttablaðið - 02.10.2021, Page 12
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Gunnar Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun Það er látið að því liggja í opin- berum yfir- lýsingum að lands- liðsfyrirliði Íslands verði ekki fyrir valinu að þessu sinni vegna ástæðna af óljósustu sort. Það er ekki að ástæðu- lausu sem Finnar fundu upp alþjóðadag mistaka. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær? Sé áhrifamaður í olíu ríki spurður er líklegt að svarið sé: „Ég lagði þá inn á svissneskan bankareikning.“ Árið 2015 kynnti Niels Johannesen, pró­ fessor í hagfræði við Kaupmannahafnar­ háskóla, nýjustu rannsókn sína fyrir starfs­ fólki Alþjóðabankans. Niðurstöður hennar sýndu að þegar verð á hráolíu hækkar fjölgar innlánum á bankareikningum í skatta­ skjólum frá olíuríkum einræðisríkjum. Uppgötvunin fangaði athygli Bob Rijkers, starfsmanns bankans. Þeir Johannesen og Rijkers hófu samstarf um að skoða hvort annars konar óvænt innspýting fjár hefði sömu áhrif. Rannsóknarefnið var alþjóðleg þróunaraðstoð. ÞÚ TRÚIR EKKI HVAÐ GERÐIST NÆST (svo notuð sé vinsæl smellibrella). Hinn 13. október næstkomandi verður alþjóðadagur mistaka haldinn hátíðlegur. Deginum var fyrst fagnað árið 2010 í Finn­ landi. Er honum ætlað að aflétta skömminni sem fylgir því að mistakast. Því mistök eru mikilvægur hluti velgengni. „Reynsla er heitið sem allir gefa mistökum sínum,“ er haft eftir Oscar Wilde. Tölfræðingurinn Nas­ sim Taleb segir „mistök bjarga mannslífum. Í hvert sinn sem flugvél hrapar minnka lík­ urnar á að flugvél hrapi aftur. Farþegaskipið Títanik bjargaði mannslífum því nú smíðum við stærri og stærri skip. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum við öryggi kerfisins – mis­ tökin voru ekki til einskis.“ Snemma á síðasta ári afhentu Niels Johannesen og Bob Rijkers rannsóknar­ niðurstöður sínar Alþjóðabankanum. Komust þeir að því að þróunaraðstoð lýtur sömu lögmálum og óvæntur olíugróði. Allt að 15 prósent þróunaraðstoðar bankans endaði á leynilegum bankareikningum í skattaskjólum í kjölfar „gripdeildar ríkjandi stjórnmálafólks, embættismanna og vina þeirra“. Hvernig brást Alþjóðabankinn við upp­ lýsingunum? Með því að „auka öryggi kerfisins“ og bæta verklagið? Með því að læra af mistökunum? Nei. Bankinn reyndi að þagga málið niður. Verðmæti mistaka Mörgum misheppnaðist ætlunarverk sitt í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Fylkingar töpuðu fyrir andstæðingum, flokkar töpuðu atkvæðum og menn sætum. Ein stærstu mistökin voru þó framkvæmd kosninganna sjálfra. Talning atkvæða var klúður sem dregið hefur dilk á eftir sér. Það er ekki að ástæðulausu sem Finnar fundu upp alþjóðadag mistaka. Þegar eitt­ hvað misheppnast eigum við til að bregðast við eins og Alþjóðabankinn: Þegja yfir því og afneita staðreyndum. En þannig verðum við oft af dýrmætum tækifærum. Því í mis­ tökum felast verðmæti. Framkvæmd talningar og meðferð kjör­ gagna í Norðvesturkjördæmi eru afglöp sem ekki má taka af léttúð – trúverðugleiki stjórnarfarsins er í húfi. Svo virðist sem allflestir líti málið alvarlegum augum og að mistökin verði til þess að „auka öryggi kerfisins“. Önnur og ekki síður alvarleg „mistök“ áttu sér hins vegar stað í kosningunum, sem þjónar lýðræðisins hafa látið óátalin. Stuttu fyrir kosningar var tillögu Við­ reisnar, Samfylkingarinnar og Pírata um jöfnun atkvæðavægis milli kjördæma felld á Alþingi. Lýðræðisnefnd Evrópuráðsins mælir með því að misvægi atkvæða eftir búsetu fari ekki yfir 10­15 prósent. Hér á landi er munurinn næstum 100 prósent. Hann er holur hljómurinn í kjörnum fulltrúum sem tala um lýðræði af andakt á tyllidögum, en neita svo að laga ólýðræðis­ legan galla í kerfinu. Fékkst þú heilt eða hálft atkvæði í nýliðnum kosningum? Það er tímabært að „mistökin“ í atkvæðavægi verði lagfærð og „öryggi kerfisins“ aukið. n Heilt eða hálft atkvæði Þín borg Í fasteignaviðskiptum fylgjum við þér alla leið 519 5500 · FASTBORG.IS Viðureign Arons Einars Gunnarsson­ar og knattspyrnuforystu Íslands á síðustu dögum hefur verið með ólík­indum. Á öðrum hluta leikvallarins stendur skærasta fótboltastjarna þjóðarinnar um árabil – og vel að merkja, lands­ liðsfyrirliðinn, en á hinum endanum skjálfa fætur einnar löskuðustu stjórnar sem setið hefur að völdum í íþróttahreyfingu landsins – og hefur raunar þegar misst umboð sitt sakir þöggunar um meint kynferðisafbrot eins af leikmönnum karlalandsliðsins í knattspyrnu. Gott og vel. Fráfarandi stjórn KSÍ tapaði trúverðugleika sínum – og hlaut að fara frá völdum eftir að upp komst um tvísögur hennar. En nú ætlar sama stjórn, eða leifarnar af henni, að hefja nýja sögustund – og landsmenn eiga bara að geta í eyðurnar. Það er látið að því liggja í opinberum yfir­ lýsingum að landsliðsfyrirliði Íslands verði ekki fyrir valinu að þessu sinni vegna ástæðna af óljósustu sort. Eða nokkurn veginn af því bara. Hann geti ekki spilað út af einhverju. Hér er gefið í skyn að nafngreindur maður – sem í þessu tilviki er þjóðargersemi á íþrótta­ sviðinu – eigi ekki lengur erindi í landsliðshóp­ inn af því að hann kunni hugsanlega, einhvern tíma, að hafa brotið af sér, án þess þó að nokkur viti hvort brotið var framið – og ef svo er, hversu alvarlegt það hafi verið. Engin lögregluskýrsla liggur fyrir, engin kæra, hvað þá ákæra og þar af leiðandi enginn dómur. Bara sögusagnir. Kynferðisofbeldi er viðbjóðslegur blettur á samfélagi fólks. Það ber ekki einasta að taka alvarlega í hverju tilviki heldur skera upp herör gegn allri þeirri lágmenningu og orðræðu sem því tengist. Þar hafa margir brugðist svo óra­ lengi; lögregla, dómskerfi, íþróttahreyfingin sjálf – og fjölmiðlar sem hafa ekki sinnt þessum málaflokki af nógu miklum þunga allt fram til síðustu ára. Þolendur kynferðisofbeldis verða að hafa vægi í samfélaginu. Þeir verða að eiga griðastað innan réttarkerfisins. Og þar á ekki að sýna þeim lítilsvirðingu. Aldrei. En meintir gerendur verða líka að njóta sann­ mælis. Alltaf. Ella snúum við réttarkerfinu á hvolf. Og menn verða þá sekir þar til sakleysi þeirra er sannað. Viljum við það? Dómstóll KSÍ í máli Arons Einars Gunnars­ sonar er dæmi um þá erfiðu vegferð sem íslenskt samfélag er að stíga eftir MeToo­byltinguna sem var svo nauðsynleg og tímabær að ekkert má lítillækka hana. n Dómstóll KSÍ SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 2. október 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.