Fréttablaðið - 02.10.2021, Síða 16
11. september: Ekki í hópnum hjá Everton
Everton sendir frá sér staðfestingu á leikmanna-
hópi liðsins fyrir komandi keppnistímabil í ensku
úrvalsdeildinni 1. september og var hópurinn
birtur á vefsíðu félagsins laugardaginn 11.
september. Þar er nafn Gylfa Þórs ekki að finna á
meðal leikmanna í hópi liðsins. Þar af leiðandi
liggur fyrir að hann muni ekki spila með félags-
liði sínu fyrr en í upphafi næsta árs í fyrsta lagi.
25. ágúst: Ekki í landsliðshópnum
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen
tilkynna landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki í
undankeppni HM 2022. Gylfi Þór er ekki í leik-
mannahópnum og Arnar Þór segist ekki hafa
rætt við Gylfa Þór síðan hann var handtekinn. Á
fimmtudaginn síðastliðinn var svo sömu sögu að
segja. Gylfi Þór var ekki valinn í næstu leiki liðsins
gegn Armeníu og Liechtenstein sem spilaðir verða
á Laugardalsvelli í október. Arnar Þór hefur ekki
verið í sambandi við hann síðustu vikurnar.
16. júlí: Gylfi Þór handtekinn í Manchester
Föstudaginn 16. júlí var Gylfi handtekinn af lög-
reglunni í Manchester vegna gruns um kynferðis-
brot gegn ólögráða einstaklingi. Eftir skýrslutöku
hjá lögreglunni var Gylfi látinn laus gegn trygg-
ingu. Tvær vikur eru eftir af tímanum sem kveðið
var upp um að Gylfi væri laus gegn tryggingu.
Laus gegn tryggingu til 16. október
Gylfi Þór er laus gegn tryggingu til 16. október en
talið er að málið verði tekið fyrir hjá dómara þann
daginn, eða tilkynnt að málið hafi verið leyst utan
dómstóla. Ekkert hefur hins vegar verið staðfest í
þeim efnum af lögregluyfirvöldum í Manchester.
11. ágúst: Málið ennþá til rannsóknar
Lögreglan í Manchester staðfestir að mál Gylfa
Þórs sé enn til rannsóknar hjá embættinu. Rætt
hafði verið um að hann myndi mæta fyrir dómara
12. eða 13. ágúst en ekkert varð úr því. Næsta dag-
setning í málinu er þá 16. október.
20. júlí: Nafnið birt í íslenskum fjölmiðlum
Íslenskir fjölmiðlar segja frá því að Gylfi Þór sé til
rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester vegna
kynferðisbrots gegn barni. Gylfi Þór hefur ekkert
tjáð sig um ásakanir í sinn garð. Breskir fjölmiðlar
vitna í þá íslensku hvað nafngreininguna varðar.
Ekkert hefur skýrst meira í málinu síðan þá.
19. júlí: Settur í leyfi hjá félagsliði sínu
Everton staðfestir að leikmaður liðsins hafi verið
settur í ótímabundið leyfi hjá félaginu vegna lög-
reglurannsóknar. Skömmu síðar greinir Everton
frá því að um sé að ræða 31 árs gamlan leikmann
liðsins. Hringurinn þrengdist síðan enn frekar
þegar Fabian Delph sagði að hann væri ekki um-
ræddur leikmaður. Þá var Gylfi eini leikmaðurinn
sem gat komið til greina í leikmannahópi liðsins.
17. júlí: Samfélagsmiðlar byrja að slúðra
Netverjar gera því í skóna á samfélagsmiðlum að
Gylfi Þór Sigurðsson hafi verið handtekinn af lög-
reglunni í Manchester vegna gruns um kynferðis-
brot gegn barni. Húsleit hafi verið gerð á heimili
Gylfa Þórs samhliða handtökunni. Gylfi Þór lék
ekki með Everton í æfingaleik þá helgi.
16 Íþróttir 2. október 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 2. október 2021 LAUGARDAGUR
Íslenska fótboltasamfélagið
var slegið þegar fregnir bárust
af því í júlí að skærasta stjarna
samfélagsins, Gylfi Þór
Sigurðsson, hefði verið hand-
tekinn vegna kynferðisbrots.
hjorvaro@frettabladid.is
FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson,
landsliðsmaður í fótbolta og leik-
maður enska knattspyrnufélags-
ins Everton, er laus gegn tryggingu
vegna gruns um kynferðisbrot gegn
barni til 16. október næstkomandi.
Ekkert hefur heyrst frá Gylfa Þór
síðan hann var handtekinn í júlí
síðastliðnum en meint brot átti sér
stað árið 2017. Þá hefur lögreglan í
Manchester ekkert sagt um fram-
gang rannsóknarinnar utan þess
að hún sé enn í gangi.
Hér til hliðar má sjá tímalínu í
máli Gylfa Þórs en vænta má að
frekari fregnir af málinu komi um
miðjan októbermánuð. ■
Gylfi laus gegn
tryggingu í hálfan
mánuð í viðbót
Þess er að vænta að innan tíðar dragi til tíðinda í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar sem handtekinn var vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi um miðjan júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
«
«
«
«
«
«
Gylfi Þór mætir til vinnu hjá Ever-
ton í upphafi síðasta sumars.
Gylfi Þór ræðir við liðsfélaga sinn hjá
Everton, Fabian Delph, í sumar.
Gylfi Þór hefur reglulega borið fyrir-
liðabandið hjá Everton síðustu árin.