Fréttablaðið - 02.10.2021, Side 22

Fréttablaðið - 02.10.2021, Side 22
Það lifir enginn án hjarta, svo maður er meðvit- aður um að það þarf einhver að deyja til að ástvinur manns lifi. Eva Dís Þórðardóttir missti eiginmann sinn og barns- föður fyrir tveimur árum. Skyndilega varð hún ekkja, aðeins 34 ára gömul með tvo syni. Eva ákvað fljótt að láta sára reynsluna efla sig og syn- ina þó að hún segi söknuðinn munu fylgja henni út ævina. Eiginmaður Evu Dísar, Stefán Haraldsson, lést í apríl 2019 eftir hjarta-skipti í Gautaborg. „Hann fæddist með hjartagalla en hafði átt góða æsku og gott líf, þrátt fyrir veikindi,“ útskýrir Eva Dís en þau Stefán kynntust þegar hún var 18 ára og hann 22 ára. „Þótt veikindin hafi alltaf verið með okkur þá voru þau ekki fyrir- ferðarmikil, þetta var normið okkar. Þegar maður hugsar til baka finnst manni það kannski pínu sérkenni- legt,“ segir Eva Dís um veikindin. Það var svo árið 2017 að heilsu Stefáns fór að hraka. „Hann fékk þá skilgreiningu að hann væri með hjartabilun sem þýðir í raun að ekk- ert er hægt að laga heldur sé frekar verið að reyna að halda stöðunni eins og hún er. Þarna áttuðum við okkur á því að hann þyrfti mögulega að fara í hjartaskipti í framtíðinni.“ Eva Dís segir Stefán hafa haft ein- staka hæfileika til að finna sinn takt í lífinu með þeim hömlum sem honum voru settar. „Ég held því að ansi margir í kringum okkur hafi ekkert áttað sig á því hversu veikur hann var.“ Staðan var sjokk fyrir okkur Undir lok árs 2018 fóru þau hjónin til Gautaborgar þar sem metið var hvort Stefán væri kandídat í hjarta- skipti. „Ég man eftir að við ræddum að hann yrði örugglega sendur heim og ætti að koma aftur eftir svona tvö ár.“ Það varð þó alls ekki raunin. „Það var aftur á móti merki- legt með Stefán, hversu heilbrigður hann virtist,“ segir hún og rifjar upp að á síðustu myndinni sem tekin var af honum, degi áður en hann fór út í hjartaskipti, sé hann sætur og fínn eins og hann var alltaf. „Þig myndi aldrei gruna að þessi maður væri að bíða eftir hjartaskiptum.” Sérstök nefnd metur hvort fólk eigi erindi á hjartaskiptalista en Eva Dís segir það ekki hafa tekið langan tíma að taka ákvörðun í til- felli Stefáns. „Þetta var svolítið sjokk fyrir okkur, að þetta væri staðan.“ Ætli þetta sé banaslys? Eftir þessa skoðun héldu hjónin aftur heim. Þau vissu að Stefán væri kominn á lista en ekki hvar á listan- um hann væri. „Það eina sem okkur var sagt var að listinn væri stuttur og allar líkur væru á því að hann kæmist f ljótt að. Þetta er svolítið eins og þegar maður er að bíða eftir fæðingu, maður er búinn að pakka ofan í tösku og er bara að bíða,“ segir Eva og lýsir tímanum frá desember og fram í apríl þegar kallið kom, sem mjög skrítnum. „Á hverjum einasta degi bíður maður eftir að þetta símtal komi og því lengri sem þessi tími er því þyngri verða hugsanirnar. Þegar maður heyrir í sjúkrabíl, hugsar maður innst inni: „Ætli þetta sé banaslys?“ Maður fer í algjörlega absúrd hugsunarhátt. Það lifir enginn án hjarta, svo maður er meðvitaður um að það þarf einhver að deyja til að ástvinur manns lifi,“ lýsir hún og segir þennan þanka- gang skapa mikið samviskubit. Ræddu aldrei dauðann Það var svo á sunnudegi í apríl að fjölskyldan fór í fermingarveislu og eldri sonurinn hélt svo í körfubolta- búðir yfir páskana og kvaddi föður sinn. „Við förum að sofa og á miðnætti hringir sími Stefáns. Okkur var sagt að komið væri hjarta og við þyrftum bara að gera okkur klár. Þá fer af stað skrítin atburðarás,“ útskýrir Eva Dís og lýsir því hvernig hún hafi bæði verið full eftirvæntingar Þó ég sé brosandi glöð er ég alltaf að syrgja Eva Dís segir sáran missinn hafa mýkt sig sem manneskju og með mýktinni komi styrkur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is en um leið aldrei upplifað aðra eins hræðslu. „Við vorum samt alltaf ótrúlega bjartsýn og við ræddum aldrei dauðann sem möguleika. Það er einmitt hluti þess að ég fór að vinna þessa þætti mína,“ útskýrir Eva Dís, sem átti hugmyndina að Missi, ásamt Ínu vinkonu sinni, sjónvarpsseríu sem fór nýverið af stað í Sjónvarpi Símans. Þættirnir sem eru sex talsins fjalla um sorg og missi en ekki síst framhaldið eftir slíkt áfall. „Ég er búin að hugsa þetta fram og til baka og ég held hreinlega að við höfum þurft að halda þessum fókus, við ætluðum að vera svo bjartsýn á að þetta myndi ganga.“ Súrefnisskortur í aðgerð Hjónin fóru með sjúkraf lugi til Gautaborgar. Þar fór Stefán í hjarta- skiptaaðgerð sem talað var um fyrir fram að myndi taka um átta klukkustundir. Hún tók aftur á móti 23 tíma enda flóknari en talið var í fyrstu. Að tuttugu og þremur klukkustundum liðnum kom Stefán úr aðgerð og segir Eva Dís bjartsýni hafa ríkt fyrstu klukkustundirnar en fljótlega hafi eitt og annað farið að valda áhyggjum. „Það kom f ljótt í ljós að hann hafði orðið fyrir súrefnisskorti í aðgerðinni en því ollu margir sam- verkandi þættir.“ Með degi hverjum varð ljósara að ef hann myndi vakna yrði ástandið mjög erfitt. Þegar ljóst var að ástandið væri krítískt var mælt með því að dreng- irnir, þá átta og ellefu ára, kæmu út og komu bræður Stefáns með þá til Svíþjóðar auk þess sem faðir hans var kominn. Lífið gefur ekki breik Tveimur dögum síðar kom í ljós að heilastarfsemin var engin. „Við náðum ótrúlega dýrmætum tíma saman fjölskyldan og þó synirnir hafi ekki séð pabba sinn vakandi þá var mikilvægt að þeir fengju alla söguna og næðu þessari tengingu.“ Um miðnætti þann 21. apríl 2019 lést Stefán. „Við fjölskyldan fengum frábæra aðstöðu í sjúkrahúsgarðinum rétt upp við gjörgæsluna. Fallegt sænskt hús með rósóttum sófum, kirsu- berjatrjám og lítilli tjörn.“ Daginn eftir að Stefán lést rann upp páskadagur og drengirnir sem höfðu komið með páskaeggin sín frá Íslandi biðu spenntir eftir að leita að þeim. Lífið hélt svo sannarlega áfram. „Við fullorðna fólkið vorum því í eins konar móðu að fela páskaeggin í sjúkrahússgarðinum. Á þessu augnabliki var allur fókusinn á að vera til staðar fyrir þá,“ segir Eva Dís og lýsir því hvernig allt verði skýrt í slíku áfalli. „Lífið gefur manni ekki breik í eina mínútu.“ Ekki undir þetta búin „Við vorum á leið út til að hefja nýtt líf, en svo komum við heim án hans,“ útskýrir Eva Dís. „Ég var með væntingar fyrir okkur sem fjölskyldu, um hluti sem flestum þykja sjálfsagðir, eins og að geta farið í fjallgöngur eða á skíði. Svo kom ég heim og það var vissulega nýtt líf, en ekkert eins og ég hafði séð fyrir mér og ég var bara ekkert undir það búin. Það var enginn búinn að pæla í þessum möguleika,“ segir Eva Dís, sem segist hafa velt því töluvert fyrir sér eftir á hvers vegna þau hafi aldrei rætt þann möguleika að Stefán myndi ekki lifa þessa stóru aðgerð af. „Ég og aðrir hafa spurt mig hvers vegna við höfðum aldrei rætt þetta. Ég spyr þá á móti: „Er það svo rosa- lega skrítið?“ Ég held það sé ekkert skrítið, við höfðum ekkert val. En svo er þetta líka hluti af okkar sam- félagi. Við erum með dauðafóbíu og sussum til að mynda á börnin okkar þegar þau fara að spyrja út í dauðann og svörum þeim helst að enginn sé að fara að deyja, sem er náttúrlega bara kjaftæði.“ Mýktin kemur með áfallinu „Það er svo margt sem maður hefði viljað segja og gera. Ég hélt til að mynda að ég væri rosa dugleg að segja strákunum mínum að ég elskaði þá en fattaði svo að ég væri alveg sparsöm á það. Nú í dag kveð ég þá aldrei nema segja þeim að ég elski þá og segi öðrum oftar að mér þyki vænt um þá. Ég ætla ekki að segja að ég hafi verið köld áður, en kannski að vissu leyti. Maður mýkist við svona áfall og áttar sig á hvað lífið er brothætt og með því styrkist maður. Auðmýktin gerir það að verkum að fólkið mitt færist nær mér, ég hleypi betur að mér og finn þannig betur stuðning fólksins míns. Ég var framagjörn ung kona sem ætlaði sér hátt og var alltaf að maxa mig í námi og vinnu. Ég ætlaði mér stóra hluti, svo gerist þetta og þá sé ég að þessir hlutir skipta engu máli,“ segir hún einlæg. „Þegar maður hittir fólk í sorg Við erum með dauðafóbíu og sussum til að mynda á börnin okkar þegar þau fara að spyrja út í dauðann og svörum þeim helst að enginn sé að fara að deyja, sem er náttúr- lega bara kjaftæði.“  22 Helgin 2. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.