Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2021, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 02.10.2021, Qupperneq 30
Það er ekki fyrr en á síðustu árum sem okkur hefur tekist að vinna með erfðaefnið úr sjávarsetlögum. Þetta var virkilega gaman og svo er ansi framandi að vinna með hern- um. Þörungafræðingurinn Sara Harðardóttir lauk nýlega vís­ indaleiðangri undan vestur­ strönd Grænlands á dönsku herskipi. Hún segir leiðangur­ inn hafa verið ævintýralegan og bíður spennt eftir að greina niðurstöður hans. Sara Harðardóttir er einn vís­indamanna sem luku nýlega rannsóknarleiðangri upp með vesturströnd Græn­lands á dönsku herskipi. Um borð var fjölbreyttur hópur fræðimanna sem unnu saman að því markmiði að rannsaka lofts­ lags tengdar breytingar síðastliðin tólf þúsund ár. „Ég er kannski helst kölluð þör­ ungafræðingur,“ segir Sara spurð hvernig sé best að titla hana, en hún starfar við dönsku jarðfræði­ rannsóknarstofnunina GEUS og Laval­háskólann í Quebec í Kanada. Sara er lærður verkfræðingur frá Tækniháskólanum í Danmörku og er með doktorspróf í erfðafræði frá Náttúrusögusafni Danmerkur við Kaupmannahafnarháskóla. „Á hverju ári eru nokkrir rann­ sóknarleiðangrar farnir í sam­ vinnu við danska sjóherinn og í ár var okkar hópur valinn til að fara í leiðangur um borð í herskipinu HDMS Lauge Koch,“ segir Sara. „Við sigldum frá Aasiaat til Thule og svo suður til Nuuk og sinntum sýnatöku úr hafi og sjávarjarðkjörnum.“ Splunkuný tækni Til að ákvarða hvort hafís hafi verið á svæðinu á tilteknum tíma nýtir Sara sér sjávarsetlögin sem eins konar tímavél. „Sjávarsetlögin varðveita erfðaefni úr þörungum sem ég get greint og sagt til um hvort hafi verið hafís á svæðinu á þeim tíma sem þeir voru lifandi,“ útskýrir hún. Sara bætir við að rannsóknir af Tímavél á hafsbotni HDMS Lauge Koch dregur nafn sitt af danska jarðfræðingnum og heimskautakönnuðinum Koch. Hermennirnir gegna mörgum skyldum og stundum þurfti að víkja frá leiðangrinum til að sinna björgunarstörfum. Niðurstöður rannsóknar Söru gætu varpað ljósi á útbreiðslu eiturþörunga. MYNDIR/FREDERIK WOLFF Þessi stóri bor er notaður til að taka setlagasýni að sex metra dýpt. Borinn er eitt tonn að þyngd og grefst með þyngd- arafli í sjávar- botninn. Sara vonast eftir að getað klárað leiðangurinn á næsta ári. Arnar Tómas Valgeirsson arnartomas @frettabladid.is ville Bay og fram fyrir Cape York sem er auðvitað sögufrægur staður, og þaðan upp til Thule,“ segir hún. „Þetta var virkilega gaman og svo er ansi framandi að vinna með hernum.“ Herinn sinnir f jölbrey ttum skyldum og segir Sara að nokkrum sinnum hafi komið fyrir að skipið þurfti að víkja af leið til að sinna björgunarleiðöngrum. „Arktisk Kommando hefur þrjú lykilverk­ efni,“ segir Sara. „Þeir sinna land­ helgisgæslu, aðstoða vísindamenn við rannsóknir og eftirlit og sinna björgunarstörfum. Plönin áttu þess vegna til að breytast ansi oft. Við höfðum upprunalega ætlað að sigla alla leiðina til Qaanaaq og yfir til Kanada, en vonandi getum við klárað leiðangurinn á næsta ári. Þegar unnið er með hafís þarf alltaf mikinn undirbúning, skipin þurfa að geta siglt í, og helst í gegnum, hafís og undirbúningurinn er því oft að minnsta kosti heilt ár.“ n þessu tagi séu spánnýjar af nálinni. „Áður fyrr höfðum við aðallega verið að rannsaka lífverur sem skilja eftir sig sýnilega slóð, eins og til dæmis götunga, sem eru ein­ fruma sjávardýr sem mynda skeljar úr kalki, og kísilþörunga sem hafa um sig glerskel. Það er ekki fyrr en á síðustu árum sem okkur hefur tekist að vinna með erfðaefnið úr sjávarsetlögum sem gefur okkur tækifæri á að sjá allar þær lífverur sem hafa fallið til botns í hafinu.“ Með Söru um borð var fjölbreytt­ ur hópur fræðimanna frá fjórum fræðistofnunum, meðal annars haf­ fræðingar sem unnu að því að skoða hafstrauminn við Vestur­Grænland, og jarðeðlisfræðingar sem unnu að því að rannsaka hafsbotninn. Þá tók áhöfnin sjálf einnig þátt í sýna­ tökunni. Leiðangrinum lauk 3. september en það mun þó líða nokkur tími áður en nokkrar niðurstöður liggja fyrir. „Það tekur nokkra mánuði að vinna úr svona og líka að fá sýnin heim,“ segir Sara. „Við erum ennþá að bíða eftir að fá til dæmis sjávar­ setlagak jar nana í hendur nar. Erfðaefnarannsóknir taka auðvitað sinn tíma líka svo það gæti tekið um þrjá til sex mánuði að fá fyrstu niðurstöður.“ Sara segist spennt fyrir því að hefjast handa við að greina hafís­ þörungana og segist einnig vongóð um að geta varpað ljósi á útbreiðslu eiturþörunga, sem innihalda efni skaðleg mönnum og dýrum. „Kenn­ ingarnar segja að þeir séu að færast norður með minnkandi útbreiðslu hafíss og hitnun sjávar.“ Ævintýralegt ferðalag Vísindaleiðangur um borð í her­ skipi hljómar ansi ævintýralega og Sara segir upplifunina í samræmi við það. „Við sigldum frá Aasiat, inn Upernavik­fjörð, í gegnum Mel­ 30 Helgin 2. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.