Fréttablaðið - 02.10.2021, Page 34
Hlín Reykdal skartgripa-
hönnuður hannar Bleiku
slaufuna í ár sem er táknræn
fyrir hana og hefur tilfinn-
ingalegt gildi. Hlín hefur
hannað skartgripi undir
eigin nafni frá árinu 2010.
sjofn@frettabladid.is
Hlín leggur mikið upp úr fallegum
litasamsetningum og vönduðu
handverki í allri hönnun sinni.
Allir hennar gripir eru framleiddir
hér á landi og hafa notið mikillar
hylli frá byrjun. Hlín á hönnunar
verslunina Kiosk ásamt öðrum
hönnuðum en þar er seld íslensk
fatahönnun og skartgripir. Sér
staða Kiosk er sú að þar verslar
þú beint við hönnuðina og er
verslunin staðsett úti á Granda, að
Grandagarði 35.
Hefur verið með ástríðu fyrir
listsköpun og hönnun alla tíð
„Ég er menntaður fatahönnuður,
hef starfað sem skartgripahönn
uður í meira en áratug. Maðurinn
minn heitir Hallgrímur og ég
á tvær stelpur, Stellu 12 ára og
Stefaníu 8 ára, sem eru líf mitt
og yndi og hafa tekið þátt í þessu
með mér á einn eða annan hátt.
Ég hef haft ástríðu fyrir listum og
hönnun frá því ég man eftir mér.
Foreldrar mínir eru báðir lista
menn, um helgar vorum við mikið
á listasýningum. Ég man eftir því
eins og það hafi verið allar helgar.
Ferðalög innanlands sem erlendis
gengu mikið út á að foreldrar mínir
voru að sýna eða við að skoða list
og hönnun. Þetta er mér dýrmæt
reynsla og ég bý að henni í dag.
Við erum þrjár systurnar og ég er
örverpið í fjölskyldunni, við fórum
allar út í listir eða hönnun.“
Systur hennar eru Hadda Fjóla
Reykdal listmálari og Nanna Huld
Reykdal. Hlín segist alla tíð hafa
verið að skapa eitthvað og hafa
fengið frelsi til þess. „Frá því ég
man eftir mér hef ég alltaf verið að
skapa eitthvað, sem barn teiknaði
ég og málaði öllum stundum.
Þegar ég var unglingur fór ég að
hafa mikinn áhuga á fötum og að
breyta, sauma föt. Heimilissauma
vélin brann út. Ég var heppin hvað
ég fékk mikið frelsi til að skapa
heima. Ég sé marga svipaða takta í
dætrum mínum.“
Perluð slaufa með gullplatta
Segðu okkur frá hvernig það kom til
að þú hannaðir Bleiku slaufuna í ár.
„Kolbrún hjá Krabbameins
félaginu hafði samband við mig,
Bleika slaufan
perlum skreytt
Edda Björgvinsdóttir leikkona ber slaufuna vel. Háls-
menið er fagurlega skreytt og hönnunin glæsileg.
Sóley Kristjánsdóttir.
Mæðgurnar Inga Eiríksdóttir og Ragnheiður Guðmunds-
dóttir eru ánægðar með slaufuna sína.
Berglind Guðmundsdóttir.
Hlín Reykdal
hannar bleiku
slaufuna í ár.
MYNDIR/AÐSENDAR
ég þurfti ekki að hugsa mig um
andartak, enda mikill heiður að
fá þetta verkefni. Þetta er mikil
vægt verkefni. Krabbameinsfélagið
treystir einungis á söfnunarfé og er
bleika slaufan einn stærsti þáttur
inn í því,“ segir Hlín og er mjög
snortin yfir að fá þessa beiðni.
Hvaðan kom innblásturinn fyrir
hönnun þína?
„Verum til er slagorð sem
Krabbameinsfélagið notar í ár, mér
fannst það fallegt og vildi nota það.
Ég vildi halda í teikninguna sem er
í slaufunni sjálfri. Nota bleikt og
gull, persónulega finnst mér þeir
litir passa einstaklega vel saman.“
Hvernig myndir þú lýsa bleiku
slaufunni í ár?
„Perluð slaufa með gullplatta
með slagorðinu Verum til.“
Pabbi er fyrirmynd í leik og starfi
Hefur einhver í þinni fjölskyldu og
nærumhverfi þurft að glíma við
krabbamein?
„Pabbi minn, Jón Reykdal list
málari, lést úr heilakrabbameini
árið 2013 eftir mjög stutta baráttu,
hann greinist og er farinn hálfu ári
seinna. Hann var algjör fyrirmynd
hvað varðar heilsu og að sjá vel um
sig. Var á undan sinni samtíð hvað
varðar mataræði, hreyfði sig reglu
lega og reykti aldrei. En lífið spyr
ekki alltaf að því. Pabbi var og er
mér mikil fyrirmynd í lífi og starfi.
Það eru í dag átta ár síðan hann fór,
ég hugsa til hans á hverjum degi.“
Gaman er að geta þess að það
er bleikt boð í Kiosk í dag, laugar
daginn 2. október, klukkan 1517
og eru allir velkomnir. Sérstök
hátíðarútgáfa af bleiku slaufunni
verður til sölu, en hún kemur í tak
mörkuðu magni. n
Hægt er að kaupa slaufuna í helstu
matvöruverslunum, apótekum,
Krabbameinsfélaginu, á hlinreyk-
dal.com og í versluninni Kiosk.
SÍGILD KÁPUBÚÐ
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinni
SKOÐIÐ
LAXDAL.IS
Vetrar-
yfirhafnir
í fjölbreyttu
úrVali.
4 kynningarblað A L LT 2. október 2021 LAUGARDAGUR