Fréttablaðið - 02.10.2021, Side 35

Fréttablaðið - 02.10.2021, Side 35
Umhverfisstjóri Umsóknarfrestur er til og með 18. október 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda til að sinna starfinu rökstudd. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni og uppruna, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. Nánari upplýsingar veitir Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511-1225. rfr t r r til . t r . t f llt t .i t ll t .i i rf f l j t rf f ril r i r r f r r r r i f rir t r f i j til i t rfi r t . ir i t li r, i r , r ttir til j t rfi . ri r r ll r f rir r ir ir tr r l i r r i l i i. ri l i r itir f í t r ttir ( f i i t ll t .i ) í í - . Við leitum að starfsmanni sem hefur mikinn áhuga og þekkingu á umhverfismálum til að leiða starf fyrirtækisins í umhverfismálum. Starfssvið: • Innleiðing á umhverfisstefnu félagsins hjá fyrirtækjum samstæðunnar um allan heim. • Yfirumsjón með umhverfisbókhaldi samstæðunnar. • Greiningar á kolefnisspori veiðarfæra. • Umsjón með útgáfu umhverfisskýrslu fyrirtækisins. • Ábyrgð á og umsjón með umhverfisvottunum. • Verkefnastjórn umbótaverkefna í umhverfismálum. • Þátttaka í ýmsum samstarfsverkefnum sem tengjast umhverfismálum. • Upplýsingagjöf til fjárfesta og annarra aðila varðandi umhverfismál. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af umhverfismálum er nauðsynleg. • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum ásamt hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Góð enskukunnátta er skilyrði. • Þekking á veiðum og veiðarfærum er kostur. • Tæknileg þekking ásamt góðri efnisþekkingu er mikilvæg. • Drifkraftur, metnaður, framsýni og sjálfstæði í starfi. • Jákvæðni og góðir samstarfshæfileikar eru mikils metnir. Hampiðjan er leiðandi fyrirtæki í heiminum í þróun, sölu og þjónustu á framúrskarandi veiðarfærum til fiskiskipa. Fyrirtækið er jafnframt í fararbroddi í þróun og framleiðslu á ofurköðlum sem seldir eru víða um heim. Hampiðjan er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í 15 löndum. Dótturfyrirtækin eru 28 talsins og starfsstöðvarnar eru 44 allt frá ysta odda Alaska til Nýja Sjálands. Hjá samstæðunni starfa nú um 1.160 starfsmenn. Nánari upplýsingar veitir Einar Örn Ævarsson (einarorn@intellecta.is). Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. Sérfræðingur í viðskiptaþróun Klappir er hugbúnaðarfyrirtæki sem er leiðandi á heimsvísu í gagnadrifnum sjálfbærnilausnum. Hugmyndafræði Klappa grundvallast á því að skapa stafræn vistkerfi þar sem aðilar deila á milli sín sjálfbærni- upplýsingum og þannig auðvelda fyrirtækjum að fá gott yfirlit yfir þróun sjálfbærnimála í rekstri sínum. Hugbúnaðarlausnir Klappa eru í notkun hjá yfir 300 fyrirtækjum um heim allan og er stefnan sett á enn frekari vöxt á næstu misserum. Boðið er upp á skemmtilegt vinnuumhverfi með fjölbreyttum verkefnum og tækifærum til að hafa viðtæk samfélagsleg áhrif. Nánari upplýsingar um Klappir má finna á www.klappir.com Helstu verkefni og ábyrgð: Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi • Þekking og/eða reynsla á sviði sjálfbærni- og umhverfismála er kostur • Drifkraftur og geta til að hreyfa við hlutum • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og geta til þess að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt • Rík þjónustulund, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun • Gott vald á bæði íslensku og ensku í mæltu og rituðu máli • Samskipti og samningagerð við viðskiptavini, samstarfsaðila og aðra hagaðila • Verkefnastjórnun og samskipti við vöruþróunar- og þjónustuteymi • Kynningar á hugmyndafræði og lausnum Klappa • Samskipti og stuðningur við samstarfsmenn félagsins í Danmörku Við leitum að sérfræðingi í viðskiptaþróun til að takast á við fjölbreytt verkefni og stuðla að vexti félagsins bæði á Íslandi og erlendis. Um er að ræða einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða og hafa áhrif í baráttunni við hnattræna hlýnun. Umsóknarfrestur er til og með 11. október 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.